Everton – Sunderland 0-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Howard, Oviedo, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Barry, McCarthy, Mirallas, Osman, Lukaku. Sem sagt: Ein breyting á liðinu því Osman kom inn fyrir Barkley, en sá síðarnefndi fór á bekkinn. Búist var jafnvel við því að Baines lét sjá sig en hann var ekki á bekknum.

Leikurinn byrjaði næstum því með stórslysi þegar Jagielka átti á fyrstu mínútu arfaslaka sendingu aftur á markvörð sem sóknarmaður Sunderland var næstum kominn inn í en Howard var fljótur að hugsa, mætti manninum og hreinsaði frá.

Síðan hófst pressa Everton. Mirallas átti skot á mark úr aukaspyrnu, utan teigs á 7. mínútu, náði frákastinu og skaut aftur að marki en beint á markvörð. Sama var upp á teningnum ekki langt frá við vinstri hornfána, aukaspyrna, Mirallas með skot, beint á markvörð.

Everton áttu svo horn á 11. mínútu — Barry með nær frían skalla en boltinn of hár og skallinn því hátt yfir markið. Sennilega hefði þó boltinn fallið betur fyrir Distin sem var í enn betra skallafæri fyrir aftan hann en fór sem fór.

Howard fékk á sig auðvelt skot á 15. mínútu, beint á markvörð, engin hætta. En svo gerðust sekúndurnar fimm sem eyðilögðu leikinn algjörlega.

Howard átti útspark. hann ákveður að gefa á Osman fyrir framan teiginn (mistök nr. 1 þar sem Osman var með sóknarmann í bakinu). Móttaka Osman, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu á kostnað Barkley, var algjörlega skelfileg (mistök nr. 2) sem leiða til þess að Ki, hjá Sunderland, sem kom aftan að honum, kemst í boltann og er allt í einu kominn einn á móti Howard. Hann reyndi að fara vinstra megin framhjá Howard sem reyndi að slengja fæti í boltann en náði ekki en snerti Ki (mistök nr. 3). Ki fellur við og skv. reglum er þetta rautt spjald og víti, sem dómarinn dæmdi.

Þulirnir sögðu í endursýningu að þetta hefði verið „minimal contact“ og maður verður eiginlega að vera sammála; Ki mjólkaði þetta til fullnustu; vissi alveg hvað hann fengi ef hann léti sig detta. Osman skipt út af fyrir Robles og hans fyrsta framlag var að reyna að verja víti frá Ki — skutlaði sér í rétt horn og allt en ekki nóg, 0-1 fyrir Sunderland.

Everton hafði verið með boltann yfir 70% leiks fram að því og ekkert að gerast hjá Sunderland en allt í einu breyttist leikurinn og jafnaðist mikið og hlutföllin að sama skapi: possession hjá Everton fór niður í 63%-37% eftir um hálftíma leik.

Sunderland fór í kjölfarið allt í einu að komast í færi — til dæmis á 35. mínútu þegar Robles fékk á sig fast skot, sem hann náði ekki að halda. Larson, hjá Sunderland, náði frákastinu og fékk gullið tækifæri til að komast í 0-2 en Robles sýndi hversu frábær shot-stopper markvörður hann er — gerði sig breiðan og bókstaflega lokaði markinu. Algjörlega frábær markvarsla.

Það var greinilegt að Everton var nokkuð brugðið við rauða spjaldið og meiningin að komast í hálfleik aðeins einu marki undir til að geta endurskipulagt leikinn. Það var þó hálf undarlegt að sjá Mirallas fara sjálfviljugur af velli og Everton vera tveimur mönnum færri um tíma undir lokin. Sunderland náðu þó ekki að nýta sér þann liðsmun.

0-1 í hálfleik. Everton með rétt rúmlega 50% possession og boltinn 70% á miðju eða á vallarhelmingi Sunderland (aðeins 30% á vallarhelmingi Everton).

Barkley inn á fyrir Mirallas í hálfleik, sem hafði ekki fundið sig almennilega fram að því en Barkley kom með ágætis innspýtingu inn í leikinn. Það voru þó Sunderland sem byrjuðu hálfleikinn betur með tveimur færum. Strax á 46. mínútu skapaðist hætta upp úr aukaspyrnu (frekar en horni, að mig minnir), þrír Sunderland menn að böðlast með boltann fyrir framan mark þangað til einn ákvað að lúðra boltanum yfir markið í ákjósanlegu færi. Þeir áttu svo skalla að marki á næstu mínútu en Robles var með þann bolta.

Og svo byrjaði Everton að pressa, þrátt fyrir að vera manni færri.

Oviedo átti hættulega fyrirgjöf á 54. mínútu sem Sunderland skallaði aftur fyrir endalínu. Horn dæmt. Jagielka með skalla á mark upp úr horninu sem var varinn á línu (!) og Lukaku með frákastið en beint á markmann. Sunderland í algjörri nauðvörn. Lukaku átti skot stuttu seinna utan teigs, niðri í hornið, en vel varið.

Fletcher átti fast skot á 62. mínútu en vel varið hjá Robles sem átti góðan leik í markinu í fjarveru Howard.

Everton brunuðu því næst upp völlinn, áttu langa sendingu inn í teig þar sem Lukaku og markvörður hoppuðu báðir upp og trufluðu hvor annan nægilega mikið til að hvorugur næði til boltans. Boltinn laus, Barkley nær frákastinu og er felldur inni í teig. Víti!? Nei!? Lukaku dæmdur rangstæður, sem endursýning sýndi að var kolvitlaus dómur. Hvað er að frétta?!

Barkley reyndi nokkur skot af löngu færi en ekki rötuðu þau í netið. Eitt kom á 65. mínútu, utan teigs og boltinn skoppaði á erfiðan hátt fyrir markvörðinn, sem ver samt frábærlega. Ekki okkar dagur.

Oviedo náði stórhættulegri fyrirgjöf frá vinstri þar sem Coleman var mættur og hefði náð fríum skalla á mark ef markvörður hefði ekki náð að slá boltann frá. Barkley átti svo skot, rétt framhjá stönginni. Lukaku átti skot utan teigs, stuttu síðar en beint á markvörð (á 71.), Barkley sömuleiðis af löngu (á 73.) en varið og Oviedo með algjöra dúndru á 74. mínútu, sem hefði átt að syngja í netinu en markvörður Sunderland varði og hélt áfram algjörum stórleik í markinu.

Jelavic inn fyrir Pienaar — Martinez greinilega staðráðinn í að jafna! Enda virtist mark Everton liggja í loftinu.

Það hlaut þó að koma að því að Sunderland fengju færi þegar Fletcher komst í dauðafæri á 77. mínútu eftir stungu inn í teig en hann skaut langt framhjá markinu einn á móti markverði. Maður er farinn að skilja af hverju Sunderland eru í neðsta sætinu. 

Barkley átti skot á 81. mínútu sem fór í hendi varnarmanns Sunderland innan teigs. Ekkert dæmt. Barry tók frákastið en skotið varið. Ekki okkar dagur, alveg greinilega.

Barkley átti þvílíka aukaspyrnu á 83. mínútu sem markvörður Sunderland varði stórkostlega! Og á 84. mínútu átti Jelavic skalla að marki sem var varinn á línu! Hvað er að frétta? Ótrúlegt að boltinn skuli ekki rata í netið! Allir leikmenn Everton komnir í sókn, þar með talið Robles í markinu til að freista þess að jafna. Ekki að sjá að Everton væru manni færri.

Undir lokin verja Sunderland menn aftur með hendi inni í vítateig en ekkert dæmt og það í raun segir allt sem segja þarf. Öll statistíkin leit út eins og um fullskipuð lið væri að ræða, þó Everton væru manni færri. Everton með boltann 55%, með 8 skot á rammann gegn 6 hjá Sunderland. Það eina sem vantaði var að klára færin. Svona er þetta stundum.

Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Oviedo 7, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 7, Pienaar 6, Barry 6, McCarthy 7, Mirallas  5, Osman 5, Lukaku 7. Varamenn: Joel 6, Barkley 7, Jelavic 6. Fannst Barry og Robles eiga sjöur skilið, en að öðru leyti sammála. Markvörður Sunderland maður leiks með 9, eins og maður hefði búist við. Þurfti oft að taka á honum stóra sínum til að bjarga þeim.

Það er alltaf slæmt að tapa en fyrst liðið þurfti að tapa einu sinni á Goodison Park er ágætt að það sé Sunderland sem tók stigin, því við erum nánast alltaf í áskrift hjá þeim að þremur stigum og maður vill alls ekki sjá þá falla. Samt hefur maður þó stórar áhyggjur af þeim eftir þennan leik, þar sem Everton átti skilið að sigra leikinn þó þeir væru manni fleiri.

Fyrsta tapið á Goodison Park á dagatalsárinu 2013 staðreynd.

28 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Þetta lítur vel út verðum að vinna

 2. Gestur skrifar:

  þetta er alveg skelfilegt, menn bara enn heima að borða steikina. Þeir verða að koma betur stemmdir í seinni hálfleik.

 3. Gunnþór skrifar:

  þar fór góða jólaskapið.

 4. Gestur skrifar:

  Everton gat ekki mætt í þennan leik og borið virðingu andstæðingnum, að halda að þetta yrði auðveldur leikur var bara fásinna. Pienaar arfaslakur, Lukalu á bara ekki að fá að vera inná mjög lélegur, Coleman með mjög lélegar fyrirgjafir. Gaman að sjá Jelavic kom inná.
  En þar fór allt góða jólaskapið, Everton leikmenn vera að girða sig betur fyrir næsta leik.

 5. Hallur skrifar:

  ömurleg skita
  Lukaku þarf að fara a bekkinn í næsta leik hefur ansi litið synt siðustu leiki
  en þetta var fáranlega erfitt þegar lið sem er 1 leikmanni fleiri leggist i vörn með alla sina kalla
  djöfulsins skita

 6. Diddi skrifar:

  Sunderland geta þakkað markverðinum sínum fyrir að sleppa frá þessum leik, ósanngjarnt að tala um skitu, okkar menn yfirspiluðu Sunderland einum færri nánast allan leikinn, þetta átti einfaldlega ekki að falla með okkur í dag. Góða skapið er enn til staðar, höfum verið í verri stöðu, fannst snilld þegar Martinez skiptir út miðjumanni fyrir sóknarmann.

 7. Gunnþór skrifar:

  Svona leikur í dag, verða að girða sig í brók ef menn ætla að taka sig alvarlega. Menn eru búnir að bíða eftir þessu að (SÉRSTAKLEGA HELV BLESSAÐIR LIVERPOOLMENNIRNIR) að Evertonliðið misstígi sig. En verðum að sýna að við séum alvöru.

 8. GunniD skrifar:

  Þetta var bara slys. Öll lið lenda í þessu einhvern tíma á leiktíðinni. Var þetta ekki bara dífa hjá kóreu manninum. Nú er bara að bíta í skjaldarrendur og taka þessari áminningu. Þetta var náttúrulega ekkert annað. Og kannski þörf áminning fyrir erfiðan leik gegn Southamton.

 9. Elvar Örn skrifar:

  Slaka á.
  Ein mistök kostuðu sigur, en Howard er búinn að bjarga okkur svo oft í vetur að það hálfa væri nóg.
  Seinni hálfleikur var alveg frábær fannst mér og viljinn að sigra og að skora var alltaf til staðar. Það bara var ekki að ganga upp en svona er þetta stundum.
  Ég get bara ekki kvartað undan spilamennskunni þar sem menn tóku bara þá ákvörðun í fyrri hálfleik að fá ekki á sig fleir mörk en í þeim seinni voru menn bar frábærir fannst mér.
  Ömurlegt að tapa en það var sko ekki með hangandi haus.
  Við erum eitt allra liða búnir að tapa bara 2 leikjum svo þett er ekki alslæmt.
  Tusssssumst til að vinna Southampton í næstu umferð til að vera áfram á toppnum.
  Áfram Everton og hættið að grenja 🙂

 10. Finnur skrifar:

  Sammála Didda. Liðið sem er einum færri, skiptir sóknarmanni inn fyrir miðjumann og er mætt með *alla* leikmennina (líka markvörðinn) á vallarhelming andstæðinganna til að freista þess að jafna. Þetta er almennilegt og sýnir hvert viðhorfið var í seinni hálfleik. Það var allt lagt undir. Á venjulegum degi hefðum við sett nokkra bolta í netið. Þetta bara datt ekki með okkur í dag.

 11. Gunnþór skrifar:

  Við skulum bara taka polyönnu á þetta, en sama hvað menn segja að við vorum ekki að spila okkar leik langt frá því, því ef við hefðum gert það hefðum við rúllað yfir Sunderland það er bara þannig, vorum að skjóta mikið fyrir utan teig í staðinn fyrir að sundur spila andstæðinginn eins og við höfum gert, komumst upp með þessa spilamensku á móti Fulham með tveimur frábærum skotum fyrir utan teig, en við þurfum miklu betur en þetta til að ná 4. sæti það er klárt, vonandi er þetta bara down tímabilið okkar þetta árið. Svo er það Osman sem gerir þessi mistök sem verða þess valdandi að þeir skora.Svo skulum við passa okkur en og aftur að detta ekki í pool syndromið að þola ekki gagnrýni á liðið okkar.Enga viðkvæmni.

 12. Finnur skrifar:

  Frasinn frá Gus Poyet, stjóra Sunderland, segir líka ákveðna sögu:
  „Even with 10 men Everton were the best team we have played against“.

  Og þeir eru búnir að mæta Tottenham, Liverpool, Man United, Man City, Arsenal og Chelsea (tvisvar).

 13. Ari G skrifar:

  Þetta var hræðilegt ég er í sjokki. Fyrri hálfleikurinn var hörmung en í seinni hálfleik spilaði Everton vel nema þeir skutu of oft utan af velli í vonlausum færum. Ein mistök svona er lífið. Barkley bar af ekki spurning.

 14. Ari S skrifar:

  Það er erfitt að ná sér eftir svona „áfall“ Margar hugsanir flugu um hugann í dag þegar leikurinn stóð yfir, en ég ætla samt að taka Elvar til fyrirmyndar og vera jákvæður og ekki grenja hehe. Vonandi notar liðið þetta til þess að mótívera sig fyrir næsta leik og vinna öruggan sigur.

  ps. Ég var búinn að skrifa örlítið grenjukomment en ákvað að sleppa því 🙂

 15. Halli skrifar:

  Það er ljóst að ekkert lið fer í gegnum mótið án þess að tapa leik/leikjum en það er alltaf vont að tapa. Þessi röð mistaka hjá Howard og Osman eru rosalega dýr sigur í þessum leik hefði fært okkur í 3-4 sæti. En nú er það bara næsti leikur upp hökuna og berjast áfram.

  Áfram Everton

 16. Orri skrifar:

  Ég er virkilega ánægður með það hvað menn eru afslappaðir vegna Sunderlands leiksins. Nú bretta menn bara upp ermarnar og enda árið með stæl og byrja það næsta með sigri. Auðvitað er maður hundsvekktur eftir svona leik, en það þýðir bara ekkert að vera svekktur. Ljósi punkturinn úr leikjum annars í jólum er tap Liverpool.

 17. þorri skrifar:

  Þessi leikur á móti Sunderland var bara óheppni. Mér fannst Howard ekki skilið að fá rautt. Mér fannst liðið spila nokkuð vel einum færri. Við förum bara að hugsa um næsta leik. Er sannfærður um að spilamennskan verður betri næst. Ekker væl, við erum harðir Everton gæjar, ekki satt?

 18. Gunnþór skrifar:

  Bara svona í lokin að ef menn eru ekki brjálaðir yfir svona úrslitum á heimavelli á móti neðsta liðinnu í deildinni þá kommon, þetta er svona svipaður skandall og KR

 19. Gunnþór skrifar:

  Myndi tapa fyrir neðsta liðinu í Pepsi deildinni. (allt brjálað) Menn eiga ekki að sætta sig við svona úrslit. Vanmat og ekkert annað og það er hættulegt.

 20. Gunnþór skrifar:

  En held að þetta sé prófraun á okkar lið annaðhvort erum við búnir á því að spila svona hápressu leik eftir leik eða það kemur blóðbragð á tennurnar eftir svona tap og við höldum áfram á sigurbraut. Þurfum við ekki góðan miðjumann og einn sóknarmann í viðbót? Hvað segja menn um það?

 21. Finnur skrifar:

  Hef ekki stórar áhyggjur af þessu. Fyrsta tapið á Goodison á dagatalsárinu 2013 sendir mér ekki þau skilaboð að við þurfum að kaupa 1-2 leikmenn. Ekkert lið í Úrvalsdeildinni hefur tapað jafn fáum leikjum (eða færri) í deild og Everton — og það var viðbúið að leikur tapaðist hér og þar; bara gott að það var ekki gegn nánustu nágrönnum á töflunni. Er eiginlega sáttur við að gefa Sunderland stigin því við erum nánast í áskrift að þremur stigum gegn þeim á hverju ári og ég vil alls ekki sjá þá falla.

 22. Orri skrifar:

  Ég tek undir það sem að Finnur er segja,þessi úrslit eru engin endalok fyrir okkur.Nú er bara standa í lappirnar í næstu leikjum,og sína fólki hvað býr í okkar liði.

 23. Sigurbjörn skrifar:

  Það eru dálítið blendnar tilfinningar eftir þennan ósigur. Í byrjum des. hefði maður tippað á að við værum með 10-11 stig af 15 mögulegum eftir 5 leiki í des. en við erum með 9. Það er kannski innan skekkjumarka en úr því sem komið var fyrir þennan leik þá var maður nú að vonast eftir að stigin væru 12 en það fór sem fór og ekkert við því að gera. Við hins vegar verðum að taka 3 stig á móti South.ton annars verðum við farnir að síga óþægilega mikið frá toppliðunum. Það var margt jákvætt úr þessum leik en helstu áhyggjurnar eru kannski þær að hópurinn sé að verða helst til þunnskipaður næstu vikurnar. Ég vil sjá Jelavic í byrjunarliðinu í næsta leik og jafnvel hvíla Lukaku. Jela er greinilega banhungraður og var óheppin að skora ekki og ef hann æfir hjólhestaspyrnurnar aðeins betur þá kemur að því að hann smellhittir eina 🙂

 24. Diddi skrifar:

  ég held að Gunnþór sé ekki búinn að fatta að við vorum einum færri í þessum leik í u.þ.b. 70 mínútur 🙂

 25. þorri skrifar:

  Ég er sammála því að hvíla Lukaku, Jelavic á skilið að fá að byrja inn á. Svo eiga menn að hætta þessu væli og standa með okkar mönum.

 26. Gestur skrifar:

  hvað er menn að tala um væl, þetta eru væntingar um að
  geta sigrað neðsta lið deildarinnar. Everton spilaði ekki vel þegar var jafn í báðum liðum, í seinni hálfleik var þetta aðeins betra. Auðvitað verða menn svektir þegar liðið stendur sig ekki betur, en að eiga að fara að hætta að gagnrýna liðið er alveg fráleitt. Lofum liðið og gagnrýnum það, eftir þvi sem við á. Áfram Everton sigur á morgum

 27. Ari G skrifar:

  Öll lið tapa líka þau góðu. Vonandi gengur vel á morgun og Everton vinni Southampton þá getur maður gleymt tapinu á móti Sunderland og hugsað jákvætt um framhaldið. Ég tel að Everton geti náð 4 sætinu en þá þarf liðið að hvíla menn aðeins og algjör skylda að kaupa eða leigja sóknarmann. Hef enga trú á Jelavic mætti hvíla Lukaku síðustu 30 mín og þá mætti leyfa Jelavic að spila aðeins alls ekki í byrjunarliðinu kemur ekki til greina mín skoðun.

 28. þorri skrifar:

  Hann jelavic verður að fá að spila meira en 30 mín. Að mínu dómi svo finst mér að við ætum að skoða,Albert Finboga Það er maður ég mundi treista á að leysa málið hjá okkur.Svo vinnum við,Southampton.Er haword ekki í banni.KV þorri ÁFRAM EVERTON.

%d bloggers like this: