Arsenal vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur er við Arsenal á útivelli á morgun kl. 16:00 (sun) en þetta verður alveg jafn stór prófraun og mögulega stærri en sú sem leikmenn stóðust í síðasta leik (við núverandi Englandsmeistara). Það eru engin ný meiðsli í hópnum (Kone, Gibson og Baines frá) og liðið því væntanlega sama og síðast: Howard, Oviedo Baby, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar og Mirallas á köntunum, Barry og McCarthy á miðjunni, Barkley fyrir aftan Lukaku frammi. Hjá Arsenal eru Bacary Sagna og Mathieu Flamini meiddir.

Jafntefli væri fín úrslit úr þessum leik, á velli sem hefur reynst okkar mönnum afar erfiður í gegnum tíðina. Einhvers staðar las ég að Everton hafi ekki unnið á þessum velli frá því áður en Wenger tók við (síðan 1996) en það er kominn tími til að breyta því. Everton hefur aðeins tapað einum leik hingað til — öll önnur lið í deildinni hafa tapað fleirum og vonandi að það haldi áfram.

Í fréttum liðinnar viku var rætt um það að Barry sé tilbúinn að halda áfram með Everton eftir að láninu lýkur. Frábært ef það gengur eftir. Einnig lét Martinez hafa það eftir sér að hann myndi væntanlega bæta við tveimur mönnum í janúarglugganum til að vega upp á móti því að missa Gibson og Kone í meiðsli til loka tímabils, að öllum líkindum.

Að lokum skil ég við ykkur með því að birta link á vídeó af leiknum við United (20 mínútur) svo hægt sé að (endur)upplifa sigurleikinn gegn núverandi meisturum.

Hver er ykkar spá fyrir leikinn við Arsenal?

7 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Leikurinn er á suunudag kl 16. Það væri allveg geggjað að klára þessi 2 lið á útivelli í sömu vikunni. Ég ætla bara fara fulla ferð áfram og spá 0-2 Pienaar og Lukaku með mörkin. Sjáumst ferskir á heimavellinum okkar góða Ölver

  2. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það. Leiðréttist hér með!

  3. Sverrir Gestsson skrifar:

    Nil Satis Nisi Optimum!

  4. Dylan skrifar:

    Þetta verður, að mínu mati, erfiðari leikur. Arsenal eru í frábæru formi og við höfum aldrei unnið á Emirates vellinum. En á sama tíma, í byrjun þessarar viku höfðum við ekki unnið á Old Trafford í 21 ár. Við erum líka í ótrúlegu formi og ég spái 1 – 2 fyrir Everton. Ramsey fyrir Arsenal (Hann er í draumaliðinu mínu :-)) og Lukaku og Mirallas fyrir Everton. The muscles from Brussels.

  5. Eiríkur skrifar:

    1-1 væri í lagi enn 0-1 enn betra.

    Kemst ekki að hitta ykkur á morgun á „heimavellinum“
    Sjáumst vonadi hressir sem fyrst -:)

  6. þorri skrifar:

    Sælir félagar. Er smá smeikur. Arsenal er með frábært lið í dag og ég yrði mjög sáttur að ná einu stigi. En liðið er með fullt sjálftraust og hefur alla burði til að vinna Arsenal. Við sjáumst hressir á ölveri á eftir. Það verður hörku fjör á eftir. Kv Þorri Everton maður.

  7. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=6139