Everton vs. West Brom

Mynd: Everton FC.

Everton tekur væntanlega hressilega á móti West Brom kl. 14:00 á morgun (laugardag) í fyrsta keppnisleik Roberto Martinez á Goodison Park. West Brom var „spúttnikk“ lið síðasta tímabils og stóðu sig frábærlega — sérstaklega í byrjun tímabils en þeir voru mjög erfiðir viðureignar, einstaklega skipulagðir og duglegir og veittu öllum liðum góða samkeppni.

Everton mætti þeim í fjórða leik síðasta tímabils eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leikina (með markatölunni 9-1) en fengu harkalega lendingu í næsta leik á móti West Brom á útivelli — töpuðu 2-0, í leik þar sem Gibson meiddist, botninn virtist detta úr spilinu og lykilmenn á borð við Pienaar og Fellaini áttu slakan leik.

Við unnum þá þó nokkuð sannfærandi á heimavelli 2-1 en Goodison hefur reynst þeim nokkuð erfiður völlur — einn sigur í síðustu 14 deildarleikjum (síðan 1979). Heimavöllurinn var auk þess algjört virki á síðasta tímabili en Everton tapaði aðeins einum leik í deild (gegn Chelsea) og einum í bikar (og það var gegn Roberto Martinez). Það er vonandi að Martinez nái að viðhalda árangri Everton á Goodison. Enginn stjóri Everton hefur tapað í fyrsta keppnisleik sínum á heimavelli síðan 1956 þannig að við skulum vona að það haldi áfram.

Jafntefli gegn Norwich (í síðasta leik) á velli sem hefur reynst okkur erfiður undnafarið er ekki slæm byrjun en maður vonast eftir því að stigin þrjú líti nú dagsins ljós. West Brom hafa jú dalað mikið síðan á síðasta tímabili en þeir hafa aðeins náð einum sigurleik í síðustu 10 leikjum (þrjú jafntefli og 6 töp). Það segir aðeins hálfa söguna þó, því nú er nýtt tímabil með nýjum mannskap og nýjum stjórum í deildinni. Fyrsti leikur þeirra lofaði þó ekki góðu — eða eins og Paul Merson orðaði það: „Fail to get a shot at goal in the first half against Southampton, you know that is a problem“. 

Allra augu verða á Barkley sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið. „When you have all the attributes he has as a player – he’s a powerful boy with exquisite technical ability – he gets you excited.“ – Roberto Martinez.

Distin er tæpur fyrir leikinn á morgun en Hibbert gæti verið orðinn heill. Gibson er 50/50 en mér heyrist á öllu að hann spili ekki fyrr en í deildarbikarnum í miðri viku. Alcaraz og Gueye eru meiddir. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines og Coleman bakverðir, Heitinga og Jagielka miðverðir, Pienaar og Mirallas á köntunum, Fellaini og Osman á miðjunni, Barkley fyrir aftan Jelavic frammi.

West Brom virkar hálf vængbrotið í augnablikinu (spurning hvort það þjappar þeim saman?) en þeir misstu bæði Lukaku og Odemwingie og var Shane Long og Nicolas Anelka ætlað fylla þeirra skarð. Lukaku skilur eftir sig mjög stórt skarð en án hans hefðu þeir endað með 10 stigum minna en þeir gerðu (sem hefði þýtt 17. sæti). Það er eitthvað skrýtið í gangi með Anelka því hann er kominn í ótímabundið „compassionate leave“ og hefur að sögn hreinsað úr skápnum sínum (!) og er sagður að hugsa um að fara á eftirlaun (!!). Þeir eru þó komnir með liðsauka: Scott Sinclar en ekki víst hvort hann byrji: hann hefur ekki byrjað leik síðan í september 2012. Steven Reid, Zoltan Gera og George Thorne eru meiddir.

Í öðrum fréttum er það helst að Everton hefur ekki fengið nein ný tilboð í Baines eða Fellaini. Martinez kom inn á að glugganum ætti að loka áður en tímabilið hefjist og ekki laust við að maður sé sammála. Martinez sagði að það væri engin freisting að selja og bætti við:

„We are not wanting any bids, we are not inviting any bids. I have never seen Manchester United working in this manner before. When you want a player you just do the business quietly, you get it done and that’s it. I don’t know if this is a new way of working. I don’t expect a new bid.“

… og einnig …

„I don’t want to sell. But what is clear is if you want to buy a player and he’s been a good performer, you must offer a higher value than what the club invested to get him. That’s common sense.“

En að sama skapi, fyrst að glugginn er opinn, vonast hann mögulega sjálfur eftir að bæta við einum nýjum leikmanni en maður væri alveg sáttur við það að glugganum væri bara lokað hér og nú (og Martinez örugglega líka).

West Brom töpuðu á móti léttleikandi liði Southampton í síðustu viku og þó þeir gætu fundið vopn sín og látið til sín taka ætla ég að spá því að svo verði ekki. Spái 3-1 sigri, Coleman, Mirallas og Naismith með mörkin. Greining Executioner’s Bong á þeim er hér.

Slúðurdeildin segir að við séum að fá til liðs við okkur: Aleksandar Kolarov, Pablo Piatti og James McCarthy.

En hver er ykkar spá fyrir leikinn?

5 Athugasemdir

  1. Hallur j skrifar:

    Ég ættla spá 2-0 Mirallas með bæði
    Sjáumst svo á eftir hressir

  2. Georg skrifar:

    2-0 Mirallas og Jelavic með mörkin. Sjáumst á Ölver!

  3. Elvar Örn skrifar:

    4-0, Mirallas, Barkley, Jelavic og Coleman
    Ok ok, kannski full bjartsýnn

  4. Ari G skrifar:

    Allir spá að Mirallas skori. Spái 3:1 Jelavic, Fellaini og Osman skori. ÉG er öskureiður út í Moyes segir í viðtali að hann hefði selt Fellaini og Baines ef hann væri stjóri Everton finnst þetta viðtal til skammar. Allavega ef báðir verða seldir þá er lágmarksverð 50 millur annað er óásættanlegt og góður fyrirvari til að kaupa aðra í staðinn.

  5. Halli skrifar:

    Öruggur 1-0 heimasigur Fellaini skorar. Ölver