Everton vs. Real Betis

Mynd: Everton FC.

Síðasti leikur undirbúningstímabilsins er á morgun, kl. 14:00 á móti Real Betis á heimavelli (sjá upphitunarpakka), í fyrsta Desso Grassmaster leiknum á Goodison Park. Þetta er leikur sem beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu en þetta verður fyrsti heimaleikurinn undir stjórn Roberto Martinez og jafnframt sá leikur sem gefur líklega skýrari mynd af því hverjir verða í aðalliðinu undir Roberto Martinez á tímabilinu sem er framundan og hverjir munu þurfa að sanna sig enn frekar. Martinez útilokaði þó ekki að hann myndi gera frekari breytingar á liðinu. Það er mér enn ekki ljóst hvort leikurinn verði sýndur í beinni — sjáum hvað setur og vonum það besta.

Myndavélar munu nú skera úr um hvort mark er að ræða þegar boltinn fer yfir línuna (eða ekki) en Hawk-Eye tæknin mun verða í notkun á öllum ensku leikjunum á næsta tímabili. Við sem vorum á pöllunum á Newcastle leiknum tökum þessu örugglega fagnandi því við munum t.d. vel eftir markinu sem Anichebe skoraði en dæmt var af (og fjallað var vel um í blöðum daginn eftir).

U21 árs liðið lauk sínum undirbúningi með 1-1 jafntefli gegn Real Betis B liðinu, eins og áður hefur komið fram, en nú er hægt að horfa á helstu atriði úr leiknum á Youtube.

Einungis tvö nöfn nefnd í slúðurdeildinni: Jean Beausejour og Elderson Echiejile.

Til gamans má svo í lokin geta þess að Everton vann góðgerðarskjöldinn í leik gegn Man United á Wembley á akkúrat þessum degi — 10. ágúst árið 1985, með mörkum frá Trevor Steven og Adrian Heath (og engu svari frá Man United).

3 Athugasemdir

  1. Einar G skrifar:

    Leikurinn er allavegana á lista hér http://firstrownow.eu/ klukkan 14 með tvo skráða linka, veit ekki hvernig gæði verða þó 🙂

  2. Finnur skrifar:

    Hann er sýndur í beinni:
    http://www.evertonfc.com/livematch