Accrington Stanley – Everton 1-4

Mynd: Everton FC.

Meistari Elvar Birgis fylgdist með þessum leik (eins og síðasta) og ritaði eftirfarandi skýrslu:

Annar leikur Everton á tímabilinu var á útivelli gegn Accrington Stanley sem stýrt er af James Beattie fyrrum framherja Everton.

Kone, Jelavic, Heitinga og Coleman komu til æfinga í leikmannahóp Everton sem hófu undirbúningstímabilið fyrir rúmri viku. Einungis Coleman tók þátt í leiknum í dag af þessum fjórum enda ekki við því að búast að allir séu tilbúnir til að taka þátt.

Auk Coleman fékk Antolin Alcaraz að spreyta sig en hann er nýkominn frá Wigan og átti fínan leik.

Byrjunarlið Everton var nokkuð sterkara frá seinasta leik þar sem enginn ungliðanna fékk að byrja ef frá er talinn Joel Robles í markinu (ef hægt er að kalla hann ungliða). Liðið var annars þannig skipað:

Robles, Oviedo, Distin, Jagielka, Hibbert, Mirallas, Gibson, Fellaini, Naismith, Osman, Anichebe.

Skiptingar voru eftirfarandi:

Coleman (46 Hibbert), Junior (86 Gibson), Baines (46 Oviedo), Pienaar (46 Mirallas), Gueye (46 Naismith), Alcaraz (46 Distin), Vellios (46 Anichebe) og að auki kom Connor Grant inn á á um 78. mínútu fyrir Pienaar (ekki skráð á Evertonfc).

Markaskorarar voru Darron Gibson, Victor Anichebe, Kevin Mirallas og Leon Osman.

Í fyrsta markinu þá kemur góð hornspyrna á 11 mínútu frá Mirallas sem flýtur á grasinu beint á Gibson sem setur hann í vinstra hornið, vel gert hjá þeim báðum. Fimm mínútum síðar kemur annað markið sem einnig kemur eftir sendingu frá Mirallas, aftur frá vinstri kanti og Anichebe skallar í fjærhornið. Það var gaman að sjá samspil Mirallas og Oviedo á vinstri kanti og minnti nokkuð á Baines-Pienaar samspilið. Þriðja markið kemur beint úr aukaspyrnu þar sem Mirallas skellir boltanum niður í hornið vinstra megin, vel gert hjá Mirallas að skora og vera kominn með tvær stoðsendingar. Nicky Hunt minnkaði muninn í 1-3 með góðu marki heimamanna.

Í síðari hálfleik átti Osman eina mark hálfleiksins eftir góða sendingu frá Coleman.

Everton spilaði vel í dag og greinilegt að Everton hefur sjaldan eða aldrei verið með breiðari hóp.

Joel Robles þurfti einungis að verja einu sinni og gerði það mjög vel og átti ekki mikinn möguleika í marki heimamanna. Ekki reyndi heldur mikið á vörnina en mark þeirra kom eftir sending aftur fyrir Oviedo sem erfitt var að ráða við en að öðru leiti átti Oviedo mjög góðan leik. Mirallas var feikilega sprækur og spil Everton oft á tíðum mjög gott. Í seinni hálfleik kom Coleman sterkur inn og Vellios kom nokkuð á óvart sem og Guye sem fór vaxandi þegar leið á leikinn. Einu ungliðarnir sem tóku þátt voru Grant sem kom inn á á um 78. mínútu og stóð sig mjög vel og Junior kom inn á þegar nokkrar mínútur voru eftir og var alveg skelfilegur satt best að segja.

Enn eiga okkar aðal framherjar eftir að spreyta sig, þ.e. Jelavic og Kone og verður gaman að sjá þá taka þátt að viku liðinni þegar Everton mætir Blackburn. Búast má við að fleiri komi til með að taka þátt í þeim leik eins og Heitinga, Howard, Barkley og að ógleymdum Barcelona stráknum Deulofeu.

Góð æfing í dag hjá Everton.

16 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Hvaða leikkerfi er RM að spila í þessum leik Elvar. Og ég sé að Fellaini spilar allan leikinn en þú minnist ekki á hann var hann slakur/áhugalaus eða var hann bara góður eins og oftast.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Fellaini og Gibson voru fínir, ekkert út á þá að setja, en það mæddi lítið á þeim (amk varnarlega séð) verð ég að segja, þar sem allt spil fór fram framar á vellinum eða á vinstri kantinum. Spil á hægri kanti jókst þó verulega í seinni hálfleik þegar Coleman kom inná.
    Mér fannst hreint út sagt enginn standa sig illa nema þá Junior en hann spilaði bara í um 7-8 mínútur en klúðraði öllu sem hann kom nálægt, öllu.
    Leikkerfi RM í þessum leik var 4-2-3-1 (með Gibson og Fellaini fyrir framan vörnina) en líklega er Martinez að bíða með að hafa tvo frammi þar til Kone, Jelavic eða Deulofeu koma inn í hópinn.
    Enn sem komið er þá er ekki að sjá stóra breytingu á leikskipulagi en mér finnst liðið spila af meira öryggi, halda boltanum betur og vera meira tilbúnir þegar svo skammt er liðið á undirbúningstímabilið.
    Vitandi það að liðið spili við Juventus 31 júlí og svo Real Madrid eða LA Galaxy og enda á t.d. öðru Inter liðinu hlýtur bara að pressa á að menn verði fit fyrir þann leik því allir, og ég meina allir, vilja taka þátt í þessum leikjum þó svo að einugnis sé um æfingaleiki að ræða .

  3. Ari S skrifar:

    Ég sá eitthvað af leiknum, reyndar allann en athyglin var ekki 100% á honum.

    Í sambandi við Fellaini þá var hann sko ekkert að gefa eftir í tæklingum var stundum alveg rétt við strikið fræga fannst mér. Vonandi sýnir „harkan“ í honum að hann er tilbúinn í slaginn. Mér finnst hann vera sterkari líkamlega en hann hefur verið, kannski er að vitleysa í mér en hann er gríðarlega öflugur og við hreinlega verðum að hafa hann áfram ef við ætlum að gera atlögu að 4. sætinu í deildinni á komandi tímabili.

    Með Fellaini 4. sætið (eða ofar). Án Fellaini 5-7. sæti. Mín spá.

    Yfirallt átti Fellaini fínan leik og hann og Gibson gerðu það sem þurfti.

    • Elvar Örn skrifar:

      Sammála með Fellaini, hann virkar gríðarlega sterkur og hefur ekki gefið eftir tommu í þessum tveimur æfingaleikjum sem búnir eru.
      Vona bara að að nýju mennirnir sem komnir eru geri það að verkum að Fellaini og Baines vilji vera áfram hjá Everton því það virðist bara vera að styrkjast.

  4. Ari S skrifar:

    …. það sem ég var að reyna að segja þá virkaði Fellaini EKKI áhugalaus … 🙂 (eins og hann á stundum til)

  5. Elvar Örn skrifar:

    Fann áhugavert Video af Ross Barkley í leik Englendinga á U-20 í sumar, hér eru klippur af honum gegn Egyptalandi.
    Ég sá hann spila með Englandi gegn Israel og hann var svakalega góður þar.
    http://www.englandfootballblog.com/2013/07/18/ross-barkley-highlights-from-the-u20-world-cup/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ross-barkley-highlights-from-the-u20-world-cup

    • Finnur skrifar:

      Takk fyrir vídeóið, Elvar. Mjög gaman að sjá Barkley in action. Hann var mjög líflegur í þessum leik, greinilega.

  6. Halldór S Sig skrifar:

    Oviado var mjög sprækur fannst mér. Hann á helling inni, þarf bara aðeins meira sjálfstraust og venjast enska boltanum. Virðist vera agaður atvinnumaður og með hausinn á réttum stað. En hvað er málið með þennan Junior? Klúðraði nánæst öllu sem var hægt að klúðra á nokkrum mínútum og svo tók ég eftir að þegar dómarinn flautaðu af leikinn dúndraði hann boltanum til fjandans eitthvað ósáttur??

    • Elvar Örn skrifar:

      Já þetta var stórfurðulegt með Junior, ég hélt að það væri ekki hægt að vera verstur á vellinum þegar maðurinn tekur bara þátt í nokkrar mínútur, en honum tókst það, hehe.
      Tók einnig eftir þessari hegðun hans í leikslok, þegar flautað er af þá neglir hann boltanum í burtu í einhverju pirringskasti og fékk maður bara kjánahroll þetta var svo bjánalegt eitthvað.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Enn er verið að tala um að Everton sé að bjóða í James McCarthy frá Wigan, nú á um 13.5m punda. Þó ekki áreiðanlegasti miðillinn hér að neðan, en þar fylgir neðst videosamantekt af hans framlagi gegn United:
    http://www.dailystar.co.uk/sport/football/327410/Everton-launch-final-bid-for-Wigan-s-James-McCarthy?
    Sjálfur hef ég of lítið séð til kappans til að geta lagt mat á það hvort þetta séu góð kaup eða ekki. Upphæðin finnst mér þó frekar há en sjáum hvað setur.

  8. Gunnþór skrifar:

    hann var hrikalega efnilegur og er að detta í það að vera hrikalega góður.

  9. þorri skrifar:

    Það er gott að vita að Martinez sé að prufa þessa nýju leikmenn okkar. Og líka að þeir eru að komast betur inn í liðið og Elvar takk fyrir upplýsingarnar. Ég er ekki sammála að Fellaini verði sá leikmaður sem kemur til með að stjórna leikjunum hjá okkur. Þess vegna vonast ég eftir því að hann verði seldur.

  10. Gunnþór skrifar:

    Fellaini á bara að spila sína stöðu sem er djúpur á miðjunni,hann er einn besti djúpi miðjumaður í evrópuboltannum í dag.Og Everton verður að reyna halda honum og bæta við meiri gæðum í hópinn.

  11. Finnur skrifar:

    Var að horfa á highlights af þessum leik og sýnist þetta hafi verið mjög auðveldur sigur — en það var líka viðbúið því það er mikill getumunur á liðunum. Það er erfitt að dæma um ástandið á liðinu á þessum tveimur æfingaleikjum — enn vantar menn í hópinn — hlakka til að sjá þá á vellinum.

  12. Finnur skrifar:

    Fellaini og Gibson eiga eftir að vera góðir í varnarsinnuðu hlutverki á miðjunni og Pienaar og Mirallas öflugir á köntunum. Osman og Barkley í sóknarsinnuðu hlutverki (og rótera við Pienaar og Mirallas eftir þörfum). Og svo heitasti sóknarmaðurinn/mennirnir af þessum: Kone, Deulefeo, Jelavic og Anichebe að berjast um stöðu(r) sóknarmanns(manna). Þetta verður athyglisvert. 🙂