Undirbúningur á fullu og einn þjálfari ráðinn

Mynd: Everton FC.

Roberto Martinez lét aldeilis til sín taka á leikmannamarkaðinum undanfarna daga og maður átti jafnvel von á að leikmennirnir héldu áfram að streyma inn. Þetta reyndist þó rólegri dagur en undanfarið en samt var eitthvað nýtt að frétta því ráðið var í þjálfunarstöðu. Dennis Lawrence var nefnilega í dag kynntur sem aðstoðarmaður Alan Stubbs við þjálfun á U21 árs liðinu (sjá viðtal). Dennis var partur af þjálfarateyminu hjá bæði Wigan og Swansea og þessi ráðning kemur því kannski ekki á óvart en það var snemma augljóst að Martinez vildi ekki bara þá sem stóðu upp úr sem leikmenn Wigan með sér til Everton heldur einnig þá stjórnendur sem hann treysti til að hafa sér við hlið. Lawrence er þegar mættur til starfa í Austurríki til að vinna með leikmönnum á undirbúningstímabilinu.

Leikmenn Everton flugu á þriðjudeginum til Austurríkis, fengu höfðinglegar móttökur og hafa nú nokkra daga til að undirbúa sig undir leikinn við Austria Vín (sem leikinn verður á sunnudaginn). Yfirlit yfir fyrsta daginn má sjá hér: myndasafn og vídeó. Myndasafn af degi 2 er svo hér en hægt er einnig að lesa hugrenningar Vellios-ar um fyrstu daga æfinganna hér. Og ekki má gleyma skemmtilegu viðtali við Silvain Distin.

Fimm beinar útsendingar af leikjum Everton í bresku sjónvarpi voru kynntar í dag og raskast leikjaplanið eitthvað af þeim sökum en fjórir heimaleikir og einn útileikur verða sýndir beint: Chelsea (heima), Newcastle (heima) Manchester City (úti), Tottenham (heima) og leikurinn við litla bróður (heima). Íslendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af beinum útsendingum því eftir því sem ég kemst næst hafa 365 miðlar tryggt sér réttinn til að sýna vel flesta leikina beint hér á landi.

Þetta er einnig tíminn fyrir slúðrið en nokkrir leikmenn voru orðaðir við klúbbinn í viðbót við þá sem komnir eru: Junior Malanda, Mohammed Rabiu, Aiden McGeady og Victor Moses að láni.

6 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Bara svona pælingar, en þurfum við fleiri leikmenn?
    Það virðist sem þegar önnur lið (gott dæmi er QPR í fyrra) hafa verið að kaupa mjög marga nýja leikmenn í einu þá næst ekki að mynda liðsheild. Ég held að ef að það fer enginn leikmaður frá Everton þá þarf klúbburinn ekki að bæta við mönnum.
    Auðvitað er maður alltaf þó til að fá topp leikmann til klúbbsins en ég held að við séum barasta í mjög góðum málum eins og staðan er í dag.

    Það er einnig mjög forvitnilegt að sjá hvaða form uppstillingar hann Martinez velur og er hann nú þekktur fyrir að spila oft bara þremur varnarmönnum en einnig að hafa 3 sóknarmenn. Það hefur oft pirrað mann í tíð Moyse hve slakir Everton hafa verið í fremstu línu en það á oft rætur sínar að rekja til uppstillingar, t.d. bara 1 maður í fremstu línu.

    Nú eru bara tveir dagar í fyrsta leikinn á Pre-Season sem er gegn Austria Vienna. Gaman að sjá að um sex leikjanna á Pre-season verður hægt að horfa á í beinni á EvertonTV.

    Góðar Stundir.

  2. Finnur skrifar:

    Everton er nú þegar með góða liðsheild þannig að hér er ekki verið að reyna að byggja upp nýtt lið frá grunni (og heldur ekki Mark Hughes sem sér um innkaupin – Ferguson forði okkur!!). 🙂

    Gæti trúað því að Kone færi beint í liðið (nema kvikni almennilega á bæði Anichebe og Jelavic á undirbúningstímabilinu), Deulofeu fær líklega marga sénsa til að sýna hvað hann getur gert en Robles fer örugglega ekki beint í liðið. Veit ekki með Alcaraz, efast um það en það fer náttúrulega eftir leikskipulagi og hvort allir séu heilir eða ekki.

  3. Finnur skrifar:

    Ekkert nýtt í þessu…

  4. Elvar Örn skrifar:

    Vorum við ekki á leiðinni að kaupa Leroy Fer á um 9 millur um áramótin. Nú er hann á leið til Norwich fyrir 4.5 millur.
    Hvað er í gangi?
    http://www.mbl.is/sport/enski/2013/07/12/norwich_ad_landa_fer/

  5. Finnur skrifar:

    Annar stjóri, aðrar áherslur. Grunar að Fer hafi átt að leysa Felli af í CDM stöðu því Moyes vildi hafa Felli frammi. Gæti trúað því að Martinez hafi lofað Felli að hann muni spila sína óskastöðu.