Liverpool – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Derbyleikurinn á Anfield að baki en hann endaði með 0-0 jafntefli, eins og ég reyndar spáði. Ætla að hafa þetta svolítið hraðsoðna yfirferð þar sem ég er á hlaupum.

Liðsuppstillingin: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Gibson, Osman, Mirallas, Fellaini, Anichebe. Varamenn: Mucha, Hibbert, Jelavic, Oviedo, Naismith og Duffy.

Leikurinn var á stuttum köflum fjörugur en oft nokkuð leiðinlegur og lítið áferðafallegur. Everton var betra liðið í fyrri hálfleik en Liverpool byrjaði þann seinni af miklum krafti og náði yfirhöndinni en svo jafnaðist þetta nokkuð út í lokin. Lítið um færi fyrstu þrjátíu mínúturnar en hvorugt liðið gaf sig og dómarinn helst í því að sleppa því að spjalda menn. Fyrst átti Lucas Leiva að fá gult fyrir að tækla manninn en ekki boltann en slapp. Svo átti Gerrard að fá gult fyrir háskaleik (takkarnir upp við andlitið — á Baines að mig minnir) en hann slapp líka. Svo þegar Gibson braut af sér og átti að skilið gult þá voru Leiva og Gerrard strax mættir að rífast í dómaranum fyrir að gefa ekki gult. Pínu hræsnarar þar á ferð, verð ég að segja. Agger hafði greinilega það hlutverk að djöflast í Fellaini, hélt honum í górillugripi inni í teig trekk í trekk og oft lá við slagsmálum þar sem Fellaini reyndi að rífa sig lausan á meðan Agger togaði í peysuna. Whatever.

Fellaini fékk frábært tækifæri til að komast yfir þegar fyrirgjöf kom frá vinstri, há fyrir markið. Agger hélt utan um Fellaini svo hann nær ekki að athafna sig en hann náði þó að slengja hælnum í boltann sem fór rétt framhjá fjærstönginni — Reina alveg strandaður.

Maður hefði verið sáttur við jafntefli fyrir leikinn en eftir að Distin skoraði löglegt mark sem var dæmt af var maður hundfúll með að fara bara með eitt stig. Ekki það að Liverpool hefði ekki átt færi — þeir áttu nokkur — en það var bara eitt lið sem skoraði og einhverra hluta var markið dæmt af. Endursýningin sýndi ekki af hverju og eins og ensku íþróttafréttamennirnir sögðu: „Distin saw a headed goal disallowed for a mystery infringement“. Týpískt.

Og ef einhver ætlar að halda fram að nú séu leikar jafnir eftir að Suarez skoraði löglegt mark sem var dæmt af í heimaleik okkar bendi ég á að Suarez átti fyrir löngu að vera komin með rautt spjald í þeim leik fyrir: 1) að ögra, 2) fyrir að traðka á Mirallas og 3) fyrir aftaní tæklingu á Distin sem var nóg — ein og sér — fyrir rautt spjald.

Það var annars unun að horfa á Distin og sérstaklega Jagielka í leiknum, þeir voru stórkostlegir að vanda og áttu oft frábærar klassatæklingar sem þurrkuði út sóknir Liverpool manna og ekki hræddir að kasta sér fyrir boltann í skotum ef þess þurfti. Howard átti frábæran leik í markinu og var mjög öruggur. Baines og Pienaar voru svolítið mistækir, sérstaklega Coleman en fyrirgjafirnar frá Baines hefðu mátt vera betri. Anichebe oft duglegur en tók stundum rangar ákvarðanir.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 6, Distin 8, Jagielka 8, Coleman 6, Pienaar 7, Osman 7, Gibson 6, Mirallas 7, Fellaini 7, Anichebe 6. Jelavic kom inn á í seinni og fékk 6. Liverpool fékk aðeins lakari einkunnir: Gerrard sá eini sem náði upp í 8, fjórir með 7 (þmt. markvörður þeirra) en restin í sexunum — nema Borini sem fékk 5.

Hvorugt lið náttúrulega sátt við stigið en það gerir þó mun meira fyrir okkur en Liverpool því stigið á Anfield fer mjög langt með það að tryggja að Liverpool nær ekki ofar í töflunni. Við þurfum bara að komast hjá því að tapa í næstu tveimur leikjum eða vinna annan þeirra (svo gæti Liverpool náttúrulega heltst úr lestinni upp á sitt einsdæmi, það hefur svo sem ekki vantað).

Það eru þó allar líkur á því að Everton endi fyrir ofan Liverpool annað árið í röð, og er það vel. Kannski bæti ég einhverju við umfjöllunina í betra tómi — sjáum til.

10 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    djöfull var þetta lélegur leikur, menn gátu ekki rassgat.
    og svo var dæmt af Everton löglegt mark

  2. albert gunnlaugsson skrifar:

    Hef séð marga betri leiki!!!!

  3. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Sammála síðasta ræðumanni:-)

  4. Hólmar skrifar:

    Þetta var með daprari derby leikjum sem ég man eftir. Fyrir utan markaleysið þá vantaði uppá hörkuna sem hefur oft bætt fyrir frekar dapra knattspyrnu í þessum leikjum. Maður vill sjá menn henda sér í tæklingar og láta andstæðingana finna extra vel fyrir sér í þessum derby leikjum. Það var helst að Fellaini væri í því með olnbogana á lofti alltof oft. Liverpoolmenn voru auðvitað hangandi í honum hvað eftir annað en hann verður að læra að taka því með jafnaðargeði. Alltof of dýrt að fjúka útaf í einhverjum pirringi.
    Annars var auðvitað ákaflega svekkjandi að markið hafi ekki staðið, alveg fáránleg dómgæsla. ALVEG!!!!(lesist með röddu Indriða)
    En eins og Finnur segir þá ættum við nú að ná að enda fyrir ofan Liverpool sem er huggun harmi gegn þar sem mjög ólíklegt er að Evrópusæti náist.

  5. Ari G skrifar:

    Skil ekki af hverju 6 sætið nægir ekki í UEfa.com eru ekki 4 ensk lið í keppninni. bikarmeistarar, deildarbikarmeistarar og lið í 5 og 6 sætinu skil þetta ekki. Sérstaklega ef city vinnur bikarinn. Swansea deildarbikarmeistari wigan Everton og liðið í 5 sætinu sennilega Tottenham. Leikurinn í dag var hörmung nema vörnin frábær meina leikmennirnar stóðu fyrir sínu nema leikurinn bauð upp á ekkert enginn barátta enda skiptir þessi leikur engu máli fyrir liðin nema stoltið.

    • Halli skrifar:

      8 sætið sem þeir fá stundum er fairplay sæti

    • Finnur skrifar:

      Þrjú efstu lið fara beint í Champions League (Man U, Man C og Chelsea. Miða hér og hér eftir við núverandi stöðu í deild).
      4. sætið fer í umspil um Champions League (Arsenal).
      5. sætið fer beint í Europa League (Tottenham) — sleppur við umspil.

      Sigurvegarinn í FA Cup fær Europa League sæti (nema þeir séu komnir í Champions League — þá fer sætið til þess liðs er tapar). Þetta í raun tryggir Wigan Europa League sæti, hvort sem þeir vinna City eða tapa fyrir þeim í úrslitum því City verður í Champions League að ári.

      Það er sama fyrirkomulag á League Cup nema hvað tapliðið fær *ekki* Europa League sætið ef sigurvegarinn fer í Champions League heldur fer það sæti til þess liðs sem er efst í deild. Það skiptir hins vegar ekki máli (Chelsea hefði þurft að vinna þá keppni) en Swansea slógu þá út og unnu síðan bikarinn. Swansea fær því það evrópusæti.

      Svo er náttúrulega Fair play sætið en þar gæti allt gerst. Ekki af því að Everton sé nálægt því að taka það heldur var haft eftir bæði stjóra Southampton og stjóra Liverpool að þeir ætluðu að neita fair play sætinu (ef þeim er veitt það) þar sem þeim finnist liðin eigi að fá að taka þátt út frá gengi í deild en ekki eftir því hvaða lið er prúðast. En þó að annað hvort þessara liða fái sætið — og neiti því — gæti alveg eins verið að næst-prúðasta (eða þriðja prúðasta) liðið verði valið frekar en að gefa sætið til liðsins í 6. sæti.

      Í stuttu máli, efstu fimm sætin gefa Evrópusætið. Mjög óljóst með 6. sætið.

  6. Halli skrifar:

    Það eina í þessu er að líklegast erum við fyrir ofan liverpool 2 leiktíðir í röð. Ég hefði líklega tekið stig fyrir leikinn ef það hefði verið í boði en núna vill ég öll 3.

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Finnst eiginlega að leikmenn beggja liða ættu að hundskammast sín.
    Þetta var ömurlega leiðinlegur leikur, það var eins og menn væru bara sáttir við markalaust jafntefli. Það er greinilegt að derbyleikir eins og þessi þurfa að vera á iðju tímabili, ekki þegar hvorugt liðið hefur að neinu að keppa.

    Algjörlega óásættanlegt fyrir okkur stuðningsmennina að leikmenn sýni svona áhugaleysi eins og í dag.