Arsenal – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Arsenal á útivelli í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik sem var í járnum allan tímann en reglulega leit út fyrir að öðru liðinu myndi takast að stela sigrinum.

Barkley kom óvænt inn í byrjunarliðið þar sem kletturinn okkar á miðjunni, Osman, náði ekki í hópinn, líklega vegna meiðsla. Fellaini tók hans stöðu og Barkley fékk að spila í holunni. Uppstillingin því: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum, Gibson og Fellaini á miðjunni. Barkley í holunni fyrir aftan Anichebe.

Everton byrjaði leikinn af krafti, var meira með boltann og skapaði sér þrjú færi/hálf-færi í fyrri hálfleik. Mirallas komst einn á móti markverði en missti boltann of langt frá sér þannig að markvörðurinn náði til hans. Gibson átti síðar flotta fyrirgjöf en vantaði mann. Jagielka (eða var það Coleman?) sendi svo stoðsendingu á 7. mínútu sem splundraði vörn Arsenal og setti Pienaar inn fyrir — einan á móti markverði en Pienaar skaut yfir slána úr ákjósanlegu færi. Illa farið með gott færi. Everton var nokkuð mikið með boltann og alltaf að „banka á dyrnar“ í leit að glufum en tókst ekki að komast í nógu góð færi.

Merkilega lítið að gerast hinum megin vallarins en Arsenal náði lengi vel ekki einu sinni skoti á markið og þegar það loksins tókst (á 24. mínútu) var skotið slakt og Howard ekki í neinum vandræðum. Fellaini greinilega vorkenndi þeim þegar hann átti furðulega hreinsun (innan okkar teigs) beint á sóknarmann Arsenal utan teigs en sá þakkaði bara fyrir sig og skaut yfir.

Næst fór svo í hönd tímabil þar sem liðin skiptust á að missa boltann og brjóta á hvoru öðru. Gibson fékk gult fyrir… tja, eitthvað sem mér sýndist Mirallas gera og hann var svo stálheppinn að fá ekki annað gult þegar hann stoppaði hraðaupphlaup með því að stíga fyrir sóknarmann Arsenal. Dómarinn var alls ekki samkvæmur sjálfum sér í fyrri hálfleik — kannski í þessu tilfelli að jafna fyrir mistökin áður en það var nokkuð um það að hann spjaldaði Everton leikmann og sleppti svo Arsenal manni fyrir sambærileg eða verri brot. Giroud fékk t.d. að klippa niður Coleman að aftan frá og sleppa alveg með það.

Barkley átti skot af löngu færi rétt fyrir hálfleik, alveg út við stöng en markvörður Arsenal varði. Barkley lagði svo boltann fyrir Anichebe sem var næstum kominn einn á móti markverði en varnarmaður Arsenal náði að pota í boltann.

Arsenal menn lifnuðu eiginlega ekki við fyrr en rétt fyrir hálfleik og fengu færi leiksins úr skyndisókn, frábær fyrirgjöf frá hægri (Ramsey?) og þar var Giroud mættur einn á móti markverði með varnarmenn í bakinu en stýrir boltanum á óskiljanlegan hátt framhjá markinu. Persie hefði klárað það færið. 0-0 í hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði pressu á Arsenal en þeir komust smám saman betur inn í leikinn og komust í sífellt hættulegri færi. Til dæmis þegar Baines átti aukaspyrnu á frábærum stað sem fór í vegginn og allt í einu komin stórhættuleg skyndisókn hinum megin, sem fjaraði svo reyndar út, sem betur fer. Sama með aðra stórhættulega skyndisókn þeirra nokkru síðar, reyndar. Stígandi samt hjá Arsenal, þó þeir næðu aðeins einu skoti á mark fyrsta klukkutímann (í 6 tilraunum) á móti þremur frá Everton (í jafn mörgum tilraunum).

Síðasta hálftímann var nokkuð meiri pressa á Everton en fyrstu tvo og Arsenal fengu nokkrar hornspyrnur í röð og einhverjar aukapsyrnur en vörnin hélt vel. En á 66. mínútu kemur moment leiksins þegar Barkley fékk boltann rétt utan teigs, lék á Arteta (að mig minnir) og náði að komast frá Wilshere og skaut þessu líka glæsiskoti að marki. Boltinn hins vegar sleikti utanverða stöngina við samskeytin en markvörðurinn átti ekki séns í boltann. Þetta var svona „Remember the name!!“ moment, samanber þegar Rooney skoraði sigurmarkið… gegn Arsenal á Goodison.

Pressan jókst þó stöðugt frá Arsenal en Everton gerði vel í að vera alls staðar fyrir og koma í veg fyrir að Arsenal menn kæmust í almennileg færi. Lappirnar á Fellaini þvældust alls staðar fyrir öllum boltum og Distin og Jagielka áttu fantagóðan leik sem og Coleman sem var algjörlega frábær í leiknum — skapaði usla frammi og var fyrsti maður aftur til að stoppa sóknir Arsenal manna. Eins og þegar hann stal boltanum af Arteta sem var að komast í dauðafæri. Arsenal mun hættulegri og litu oft út fyrir að vera að fara að skora en bæði lið greinilega staðráðin í að sækja sigur.

Anichebe komst reyndar í færi rétt undir lok leiksins þar sem hann átti að gefa sendingu út til hægri í teignum á mann í dauðafæri en ákveður að einhverjum orsökum að skjóta í staðinn af löngu færi og yfir. Honum var kippt út af med det samme á 90. mínútu fyrir Naismith. Jelavic hafði auk þess komið inn á tæpum 15 mínútum áður.

Þetta fjaraði svo út í lokin — engin almennileg færi í lokin og þrátt fyrir að bæði lið hefðu fengið tækifæri til að taka þrjú stig í leiknum endaði þetta því markalaust. Maður sér mikið eftir að Everton hafi ekki sett mark í fyrri hálfleik (hvað þá ef Barkley hefði skorað glæsimark í seinni!). Jafntefli mjög sanngjörn úrslit, þó maður hefði náttúrulega vonast eftir þremur stigum til að hleypa spennu í baráttuna um meistaradeildarsæti. Það er þó alls ekki slæmt að taka stig af erfiðum útivelli og spilamennskan fín.

Einkunnir Sky Sports: Howard 7, Baines 8, Distin 8, Jagielka 9, Coleman 8, Pienaar 6, Fellaini 8, Gibson 6, Mirallas 8, Barkley 8, Anichebe 5. Varamenn: Jelavic 6, Oviedo og Naismith með 5 (fengu bara örfáar mínútur). Svipaðar einkunnir hjá Arsenal, en nokkuð lægri: þrjár áttur, fjórar sjöur og fjórar sexur.

Nokkuð sammála einkunnagjöfinni. Vörnin öll og Howard í fantaformi, sérstaklega Jagielka og Coleman. Anichebe og Gibson áttu meira en 5 skilið og Barkley var frábær. Alltaf óttaðist maður það versta þegar hann fékk boltann þar sem hann getur verið mistækur, enda ekki nema táningur en hann átti flottan leik og hefði átt markið skilið (sem hann setti næstum því).

Draumurinn um meistaradeildarsætið ekki alveg úti en erfitt prógram fyrir höndum. Tveir næstu leikir (Sunderland úti og Fulham heima) eru leikir sem hafa reynst okkur vel undanfarin ár. Vonandi bara að sigurgangan haldi áfram þar. Áfram bláir!

21 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Skyldi það nokkuð verða…
    „Remember the name! Ross Barkley!!“ 😉

  2. Ari G skrifar:

    Sanngjörn úrslit 0:0 Ánægður að sjá Barkley miklu betri núna en um daginn. Coleman maður leiksins mín skoðun.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Sammála Ara G., Barkley fer vaxandi og ekki má gleyma að í dag var hann að spila í stöðu sem hentar honum betur en á kantinum, hann átti nokkrar flottar sendingar á Anichebe og einnig besta skot Everton í dag.
    Coleman var náttúrulega alveg brilliant í dag og gaman að lesa pósta nokkurra félaga hér frá því í byrjun leiktíðar þar sem hann fékk það óþvegið. Hreint út sagt mögnuð varnarvinna og hann er jú mjög öflugur á kantinum einnig.
    Þetta bakvarðarpar okkar (Baines og Coleman) er að verða öflugt og tenging þeirra við Pienaar og Mirallas eitthvað sem maður hefur ekki séð í mörg ár hjá Everton (þó hafa Baines og Pienaar átt um 2-3 góð ár á vinstri kantinum).
    Nú er Everton búnir að spila 6 leiki og vinna fjóra þeirra og tvö jafntefli.
    Það verður klárlega strembið að ná Meistaradeildarsæti og jafnvel Evrópusæti en það er greinilegt að liðsmenn Everton hafa ekki gefið þá von upp á bátinn.
    Næstu helgi mætum við Sunderland á útivelli sem völtuðu yfir Newcastle um liðna helgi en viku síðar mætum við Fulham á Goodison þar sem yfir 20 Everton sjúklingar af klakanum mæta á svæðið til að sjá Everton drullumalla yfir Fulham.
    Góðar stundir

  4. Ari S skrifar:

    Við vinnum rest, eins og Moyes vill. Ég sá seinni hálfleiinn og mér fannst við eiga möguleika. Skotið frá Barkley á 66. mín hefði alveg getað endað inni…. 🙂 Vörnin náttúrlega bara flott og frábær.

    Osman er búinn að vera slakur og hreinlega lélegur í síðustu leikjum, held bara að hann hafi verið hvíldur. Og það kæmi mér ekki á óvart að hann myndi líka vera hvíldur í næsta leik. Og kemur svo sterkur inn í leikina gegn Fulham /fyrir okkur) og Liverpool. Hef óbilandi trú á manninum, en hann þarf að vera ferskur 🙂

    Eins og ég segi … ég spái sigrum í fimm leikjum sem eftir eru og við tryggjum okkur evrópukepni. Verðum fyrir ofan Chelsea (sem eiga erfitt prógramm) og jafnvel fyrir ofan Tottenham líka. Ég er samt ekkert viss um að við náum Arsenal en það gæti alveg gerst sértaklega ef við vinnum síðustu fimm. Og þriðja sætið er okkar 🙂

    Áður en ég verð skotinn niður hérna hehe 😉 þá er þetta sérstakelga gert til gamans fyrir okkur…. en ég meina samt allt sem ég segi 🙂

    kær kveðja,

    Ari

    • Finnur skrifar:

      Osman var reyndar ekki hvíldur. Af Everton FC síðunni fyrir leikinn í dag: Jagielka misses Sunderland game but Osman back from injury.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég var víst einn af þeim sem voru vægast sagt ekki sáttir með Coleman í byrjun tímabils, en ég skal glaður éta það ofan í mig. Hann er búinn að vera stórkostlegur í síðustu leikjum og í kvöld var hann alveg magnaður. Þvílíkur leikmaður sem þessi drengur er orðinn.
    Annars var gaman og óvænt að sjá Barkley í byrjunarliðinu og hann stóð sig bara vel, og vonandi fær hann sénsinn í næstu leikjum til að láta að sér kveða.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Áhugavert atvik sem átti sér stað þegar flautað var til leikhlés.
    Mirallas frussar vatni úr brúsa á Wilshere sem er lítt hrifinn af uppátækinu, hehe.
    Sjá hér:
    http://www.101greatgoals.com/blog/arsenal-everton-tunnel-bust-up-mirallas-squirts-drink-at-wilshere-pictures-gif-video/?
    Eitthvað af liðunum fyrir ofan okkur, Tottenham, Chelsea og Arsenal munu tapa stigum áður en leiktíðin er úti og það verður gaman að sjá t.d. hver verður staðan eftir að við höfum mætt Sunderland og Fulham. Ég tel helstar líkur á að ná Tottenham og að við náum Evrópusætinu en vona auðvitað eftir Meistaradeildarsæti.
    Já og Jagielka var líka magnaður í kvöld og í reynd var vörnin að standa sig fantavel í þessum leik. Mér fannst Anichebe slakastur Everton manna en hann var þó ekki langt frá því að skora þegar Barkley átti magnaða sendingu á hann.
    Áhugavert hve vel við stóðum í Arsenal í dag á Emirates.

  7. Ari S skrifar:

    Leikirnir hjá topliðunum fram að leik okkar gegn Fulham eru þessir:

    Fulham v. Chelsea (gefum okkur að Fulhamm vinni)
    Fulham v. Arsenal (gefum okkur að Fulham vinni)
    Sunderland v. Everton (gefum okur að Everton vinni)
    Tottenham v. Manchester City (gefum okur að City vinni)
    Liverpool. v. Chelsea (gefum okkur að Liverpool vinni)

    Þetta er náttúrulega óskhyggja en ekkert rosalega mikið fjarlægt og EF þetta endar svona þá verður staðan þessi þegar keppum við Fulham.

    1 ManUtd
    2 ManCity
    3 Arsenal 60 stig (34 leikir)
    4 Everton 59 stig (34 leikir)
    5 Chelsea 58 stig (33 leikir)
    6 Tottenham 58 stig (33 leikir)

    Kommon látum okkur dreyma þetta er ekki fjarlægt…

    Og svo má enda með því að Fulham verður í skýjunum þegar þeir mæta okkur eftir tvo frábæra sigra gegn Arsenal og Chelsea og við vinnum þá nokku örugglega.

    kær kveðja,

    Ari

  8. Helgi Hlynur skrifar:

    Frábær leikur og ég trúi því að þetta sé ekki búið með evrópusætið en helvítis ruggl var að taka upp þessa 3 stiga reglu, ef hún væri ekki í gildi væri staðan þessi
    Man.Und. 54
    Man.City. 46
    Arsenal. 43
    Everton. 42
    Chelsea 41
    Tottenham 41
    😉
    Koma svo
    Helgi Hlynur .

  9. Halli skrifar:

    Mér fannst Fellaini frábær í þessum leik verndaði vörnina mjög vel hans besta staða á vellinum. Jags og Coleman voru líka outstanding. Enn bïðum við eftir sigri á þessum velli ég hefði örugglega tekið stigið fyrirfram en vil fara að sjá sigur þarna það eru bara 4 stig í 3 sætið tökum stefnuna þangað

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Frábær comment hjá Moyes í þessu viðtali.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/everton-fc/everton-fc-news/2013/04/17/100252-33187115/?

  11. Ari G skrifar:

    Núna er Everton með frábært byrjunarlið nema það vantar einn frábæran sóknarmann. Vörn Coleman, Jagielka, Distin, Baines. Miðja Fellaini aftastur Barkley stjórnar miðjuspilinu og Miralles og Pienaar á köntunum. Anichebe frammi með nýja sókarmanninum sem verði keyptur í sumar. Vissi ekki að Barkley væri svona góður loksins sýndi hann eitthvað að viti. Hefur góðan leikskilning, sterkur og duglegur allavega í þessum leik. Moyes er snillingur sjáið Coleman hann hefur tekið risastökk framávið.

  12. Ari S skrifar:

    Smá breyting á pósti mínum hérna að ofan, eftir leiki kvöldsins 🙂

    1 ManUtd
    2 ManCity
    3 Chelsea 61 stig (33 leikir)
    4 Arsenal 60 stig (34 leikir)
    5 Everton 59 stig (34 leikir)
    6 Tottenham 58 stig (33 leikir)

  13. Elvar Örn skrifar:

    Það er bara vika í stóru ferðina til Everton-borgar, eigum við að ræða það eitthvað? Kvizzzzz.

  14. Finnur skrifar:

    Fiðringur… má ég kynna þér fyrir maganum mínum…

    • Elvar Örn skrifar:

      Sorry, það er ekki vika í þetta, það eru tæplega 6 dagar þar til við hittumst allir á Panorama Bar á keflavíkurvelli 🙂

  15. baddi skrifar:

    Hlakka til að hitta alla á Panorama með einn til tvo kalda á kantinum kv Baddi 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Hvenær opnar á keflavíkurflugvelli? 🙂

      • Finnur skrifar:

        Þeir opna og loka eftir þörfum. Þetta er mikið í hollum hjá þeim, ef mér skjöplast ekki.