Félagsgjöld, árshátíð og Íslendingaferð!

Mynd: Everton FC.

Það er þrennt sem stjórn Everton á Íslandi langar að koma á framfæri við ykkur.

Félagsgjöld

Um miðjan mánuð (febrúar 2013) rennur út frestur til að greiða félagsgjöldin sem send voru til meðlima í gegnum heimabanka.

Félagatalið hafði ekki verið uppfært um nokkurt skeið né félagsgjöld innheimt og því var nýkjörin stjórn ekki viss hvaða viðbrögð félagsmenn myndu sýna þeirri viðleitni en það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum. Alls 130 voru á félagaskrá þegar stjórnin tók við en nú eru rétt rúmlega 150 meðlimir skráðir í félagið (sem er 15% aukning!) og höfðu 83 félagsgjaldagreiðslur borist þegar talningu lauk í kvöld. Meðlimir undir 18 ára aldri greiða ekki félagsgjöld og þegar þeir hafa verið undanskildir kemur í ljós að rétt rúmlega 60% af meðlimum á félagaskrá (sem haldið hefur verið utan um allt frá stofndegi, 6. maí 1995) greiddu félagsgjöldin. Brottfall var auk þess mun minna en stjórnin átti von á en aðeins tveir höfðu samband og vildu láta fjarlægja nafn sitt af félagaskrá og aðeins einn sem var látinn (Everton stuðningsmenn og konur greinilega langlíf)! 🙂

Þeir sem ekki hafa greitt gíróseðilinn í heimabanka hafa enn örfáa daga til að gera svo. Þau ykkar sem sjá ekki gíróseðilinn í heimabanka eða viljið skrá ykkur í félagið endilega hafið samband.

Árshátíð

Upp úr miðjum mánuði, eftir að fresturinn til að greiða félagsgjöld rennur út, fer stjórn að huga að verkefnum ársins en til stendur meðal annars að gefa út félagaskírteini sem og að skipuleggja árshátíð Everton á Íslandi. Líkleg dagsetning er 6. apríl næstkomandi en þá á Everton leik við Tottenham. Við sem viljum horfa á leikinn í beinni útsendingu myndum hittast fyrst, líklega á Ölveri, en svo myndum við gera okkur glaðan dag eftir leik. Smáatriðin (verð, matseðill, staðsetning, o.s.frv.) eru ekki ljós ennþá og ráðast að mestu af því hversu margir staðfesta mætingu á árshátíðina. Við komum til með að biðja ykkur um formlega staðfestingu á áhuga síðar en í kjölfarið auglýsa smáatriðin nánar (þegar ljóst er með mætingu). Endilega notið tækifærið núna og merkið dagatölin ykkar (og takið laugardaginn 6. apríl frá).

Íslendingaferð

Að lokum má ekki gleyma Íslendingaferðinni sem plönuð er þann 25. apríl til að sjá Everton taka á móti Fulham á Goodison Park. Allar upplýsingar um það er að finna hér.

6 Athugasemdir

  1. Einar G skrifar:

    Frábær hugmynd 🙂

  2. Gunnþór skrifar:

    Líst frábærlega á þetta standið ykkur frábærlega í þessu,það er farið að vekja eftirtekt litla Everton hornið á ölveri.Elvar þú verður að koma með sögunna af Badda og the cook.

    • Elvar Örn skrifar:

      Já ég skelli henni hér hinn fljótlega. Magnað atvik.

  3. Ásgeir Þorvaldsson skrifar:

    Mig vantar rukkun fyrir félagsgjöldum.Heimilisfangið er Kirkjuvegur 14 900 Vestmannaeyjar. Kveðja Geiri.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Búið er að færa Tottenham leikinn aftur um einn dag, frá laugardegi 6 apríl yfir á sunnudag 7 apríl, gott að hafa það í huga vegna hugsanlegrar árshátíðar.