David Weir kominn aftur til Everton

David Weir, miðvörðurinn sterki, er kominn aftur til Everton en hann spilaði 269 leiki með Everton á átta ára tímabili frá 1999-2007 og skoraði 10 mörk. David Weir, sem er orðinn 41. árs, mun fá tækifæri til að klæðast Everton treyjunni aftur þegar við mætum Liverpool enda vantar okkur sárlega menn til að spila miðvörðinn. Þó ber að vekja athygli á því að hann er ekki kominn til að spila með aðalliðinu (þó manneklan í þeirri stöðu hafi verið svipuð undanfarið) en hér er um leik varaliðanna að ræða og hlutverk Davids verður að hjálpa Alan Stubbs með þjálfunina á unglingaliði Everton sem og varaliði Everton, en Weir mun líklega spila eitthvað af leikjum varaliðsins eftir þörfum, til dæmis í Mini-derby leik varaliðsins við Liverpool (eins og áður sagði) þar sem Nsiala og Mustafi hafa verið lánaðir út og Duffy er meiddur á ökkla. 

Comments are closed.