Everton vs. Stoke

Á sunnudaginn kl. 15:00 mætum við Stoke á Goodison Park í von um okkar þriðja sigurleik í röð.

Einhverjir kynnu að halda að fimmtudagsleikur Stoke í Evrópudeildinni komi til með að há þeim en þegar liðsuppstillingin í Evrópuleiknum er borin saman við þeirra síðasta leik sést að þeir hvíldu marga leikmenn. Þeir hafa þó aðeins unnið einu sinni á tímabilinu eftir síðustu 6 Evrópuleiki enda eiga þeir löng ferðalög að baki í þessum leikjum. Væntanlega er markmið þeirra að standa sig vel í Evrópudeildinni og komast hjá því að falla í deildinni.

Hjá Stoke er óvíst með varnarmanninn Wilkinson en hjá okkur standa vonir til að fjórir leikmenn verði leikfærir á sunnudag, Drenthe, Rodwell, Distin og Neville. Distin var sagður á batavegi en Moyes horfir mögulega til hans að minnka hættuna frá sköllum Peter Crouch og félaga. Einnig hefur Rodwell verið að leggja sig fram undanfarnar vikur eftir meiðsli sem hann hlaut í landsleik með Englandi.

Sigurleikur Stoke í síðustu viku reyndist þeim mikill léttir — eftir fjóra tapleiki í röð í deildinni (5 ef leikur í deildarbikarnum er tekinn með) — en eins og BBC benti á þá áttu þeir aðeins 3 skot að marki í sigurleiknum gegn botnliðinu Blackburn í síðustu viku (og tókst að skora úr þeim öllum). 

Við höfum ekki tapað í síðustu sjö heimaleikjum gegn Stoke (unnið 5) og ef tapleikur okkar gegn þeim á útivelli í fyrra er undanskilinn þarf að fara aftur til tímabilsins 82/83 til að finna tapleik á móti þeim (tapleikurinn á heimavelli var tímabilið 80/81). Tölfræðin segir 67% : 21% : 12% (S:J:T) í öllum leikjum við Stoke frá upphafi. Stoke liðið hefur jafnframt fengið á sig 15 mörk í síðustu 5 leikjum, þannig að nú hlýtur að vera komið að Cahill að setja inn mark, eftir allt of langt hlé. 

Í öðrum fréttum er það helst að fyrrum leikmaður Everton, Gary Speed (sjá mynd), framdi sjálfsmorð í vikunni. Speed er flestum stuðningsmönnum Everton kunnugur en hann var um tíma fyrirliði Everton (liðsins sem hann studdi allt sitt líf) og það er vissulega mikill missir af honum en Independent sagði til dæmis að hann væri einn mest spennandi ungi knattspyrnustjórinn á heimsvísu. Margir af hans fyrrum félögum ætla að mæta á völlinn á Stoke leiknum en hægt er að sjá nokkrar myndir af ferli Gary Speed á Everton síðunni. 

Að lokum má geta þess að Shrewsbury og Scunthorpe framlengdu um einn mánuð lán sín á James Wallace og Shane Duffy. Einnig heyrðist það að Sean Johnson, markvörður bandaríska liðsins Chicago Fire tæki þátt í æfingum þessa dagana.

Comments are closed.