Wigan – Everton 1-1

Ekki mikið um þennan leik að segja. Wigan liðið stóð sig ágætlega, enda að berjast fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni en við, aftur á móti, vorum frekar slakir — eins og við höfum yfirleitt verið gegn "litlu" liðunum á tímabilinu. Það var gott að sjá Arteta og Cahill í byrjunarliðinu aftur eftir meiðslin, en það verður nú seint sagt að stjarna þeirra hafa skinið skært í leiknum því þeir voru báðir skugginn af sjálfum í leiknum, enda svolítið stirðir eftir sjúkraþjálfunina.

Það var lítið að gerast hjá okkur fyrir mark Wigan (á 21. mínútu) en eftir það lifnaði svolítið yfir okkur og Osman átti til að mynda gott skot að marki sem var varið en fiskaði síðan víti þegar hann var klipptur niður inni í teig. Hann var annars almennt að gera jákvæða hluti í sókninni en of margir léku undir getu, þmt. Arteta sem lét verja frá sér vítið sem Osman fiskaði. Ekki skil ég reyndar af hverju Baines fékk ekki að taka vítið, en það er annað mál. Hvað um það — ótrúlegt en satt þá fengum við annað víti í leiknum ("when it rains it pours", eins og menn segja) þegar Rodalegga, leikmaður Wigan, handlék knöttinn innan teigs í staðinn fyrir að skalla boltann og í þetta skipti fékk Baines að taka vítið og hann var ekki í vandræðum með að skora.

Lítið meira um þennan leik að segja. Við lékum langt undir getu og vantaði meira hungur í leikmenn. Fyrir leikinn hefðum við líklega verið ósáttir við 1 stig en eins og leikurinn spilaðist þá verður við að sætta okkur við það. Gaman hefði þó verið að sjá hvað hefði gerst ef Arteta hefði sett inn sitt víti. 

Skv. einkunnum Sky Sports voru markmennirnir menn leiksins. Howard með 9, Jagielka 7, Hibbert 6, Distin 7, Baines 8, Neville 7, Osman 7, Arteta 6, Rodwell 7, Cahill 6, Anichebe 6. Varamenn: Coleman 6, Beckford 5, Gueye 6. Hjá Wigan var markvörðurinn með 8 og sömuleiðis sóknarmaðurinn N’Zogbia sem og Moses (sem kom inn á fyrir N’Zorglubb). Restin hjá þeim voru sjöur og sexur.

Af leikmannamálum er það að frétta að Yakubu er sagður vera falur fyrir 2M og Craig Bellamy var orðaður við félagið. Jafnframt er enn í gangi undarlegur orðrómur um að Klose sé á leiðinni.

Comments are closed.