„El Pintita“

Jæja nú hrynja inn slúðurfréttirnar af leikmannamarkaðinum. Staðfest hefur verið að Everton er búið að leggja inn 8,5 milljón evru boð í "El Pintita" eða Fernando Gago, en hann spilar með Real Madrid. Gago er frá Argentínu og heyrst hefur að hann sé mjög ósáttur við að hafa vermt tréverkið að mestu á leiktíðinni. Hann vill fara frá Madrid, en óvíst er hvort að Pellegrini vilji missa hann. Gago er 23 ára og varnarsinnaður miðjumaður, hann kom til Real frá Boca Juniors árið 2007. Hann hefur spilað 28 landsleiki fyrir A landslið Argentínu síðan 2007.

Þá eru bornar til baka sögur þess efnis að Rakitic sé á förum frá Schalke, hvorki til Everton né annars félags.

Heyrst hefur einnig að Moyes ætli að bjóða 6,6 milljónir evra í Aiden McGeady sem spilar með Celtic. Aiden er 23 ára írskur kantmaður og hefur spilað yfir 200 leiki með Celtic og skorað í þeim 30 mörk. Greinilegt er að Moyes einblínir á miðjumenn fyrir janúargluggann.

Stærsta fréttinn er kannski sú að Moyes hefur sagt að hann hafi ekki á móti því að deila leikvangi með Liverpool. Hann sagði að saga félagana væri svo samtvinnuð að það ætti ekki að vera vandamál. Spurning hvort menn hafi álit á þessu?

Góðar stundir.

Comments are closed.