„Everton getur ekki skorað inn um hlöðudyr.“

Ekki fór nú vel fyrir okkar mönnum á sunnudaginn, en það þýðir ekki að væla það. Tim Cahill hefur reyndar gefið frá sér yfirlýsingu sem hljóðar eitthvað í líkingu við að "leikmenn Everton gætu ekki skorað um hlöðudyr." Vonandi er það nú ekki alveg rétt, en nokkuð ljóst þykir að menn þurfa að fara að reima skónna betur á sig.

Næsta verkefni er á morgun 2.desember klukkan 18:00, en þá er leikur í evrópudeildinni gegn AEK. Sigur er nauðsyn til að halda okkur inni í þeirri keppni. Yobo verður ekki með, eins eru Heitinga og Neill ekki gjaldgengir í leikinn. Talið er að Moyes muni spara Saha fyrir leikinn gegn Tottenham. Líklegt byrjunarlið er Howard; Gosling, Hibbert, Distin, Baines; Rodwell, Bilyaletdinov, Fellaini, Pienaar; Cahill ©; Jo.

Þá hefur heyrst að Moyes sé mjög hrifinn af Serbanum Danko Lazovic, sem leikur með PSV í Hollandi. Heyrst hefur að Danko sé til í að skipta yfir til Englands og Everton sé góður kostur í stöðunni. Moyes var að fylgjast með öðrum Serba Milan Jankovic en telur Danko betri kost. Spurning hvort að Moyes fái eitthvað fé til kaupa í janúar, en félagið skilaði 6,7 milljón punda tapi á árinu, sem er hrikalegur viðsnúningur. Kenwright er greinilega að leita mjög stíft að fjarsterkum aðilum til að koma að fjármögnun félagsins um þessar munir, hann hefur gefið það sterklega til kynna í fjölmiðlum upp á síðkastið. Einnig hefur hann gefið út stuðningsyfirlýsingu við David Moyes. Einnig er talið líklegt að Paul Scharner hjá Wigan komi yfir til Everton í janúar fyrir um 3 miljónir punda, en hann hefur gefist upp á Wigan. Ákvæði í samningi hans segir til um að það þurfi að borga 6 milljónir fyrir losun hans frá Wigan, en talið er að það gjald helmingist þar sem það er mjög stutt eftir af samningi hans.

Jæja þá er bara að vona það besta með morgundaginn, góðar stundir.

Comments are closed.