Vangaveltur

 

Ekki góðar fréttir, en komið hefur í ljós að Arteta hefur fengið sýkingu í hné, þetta þýðir að það lengist í að hann verði reiðubúinn til að spila á ný.

Saha er tæpur fyrir leikinn á fimmtudaginn, en meiðsli hafa verið að hrjá hann upp á síðkastið, hann er meiddur á kálfa.

Þá verða raddirnar háværari þess efnis að Moyes ætli sér að ná í Kim Kallstrom, talað er um að Moyes þurfi að reiða fram 4 milljónir fyrir hann. Hann þarf þó væntanlega að keppa við West Ham um Svíann.

Einnig er mikið talað um að Matthew Upson sé í sigtinu hjá Moyes, hann virðist reyndar vera í sigtinu hjá annsi mörgum. Samningur Upson er við það að renna út og talið er að West Ham reyni að fá sem mest fyrir hann áður en samningurinn er liðinn.

Enn reynir Mark Hughes að ná frá okkur mönnum, nú er talað um að hann vilji fá Rodwell, reyndar er einnig talað um að Sir Alex hafi augastað á þessum unga og knáa leikmanni.

Hvernig spá menn síðan í leikinn á fimmtudaginn? Hér fylgir list þeirra sem eru reiðubúnir í slaginn gegn Benfinca. Howard, Nash, Hibbert, Distin, Yobo, Baines, Cahill, Fellaini, Rodwell, Gosling, Coleman, Jo, Yakubu, Saha, Baxter, Wallace, Akpan, Agard, Duffy.

Góðar stundir.

Smá viðbót, hér er tengill á grein sem birtist á SOS1878.co.uk en hún fjallar um hvers vegna Evreton sé físilegur kostur fyrir fjárfesta, einnig er í greininni gagnrýni á Kenwright og hans "sparsemi" hvet ykkur til að lesa þessa grein. 

Comments are closed.