King Louie

Skiptar skoðanir eru nú um hæfileika P.Neville en ég held að við getum allir (flestir) verið sammála um það að hann hefur reynslu, leiðtogahæfileika og veit hvernig er að vera í vinningsliði, og það er ekki hægt að kenna á æfingu.

 

En nú fer að styttast í að Yakubu geti verið með á fullu, og þótt endurkoma Arteta hafið tafist þá opnast bara svigrúm fyrir "Billy the Kid" að stimpla sig inn og Pienaar að stjórna miðjunni.

Annars hefur Distin komið vel út úr síðustu leikjum, Heitinga að koma sterkur inn og ungu strákarnir að fá tækifæri.

Þannig að framtíðin er björt þrátt fyrir arfa slaka frammistöðu í fyrstu leikjunum. 

Comments are closed.