Lucas Neill til Everton (STAÐFEST)

Forsvarsmenn Everton hafa unnið hörðum höndum seinustu daga að styrkja liðið eftir að í ljós kom að meiðsli Philip Neville sem hann hlaut um helgina eru alvarlegri en fyrst var talið. Neville skaddaði aftara krossband í hnénu og verður frá í 3-9 mánuði.

Everton leikur sem kunnugt er í dag (fimmtudaginn 17. sept) í Evrópu-deildinni gegn AEK Athena og er í stökustu vandræðum með uppstillingu og þá sér í lagi með hægri bakvarðarstöðuna. Hibbert er í banni, Heitinga má ekki spila í þessari deild fyrr en í janúar, Yobo er fastur í miðvarðarstöðunni og Neville er jú meiddur. Moyse segist líklega setja Dan Gosling eða Jack Rodwell í bakvarðarstöðuna, en ég tel nú að Rodwell hafi spilað það vel á miðjunni að hann setji Gosling í bakvörðinn. Einnig eru miklar líkur á að nýliðinn Dinyar Bilyatedinov (Billy) spili á miðjunni í stað Neville.

Vænta má frekari frétta varandi Lucas Neill síðar í dag.

VIÐBÓT: Lucas Neill samdi við Everton fyrir leikinn gegn AEK Athena og er hann til eins árs. Nokkur vonbrigði að samninigurinn sé ekki til lengri tíma, en þó mjög ánægjulegt að sjá hópinn stækka og það af mjög færum knattspyrnumönnum.

Comments are closed.