I´m back

 

Þá er Moyes á eftir Johnny Heitinga og Scott Brown. Heitinga spilar með Atlético Madrid og hefur staðið sig nokkuð vel þar. Hann er 25 ára varnarmaður sem hefur skorað sex mörk með hollenska landsliðinu. Samt sem áður þá hefur Heitinga átt við meiðsli að stríða í gegnum árin og talað er um að hann sé mögulega að fá þriðja "comebackið" ef hann fer til Everton. Er það eitthvað sem við viljum?

Scott Brown er leikmaður Celtic í Skotlandi, hann er talinn vera annsi harður í horn að taka á miðjunni.  Hann byrjaði ferill sinn hjá Hibernian og lék 110 leiki fyrir þá og skoraði 13 mörk. Hann hefur leikið fyrir Celtic frá árinu 2007 og skorað 8 mörk. Hann er harðjaxl. Hentar væntanlega vel til að leika á móti liðum eins og Liverpool, Chelsea og West Ham. Spurning hvernig Moyes ætlar að spila úr þessum. En mjög líklegt er að hann skrifi undir á næstu 4 dögum.

Reyni að setja meira inn á næstu tímum, góðar stundir.

Comments are closed.