Diniyar Bilyaletdinov búinn að standast læknisskoðun hjá Everton?

Diniyar Bilyaletdinov er 24 ára gamall fyrirliði Lokomotiv Moscow. Hans aðal staða er vinstri kantur en einnig getur hann spilað attacking midfielder. Kaupverðið er talið vera £10m. Spurning hvort Moyes hugsi sér að færa Pienaar á hægri kant og setji þá Bilyaletdinov á vinstri kantinn.

Án þess að þekkja mikið til kauða þá hljómar það mjög vel í mínum eyrum þegar maður les að hann sé mjög snöggur. Einnig hefur hann skorað 31 mark í 149 leikjum með Lokomotiv Moscow og spilað 28 landsleiki með Rússlandi.

Einnig voru að berast jákvæðar fréttir með Yakubu, en hann á að taka þátt í leik varaliðsins á þriðjudag og verður kærkomið að fá Yakubu fljótlega inní liðið. Enda leikmaður sem er fæddur markaskorari.

Annars eru ennþá sömu nöfnin mikið nefnd sem eiga að leysa Lescott af hólmi s.s. Gary Cahill, Taylor, Huth, Senderos, Ryan Shawcross og nú er verið að orða okkur við Dunn.

Nú er einungis um vika eftir af glugganum og okkar menn þurfa allavegana 4-5 leikmenn ætli þeir sér að geta gert eithvað í deild, bikar og evrópu. Þannig að maður á eftir að liggja yfir netinu næstu daga eins og maður hefur að vísu gert í allt sumar en ennþá engin kaup orðið að veruleika. Sem vonandi breytist ef þessi frétt sé sönn.

Fann smá klippu af kauða á youtube sem hægt er að sjá með því að ýta hér

Comments are closed.