Everton fá tvo leikmenn

Vonandi að þetta verði ein af mörgum frábærum kaupum sem Moyes hefur gert í gegnum tíðina.

 

 

Einnig er Jo kominn aftur að láni og er hann nú þegar farinn til skotlands í æfingarferð með liðinu ásamt Mustafi. Ég tel framlínuna okkar mjög fína, þar sem Yakubu er að koma til baka úr meiðslum, svo höfum við Saha, Vaugahn og nú Jo aftur. Einnig höfum við Anichebe en spurning hvað Moyes geri við hann. Sjálfur hef ég trú á að Jo verði ennþá betri á þessari leiktíð en á þeirri fyrstu enda reynist fyrsta tímabil erlendra leikmanna í deildinni vera mjög oft  erfitt. Jo er einungis 22 ára gamall svo hann ætti að eiga nóg inni.

 

Þær stöður á vellinum sem ég tel mjög mikilvægt að fá leikmenn í eru, nr. 1 hægri kanntur, nr. 2 hægri bakvörður fyrst við sömdum ekki við Jacobsen. Svo  er mikilvægt að fá nokkra „squad players“ til að covera þegar menn meiðast og jafnvel einn miðjumann í viðbót. Ef við myndum hafa sömu gæði á hægri kannti eins og á þeim vinstri þá tel ég okkur vera í mjög góðum málum enda Baines og Pienaar frábærir leikmenn.

 

Síðan hefur legið í dvala í allt sumar og væri gaman ef við myndum rífa þetta aðeins upp hérna og rífa spjallið líka upp.

 

Áfram Everton!

 

Comments are closed.