Aðalfundurinn, uppfærsla!

Áfram Everton
Smá breyting:  Búið er að redda stærri og betri sal fyrir hópinn og munum við vera á Kaffi Jónsson/Keiluhöllinni en ekki Hamborgarabúllunni eins og til stóð. Nú munum við hafa stóran sal og breiðtjald til að horfa á leikinn, sem gerir þetta bara skemmtilegra.
 
Þeir sem koma alveg ofan af fjöllum þá erum við semsagt að fara að hittast til að horfa á leik Everton-Liverpool sem hefst kl 11:45 laugardaginn 27. September og er þessi „hittingur/aðalfundur“ á Akureyri í þetta skiptið.
 
Búið er að redda nokkrum tilboðum á staðnum:
5 Thule í fötu á 2000kr.
Hamborgari, franskar og bjór á 1250kr.
0,5L af bjór úr krana á 560kr.
 
Planið er þannig að fólk mæti í kringum 11. Haraldur formaður verður mættur um 10:30 og geta menn komið uppúr því ef menn vilja. Það er náttúrulega bara gaman að mæta snemma, mynda góða stemmingu fyrir leikinn, ræða aðeins um liðið og sjá upphitunina. Svo er meiningin að hafa Aðalfundinn eftir leikinn og ræða ýmis mál og er öllum velkomið að koma með góða og slæma punkta um klúbbinn og hvað má bæta.
 
Kosin verður síðan ný sjórn á fundinum.  Ef menn telja sig efni í stjórn þá mega menn endilega hafa samband við Harald formann (upplýsingar neðst). Ef þú sérð þér ekki fært að koma en vilt vera í stjórn þá er það alveg möguleiki og bara um að gera að ræða þetta við formanninn.
 
Svo þeir sem eru til þá er meiningin að hittast aftur um kvöldið og fara út að borða og svo í kjölfarið af því að fara út á lífið. Það verður rætt á laugardeginum hvert menn vilja fara og hverjir vilja fara.
Einnig verður greitt árgjald á staðnum og því meiri peningar sem koma því meira er hægt að gera fyrir klúbbinn hér á íslandi. Árgjaldið er litlar 2000kr og eru það tæpar 167kr á mánuði sem er náttúrlega enginn peningur fyrir að vera í þessum frábæra klúbb.
 
Einnig væri gaman ef menn kæmu með fána, myndbönd eða bara eithvað skemmtilegt tengt Everton. Svo verða menn náttúrulega að koma í þeim Evertonfatnaði sem menn eiga.
 
Skráning: Eins og ég var búinn að segja í fyrri greinum þá vill Haraldur formaður að menn skrái sig til að hann viti ca. fjöldann sem kemur. Svo að endilega hafið samband við hann eða sendið honum tölvupóst með staðfestingu á mætingu.
 
Ath! látið endilega alla vita af þessu og helst sem fyrst enda fer þetta að bresta á. Enga feimni hérna, allir að mæta og horfa á þetta með hópnum í stað þess að vera einir heima að horfa á leikinn. 
 
Haraldur Anton formaður:
halli18@simnet.is –  S:694-8009

Comments are closed.