Everton-Derby upphitun

Andrew Johnson 
Everton tekur á móti Derby á Goodison Park á morgun sunnudag kl 14:00. Þessi leikur er mjög þýðingarmikill fyrir Everton þar sem 3 stig eru algjör nauðsyn til að halda í vonina um 4. sætið. Liverpool gerði jafntefli gegn Arsenal í dag og þar að leiðandi munar 6 stigum á liðunum sem gæti síðan minkað í 3 stig ef sigur fæst á Derby, svo ekki er öll von úti enn.

Þeir leikmenn sem eiga séns á að vera með á morgun: Howard, Wessels, Hibbert, Neville, Yobo, Jagielka, Lescott, Valente, Baines, Carsley, Arteta, Osman, Pienaar, Gravesen, Fernandes, Johnson, Anichebe, Yakubu.

Pienaar er spurningarmerki þar sem hann fékk högg í leiknum gegn Liverpool og hefur hann ekki æft alla vikuna, svo hann verður líklega í mesta lagi á bekknum. Andy Johnson og Anichebe verða líklega komnir aftur inní hópinn gegn Derby sem er kærkomið, því að Yakbubu var einn og berskjaldaður í síðasta leik gegn Liverpool þar sem allir sóknar/sókndjarfir menn í liðinu voru meiddir nema hann. Ég vona að Moyes stilli upp 4-4-2 með Yakbubu og AJ frammi, það væri kærkomið að fá AJ til baka í byrjunarliðið þar sem hann var orðinn heitur áður en hann meiddist.

Ég vona svo sannarlega að okkar menn komi ekki inní leikinn með neitt vanmat þó Derby séu fallnir, því maður hefur séð það oft í gegnum tíðina að lið sem eru fallinn hafa oft unnið leiki eftir það. Sigur er nr. 1,2 og 3 á morgun og er kominn tími á að rífa sig upp úr þessu sleni sem er búið að vera í gangi í síðustu leikjum.

Áfram Everton!

Comments are closed.