Blackburn-Everton 0-0

Andrew Johnson tries to get past Zurab Khizanishvili

Everton voru rétt í þessu að gera 0-0 jafntefli við Blackburn á Ewood Park í Blackburn. Þetta var mjög opinn og skemmtilegur leikur en mennirnir sem skiptu sköpun í leiknum voru dómararnir. Bæði var Johnson neitað víti þegar hann tekur boltann á kassann inní teyg og varnarmaður Blackburn sparkar í lappirnar á Johnson, semsagt ekkert að reyna í boltann og ekkert víti var dæmt. Svo var það seinna atvikið á 85. mín. þegar Everton skoruðu fullkomlega löglegt mark þar sem James Vaughan sem kom inná sem varamaður vann boltann glæsilega með að vera á undan Fridel markmanni í tæklingu og svo nær Vaughan að senda á Johnson sem var enganvegin rangstæður og fer framhjá varnarmanninum og skorar, en línuvörðurinn sem var sannleika sagt búinn að vera útá þekju í leiknum dæmdi rangstöðu og rændi þar af okkar mönnum tveimur mikilvægum stigum í baráttunni um 4 sætið.

Everton hefði getað komist yfir fyrr í leiknum þegar þegar Arteta átti glæsilega þversendingu beint í lappir Fernandes sem skaut beint í Fridel og svo var Fernandes aftur á ferðinni þegar hann átti glæsilega aukaspyrnu í stöngina og var maðurinn óheppinn að skora ekki í dag.

Blackburn áttu líka tvö fín færi, eins og ég sagði var þetta opinn og skemmtilegur leikur, en það sem skipti sköpum í þessum leik var hálvitagangur að hálfu dómaranna. Afsakið orðaforðann, en ekki annað hægt að segja við svona vitleysu. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem af okkur eru tekin stig á leiktíðinni, því að menn muna eflaust eftir Everton-Liverpool þar sem Clattenburg fór hreinlega á kostum á hagnað Liverpoool. Þar sem Everton áttu t.d. að fá víti í blálokin en var neitað.

Comments are closed.