Sorglegt Tap

sorglegt tap

Everton tapaði rétt í þessu á mót Arsenal á heimavelli 1-4. Okkar menn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og náðu að komast yfir eftir mark Tim Cahill úr hornspyrnu Arteta. Auk þess sköpuðu þeir sér nokkur hálffæri.

Í síðari hálfleik snéru Arsenalmenn hinsvegar taflinu við með 2 mörkum frá Eduardo á stuttum tíma eftir að hafa fíflað Jagielka í bæði skiptin. Seinna bætti Adibayor (eða hvað hann heitir) markki við eftir fáranleg mistök Yobo og Howards. Og svo í lokin skoraði varamaðurinn Rosicky með góði skoti inn í teig.

Í byrjun leit þetta ansi vel út fyrir Everton, en 3 slæm varnamistök gerðu útum leikin fyrir Everton og annað tap Everton í 3 leikjum staðreynd. Svo er bara ða vona að Everton nái að finna formið aftur fyrir leikin á nýársdag sem er á móti M´boro á útivell.

Comments are closed.