Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tottenham – Everton 0-0 - Everton.is

Tottenham – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Everton hélt hreinu í dag á erfiðum útivelli sem reynst hefur okkur rýr hvað stigasöfnun varðar undanfarin ár. Það vantaði hraða og sprengikraft í liðið og kannski munaði þar um framlengda leikinn sem okkar menn spiluðu í miðri viku.

Uppstillingin: Howard, Oviedo, Stones, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Cleverley, Kone, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Pennington, Browning, Besic, Mirallas, Deulofeu, Naismith.

Everton menn léku alltof hægan bolta í fyrri hálfleik og voru þar af leiðandi allt of lengi að byggja upp sóknir. Þeir byrjuðu reyndar leikinn aðeins betur og virtust vera ná yfirhöndinni en það jafnaðist út þegar á leið. Tottenham gekk vel að pressa sóknarmenn okkar aftur og engin færi litu dagsins ljós fyrsta korterið í leiknum þangað til Tottenham menn reyndu skot utan teigs en framhjá stöng.

Besta og eina almennilega færi Everton í fyrri hálfleik kom strax þar á eftir þegar Cleverley stal boltanum af varnarmanni, tók skotið utan teigs en glæsilega varið í horn sem ekkert kom úr.

Tottenham fengu þrjú glæsileg færi frá 23.-32. mínútu og hefðu auðveldlega getað skorað þar en Howard vel á verði í öll skiptin og varði meistaralega.

Fyrsta skiptið var þegar Tottenham sneru vörn í sókn og sendu Kane upp völlinn í skyndisókn einn á móti markverði með allt Everton liðið að reyna að hlaupa til baka. Kane hikaði hins vegar upp við mark og Howard las hann vel og varði skotið í horn. Kane var reyndar hárfínt rangstæður (öxlin á honum klárlega fyrir aftan aftasta varnarmann), sýndist manni af endursýningu — þó þulirnir væru mér ósammála. Hvað um það.

Í annað skiptið reddaði Howard okkur þegar stunga kom inn í okkar teig vinstra megin og Howard varði skotið í horn. Stuttu síðar, varði Howard meistaralega skalla úr horni yfir slána.

Barkley átti skot af löngu á 40. mínútu en beint á markvörð og á 44. mínútu lenti Cleverley í tæklingu frá Eric Dyer og fór meiddur út af. Borinn út af á börum og þetta leit illa út fyrir hann. Mirallas kom inn á í staðinn.

Staðan 0-0 í hálfleik og Tottenham menn búnir að vera mun líklegri — Everton heppið að vera ekki undir í hálfleik. Eitthvert slen í gangi greinilega.

Engin breyting í hálfleik, hvorki á mannskap né gengi. Everton hélt áfram að skapa sér afar fá færi, Howard hélt áfram að redda okkur (til dæmis með stórkostlegri markvörslu á 55. mínútu) og mark Tottenham virtist liggja í loftinu.

Þeir opnuðu vörn Everton nokkrum sinnum í viðbót og dreifðu skotum víðs vegar í kringum markið en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Everton fékk þó tvö góð færi í seinni hálfleik til að klára leikinn (og næla sér í óverðskulduð þrjú stig), það fyrra á 57. mínútu þegar Oviedo náði flottri fyrirgjöf af vinstri kanti á 57. mínútu á Lukaku í teignum í ákjósanlegu færi en náði ekki skalla. Á um 70. mínútu var Lukaku svo skipt út af fyrir Naismith. Kone settur á toppinn og Kone var næstum búinn að skora eftir fyrirgjöf frá Oviedo. Flottur skalli sem fór rétt framhjá stönginni með markvörð þeirra áhorfanda. Everton tókst þó ekki að skora þar og korteri síðar kom Deulofeu inn á fyrir Kone.

En leikurinn fjaraði út í lokin og bæði lið þurftu að sætta sig við eitt stig. Everton klárlega sáttari við það, enda White Hart Lane ekki reynst okkar mönnum happadrjúgur undanfarið.

Einkunnir Sky Sports: Howard 8, Oviedo 6, Stones 6, Jagielka 6,  Coleman 7, Barry 7, Cleverley 6, McCarthy 6, Barkley 6; Kone 7, Lukaku 6. Varamenn: Mirallas 6, Naismith 6, Deulofeu 6. Spurs menn með svipaðar tölur, sexur og sjöur. Howard klárlega maður leiksins í dag.

28 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Howard með tvær geggjaðar markvörslur í fyrri hálfleik. Cleverley ekki langt frá því að skora hjá okkur annars erum við frekar passífir í fyrri hálfleik.
    Svekkjandi að Cleverley hafi meiðst í lok fyrri hálfleiks en líklega þurftum við að fá Mirallas eða Deulofeu inná til að fá meira út úr vængjunum. Mirallas kominn inná og nú langar manni bara að sjá Deulofeu einnig fá séns eftir frábæra frammistöðu í deildarbikarnum í vikunni.
    0-0 í hálfleik og Everton getur hæglega unnið þetta. Ekki verra að Liverpool steinlágu á heimavelli og Chelsea tapaði einnig, sigur í dag kemur Everton mjög ofarlega í deildinni, líklega í 4 sætið.

  2. Einar G skrifar:

    Þessi vörn í seinni hálfleik er algjörlega hriplek. Ótrúlegt að Tottenham sé ekki 3-4 núll yfir. Okkar menn í vörninni hljóta að hafa fengið sér í gær.

    • Ari S skrifar:

      já einmitt Einar vinur minn við fengum akkúrat á okkur helling af mörkum í þessum leik….;)

      kær kveðja, Ari

  3. Ari G skrifar:

    Hræðilegur leikur hjá Everton til skammar nema Tim Howard sem var stórkostlegur. Vonandi rífa þeir sér upp í næsta leik við Chelsea minnir mig.

  4. Finnur skrifar:

    Betra liðið gerði jafntefli, eins og Hreggviður orðaði það svo skemmtilega í Mosfellingasögu.

  5. Ari S skrifar:

    Martinez said he‘s not for sale and I was satisfied
    Chelsea want those kind of things
    that money just can‘t buy
    but I don‘t care that much for money
    money can‘t buy you Stones
    can‘t buy you Stones
    money can‘t buy you Stones…….

  6. Ari S skrifar:

    Ég er ánægður með jafnteflið í þesum leik og eitt stig.

  7. Eiríkur skrifar:

    Gott stig á erfiðum útivelli fyrir okkur.
    Og það líka að við vorum ekki að spila sérstaklega vel.
    Það verður spennandi að sjá okkur mæta Chelsea eftir landsleikja hléð.

  8. Eiríkur skrifar:

    Varðandi að fara á útileik í London.
    Er útilokað að fá miða á Arsenal / Everton ?

    • Finnur skrifar:

      Nei, Eiríkur, það er ekki útilokað en þú þarft að gefa rúman mánuð í fyrirvara (ca. 20 sept þar sem leikið er 24 okt). Kannski rétt að þú hafir samband við mig 15. sept. ef þú ert ákveðinn að láta reyna á það.

  9. albert gunnlaugsson skrifar:

    Fór eitt sinn á útileik (Reading ) 2007. Var á besta stað í Reading stúkunni. Ekkert gaman! Ef maður fer á svona leik verður maður að vera með Everton áhorfendunum!
    Fannst við heppnir að ná stigi úr leiknum í gær!

  10. Finnur skrifar:

    Howard í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/0/football/34104019

  11. Elvar Örn skrifar:

    Howard var jú magnaður. Er ekki alveg að skilja af hverju Deulofeu fékk ekki að koma fyrr inná eða jafnvel byrja inná eftir frábæra frammistöðu þegar hann kom inná í deildarbikarnum gegn Barnsley.
    Fannst Stones bestur í vörninni og kom á óvart miðað við alla pressuna og umfjöllunina liðna daga/vikur. Jagielka að gera meira af mistökum og Barry með 2-3 mistök sem hefðu auðveldlega kostað okkur mark, en Barry spilað vel að öðru leiti sem af er tímabili.
    Nú er bara Chelsea næst, skyldusigur verð ég að segja, hehe.

    En fyrst landsleikjahlé og svakalegir leikir framundan hjá Íslandi. Einn sá stærsti í langan tíma á fimmtudag gegn Hollandi, must að hanga amk á jafntefli í þeim leik.

    Annars hefur Everton verið upp og ofan það sem af er leiktíð, bæði slakir og jafntframt magnaðir (eins og gegn Southampton) og mér finnst önnur holning á liðinu og spái klárlega betra gengi en á seinustu leiktíð.

    Svo eru bara 2 dagar þar til glugginn lokar, það verður eitthvað að fylgjast með þar.

  12. Diddi skrifar:

    Til hvers þurfum við að kaupa Yarmolenko þegar Martinez spilar ekki með kantmenn?? Hvað á það að þýða að spila mönnum útúr stöðum bara til að koma þeim í liðið?? Hvaða stöðu ætlar Martinez þessum Cleverley???? Á þetta að vera eins og þegar Osman átti fast sæti í byrjunarliði hjá Moyes alveg sama hvaða stöðu hann spilaði. Cleverley er ekki kantmaður og Kone ekki heldur. Flestir sem hafa áhuga og vit á knattspyrnu vita að í dag þarf fljóta leikna kantmenn til að komast á bak við varnir andstæðinganna. Til þess höfum við Mirallas og Deulefeu(hvernig sem það er skrifað) og Yarmolenko ef hann kemur. Ætlar Martinez að halda áfram að nota Cleverley í þær stöður???? Stundum efast maður um stjórana og það er orðið leiðinlegt þegar maður vonar að tilteknir leikmenn meiðist eða fari í leikbönn til að sterkasta liðinu sé spilað. Út með Martinez ef hann heldur þessu áfram 🙂

  13. Ari G skrifar:

    Alveg sammála þér Diddi. Vill endilega hafa bestu og fljótustu vængmennina í liðinu Deulefeu og Mirallas. Mundi helst vilja hafa bara einn varnarssinnaðan miðjumann á móti veikari liðunum og spila helst alltaf 4-4-2 ef ég fengi að ráða. Vill gefa Martinez sjens þetta timabil. Draumaliðið mitt ef allir eru heilir er Tim Howard, VÖRN. Coleman, Phil, Stones, Baines, MIÐJA: Mirallas, Deulefeu, MaCarthy, Barkley. Sókn. Lukaku og Naismith/Kone

  14. Elvar Örn skrifar:

    Já það er agalegt að nota ekki gæði og hraða sem eru í Mirallas og Deulofeu en kannski býr eitthvað annað að baki eins og t.d. leikform sem við vitum að báðir hafa átt í basli með í upphafi leiktíðar. En báðir ættu að vera nánast fullfærir til að byrja og alveg klárt að þeir þurfa að taka þátt gegn Chelsea.

    Ég hefði meira en lítið viljað fá Yarmolenko og alveg klár að hann gæti komið vel út hjá okkur.
    Það er vert að skoða það líka að Everton er klárlega með breiðari hóp en t.d. fyrir 3 árum og margir góðir þurfa að byrja á bekknum og eru jafnvel ekki í hóp.
    Nú er Naismith (sem var flottur í fyrra) jafnan að byrja á bekknum, sem og Deulofeu (en munið að hann missti af um 3 vikur, tvær seinustu á undirbúningstímabili og fyrstu viku leiktíðar) og Besic sem margir vilja sjá meira af og Mirallas jafnvel. Já og að ógleymdum Osman sem er ekki lengur með áskrift að byrja leikina. Erum bara komnir með meiri breidd en enn og aftur sammála Didda og meira að segja vorum við Georg að ræða það fyrir seinasta leik af hverju þessir frísku kantarar byrjuðu ekki leikinn eða amk fengu að taka meiri þátt.

    Nú er bara 1 dagur og 1 klst eftir af glugganum svo ég tel að morgundagurinn verði gríðarlega áhugaverður. Mori kemur og??????

    • Diddi skrifar:

      Sjáið bara hvað hugrekki getur skilað i úrslitum Ch vs.Cp þar sem Pardew þorði að nota tvo vængmenn ?

  15. Georg skrifar:

    Held að Mirallas og Deulofeu munu byrja næsta leik gegn Chelsea. Þeir eru báðir búnir að vera meiddir og þessvegna reikna ég með að Kone og Cleverly hafi byrjað fyrstu leikina. Það er vont að missa út 2-3 vikur í pre-season. Martinez ætlaði t.d. ekki að láta Deulofeu spila svona lengi gegn Barnsley. Þeir fá núna tíma til 12 sept til að koma sér í alvöru leikform.

    Við hljótum að fara klára kaupin á Mori frá River Plate. Reikna með að atvinnuleyfið sé að hægja á þessu. Finnst skrítið hvað það tekur alltaf Everton langan tíma að fá atvinnuleyfi fyrir menn utan Evrópu. Veit að þau leyfi taka lengri tíma en finnst oft önnur lið klára þau hraðar

    • Diddi skrifar:

      sammála þér Georg með atvinnuleyfið, finnst alltaf að það sé miklu lengur í gerjun þegar Everton á í hlut 🙁

  16. Georg skrifar:

    Þá er það staðfest. Ramiro Funes Mori orðinn leikmaður Everton. 5 ára samningur og keyptur á £9.5m. Mjög spennandi leikmaður. Nú líður manni betur varðandi breiddina á vörninni.

    http://www.evertonfc.com/news/2015/09/01/blues-complete-mori-deal