Mynd: Everton FC.
Sunderland tryggðu sér þrjú afskaplega mikilvæg stig í botnbaráttunni á Goodison Park í dag en þeir náðu tveimur algjörum grísamörkum þvert gegn gangi leiksins — Everton á móti miklu meira með boltann og óðu í færum, opnuðu vörn Sunderland trekk í trekk en var bara fyrirmunað að klára færin sem þeir sköpuðu sér.
Uppstillingin: Howard, Coleman, Baines, Stones, Jagielka, McCarthy, Barry, Lennon, Barkley, Osman, Lukaku. Varamenn: Robles, Garbutt, Besic, Naismith, McGeady, Mirallas, Kone.
Everton settu nokkuð þunga pressu á Sunderland frá upphafi og héldu Sunderland að mestu á eigin vallarhelmingi í fyrri hálfleik. Howard hafði ekkert að gera í markinu hjá Everton — eitt skot á hann utan af velli, en beint á hann og þar með var ógnun Sunderland upptalin í fyrri hálfleik. Án bolta vörðust þeir á öllum mönnum með engan sóknarmann frammi. Augljóst að eitt stig var það sem þeir stefndu á, enda útivallarform þeirra búið að vera skelfilegt undanfarið en heimaleikjaform Everton frábært.
Á fyrstu mínútum átti Lukaku skot sem var blokkerað og Osman átti skot rétt framhjá stönginni stuttu síðar. Osman var mjög líflegur í fyrri hálfleik og sífellt að finna glufur fyrir menn. Eitt sinn komst hann inn í sendingu frá Sunderland manni við miðju og sendi boltann strax fram á Lukaku sem komst einn á móti markverði. En markvörður Sunderland kom fljótt út og rétt náði að hreinsa frá.
Pressa Everton hélt áfram fram til loka hálfleiks og tvö dauðafæri litu dagsins ljós í sömu sókninni rétt fyrir lok hálfleiks, Lukaku náði að komast inn fyrir, átti frábæra fyrstu snertingu þegar sendingin kom sem setti hann inn fyrir vörn — einan á móti markverði en aftur varið áður en hann náði að skjóta. Boltinn barst þó að lokum til Osman úti í teig örskömmu síðar og hann fékk frítt skot en í varnarmann, breytti um stefnu og fór til markvarðar.
0-0 í hálfleik.
Sunderland náðu upp smá pressu í byrjun seinni hálfleiks en svo hélt Everton uppteknum hætti og réði lögum og lofum það sem eftir lifði leiks. En fótboltin er skrýtin íþrótt því Sunderland skoruðu mark eftir skyndisókn þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Komust upp hægri kant og inn í teig en sendingin blokkeruð. Boltinn barst út fyrir teig og Sunderland maðurinn hlóð í skotið en, eins og öll skot Sunderland í leiknum fram að því, stefndi rakleitt út af – – nema hvað boltinn rakst í Jordi Gomez og fór í sveig yfir Howard og stöngin inn. 0-1 Sunderland, algjörlega gegn gangi leiksins.
Everton menn spýttu í lófana og bættu í og héldu áfram að opna vörn Sunderland og skapa færi en afgreiðslan upp við mark alls ekki nógu góð. Annað hvort komst markvörður á undan í boltann eða skotið var yfir eða framhjá. Þó nokkur skot voru blokkeruð af varnarmanni og í horn en Everton menn fengu um 14 hornspyrnur á móti aðeins einni frá Sunderland.
Barry fór út af fyrir Mirallas á 62. mínútu og Garbutt kom inn á fyrir Baines á 73. mínútu en í millitíðinni var Coleman óheppinn að ná ekki skot á mark í ákjósanlegu færi, lék á tvo varnarmenn en skotið innan teigs breytti um stefnu af varnarmanni og fór rétt framhjá.
McCarthy var rétt utan teigs og átti þrumufleyg í stöng á 72. mínútu — en inn bara vildi boltinn ekki.
McCarthy tók létt samspil við Lukaku og komst einn upp að marki en skotið yfir. Illa farið með enn eitt dauðafærið.
Coleman átti að fá vítí á 81. mínútu þegar Defoe sparkaði hann niður í dauðafæri akkúrat þegar Coleman var að fara að skjóta en ekkert dæmt. Rangur dómur sýndi endursýningin. Og Sunderland nýttu sér það og bættu við marki í næstu sókn. Og það seinna það var ennþá meira heppnismark en það fyrra. Skotið líklega á leiðinni út af (eins og venjulega) en fór í Coleman, breytti um stefnu og þaðan í lærið á Defoe og breytti aftur um stefnu og fór inn. 0-2 Sunderland.
McGeady inn fyrir Lennon í lokin en færin urðu ekki fleiri. Risastór þrjú stig fyrir Sunderland í botnbaráttunni.
Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 6, Stones 7, Jagielka 6, Coleman 6, McCarthy 6, Barry 6, Lennon 6, Barkley 6, Osman 7, Lukaku 6. Varamenn: Garbutt 6, Mirallas 6. Sunderland menn með sexur og sjöur fyrir utan Defoe og Cattermole sem fengu átta.
Þetta var nú auma prumpið!!
MARTINEZ BURT!!!!!!!!
ok, þeir sem vilja Martinez burt eftir þennan leik eiga bara að halda með Derby og Mclaren leiðinlega. Liðið var frábært í dag og spilaði stórgóðan fótbolta og gerði allt nema að skora mark. Sunderland skoraði tvö ljót heppnismörk og það telur. En svona er fótboltinn bara 🙂 Ef að þetta er bara Martinez að kenna þá er ég forseti Bandaríkjanna 🙂
Herra forseti!
Þegar ég segi Martinez burt þá er það ekki út af úrslitum í þessum eina leik heldur hefur allt tímabilið verið algjörlega hörmulegt.
Það er honum að kenna og engum öðrum.
Herra forseti……. 🙂
Hefði varla getað orðað það betur. 🙂
Segi sama og Finnur. 🙂
þetta er ekki honum eingöngu að kenna.Það eru líka leikmönum að kenna.ég held og vona að Martínes fái peninga til að kaupa fleiri leikmenn svo að breiddin verði meiri og betri.Þetta er mín skoðun.Við lítum björtum augum á framtíðina hjá okkar liði.