Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Nýr völlur í bígerð - Everton.is

Nýr völlur í bígerð

Mynd: FBÞ.

Everton kynnti í dag áform um að byggja nýjan völl Í Walton Hall Park í samvinnu við Liverpool City Council og bæði opinbera aðila og einkaaðila. Þetta er það mál sem er einna brýnast að leysa fyrir klúbbinn til að tryggja auknar tekjur klúbbsins í framtíðinni því helstu samkeppnisaðilar Everton um efstu fjögur sætin í deildinni eru allir þegar með völl sem geta tekið við mun fleiri í stúku — eða verða brátt með slíkan völl. Til samanburðar við Goodison Park (sem tekur 39þ manns) má nefna að Tottenham eru að flytja á völl sem tekur við yfir 56 þúsund manns, Chelsea og Liverpool eru að skoða að stækka sinn völl upp í 60þ, sem er sú stærð sem Arsenal eru nú þegar í, og United geta tekið við 75þ manns. Búið er að skoða möguleika á stækkun á Goodison Park en sá  kostur er of dýr til að svara kostnaði en einnig vantar sárlega betri aðstöðu á Goodison Park sem ekki er auðvelt að koma fyrir eftir á. Til að mynda er skortur á prívat stúkum sem hægt er að selja á mun hærra verði, eins og leiðsögukona í okkar síðasta Stadium Tour á Goodison benti á.

Það er gaman að sjá að staðurinn sem verið er að skoða er innan borgarmarkanna (og aðeins í nokkurra mínútnar fjarlægð frá Goodison Park) en margir voru ósáttir við áform sem uppi voru áður um að flytja til Kirkby, sem er fyrir utan borgina.

Borgarstjóri Liverpool sagði við þetta tilefni: „[We] see this as an opportunity to create an outdoor space with first-class leisure and recreational facilities that will really appeal to the local community. This is a starting point for something which could be a real game changer for this part of the city.“

Kenwright sagði jafnframt: „Like all Evertonians, I love Goodison Park and have done since the day I first set foot in the Boy’s Pen but the prospect of developing a new stadium, and a new and vibrant community, just down the road from us, is to be grasped and encouraged.“

1 athugasemd

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vona að þetta gerist og það verði byggður glæsilegur leikvangur sem hæfir okkar frábæra félagi.
    En ég held samt að þetta sé bara eitthvað Kings Dock dæmi sem aldrei verður neitt meira en einhver loftkastali.