Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Stevenage vs. Everton - Everton.is

Stevenage vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur er gegn Stevenage á útivelli í fjórðu umferð FA bikarsins á laugardaginn kl. 17:30. Við ættum að þekkja Stevenage nokkuð vel því við lögðum þá, reyndar svolítið höktandi, á heimavelli í upphafi tímabils í deildarbikarnum þegar Martinez var að stíga sín fyrstu skref með Everton. Martinez sagði fyrir leikinn að Stevenage komi til með að hafa yfirhöndina enda séu þeir séu á heimavelli.

Coleman meiddist í síðasta leik (gegn West Brom) en meiðsli hans voru sögð minniháttar. Ég held þó að ég tali fyrir flest okkar þegar ég segi að ég vilji hvorki sjá hann né Pienaar (sem einnig missti af leiknum við West Brom) nálægt einu sinni varamannabekknum svo þeir verði klárir gegn litla bróður á þriðjudaginn. Einnig vil ég að Martinez hvíli Lukaku og leyfi kannski Vellios eða Naismith að spila í framlínunni. Alcaraz gæti átt séns í bikarleikinn og Deulofeu er sagður „á leiðinni“ en nær líklega hvorki bikarleiknum né leiknum gegn Liverpool (nema kannski á bekkinn).

Ég ætla að giska á að mikið verði hróflað við liðinu og þetta verði uppstillingin: Robles, Oviedo, Heitinga, Jagielka, Stones, Osman og McGeady á köntunum, Barry og McCarthy á miðjunni, Mirallas fyrir aftan Naismith frammi.

Í öðrum fréttum er það helst að Coleman var valinn leikmaður desember mánaðar en hann lék 6 leiki og skoraði þrjú mörk. Og ekkert er að frétta af lánssamningu Traore frá Monaco, kannski vegna þess að sóknarmaður þeirra, Falcao, meiddist þegar stóð til að skrifa undir. Það ætti þó að koma í ljós á næstu dögum hvort eitthvað verði úr því eða hvort Martinez leiti annað.

Ég nenni einfaldlega ekki að fjalla um Anelka (sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum) og viðbrögð Lukaku við því að hann hefði verið kærður af knattspyrnusambandinu. Finnst það hálfgerðar ekki-fréttir. Hins vegar er rétt að geta þess að knattspyrnusamband Englands sektaði Everton um 45þ pund fyrir að hafa ekki farið að reglum þegar David Moyes reyndi að fá Jamaal Lascelles frá Nottingham Forest til liðs við sig. Klúbburinn hefur sagt að þeir muni ekki áfrýja en bæði leikmaðurinn var í kjölfarið aðvaraður og umbinn hans sektaður.

Af ungliðunum er það að frétta að það er greinilega markmið hjá klúbbnum að lána sem flesta úr U21 liði Everton til annarra liða, því 10. leikmaðurinn fór á dögunum að láni en það var Mason Springthorpe. Hann fór að láni í einn mánuð til Woking. Meðalaldurinn í U21 árs liðinu sem mætti Aston Villa U21 síðasta mánudag var því aðeins 17 ár en sá leikur tapaðist 0-1. Af vídeóinu að dæma voru þeir nokkuð óheppnir að tapa.

Óstaðfestar fregnir bárust jafnframt að hinn bráðefnilegi 15 ára kantmaður, Steven Kinsella, sem er þegar farinn að leika með U17 ára liði Írlands, hafi verið keyptur til Everton og farið beint í akademíuna. Þetta hefur þó ekki verið staðfest af klúbbnum. Kinsella var sagður hafa vakið áhuga United, City, Chelsea, Tottenham og litla bróður. Írski njósnari Everton sagði: „We’ve been working for two years to get Steven over the line, so everybody at the club is naturally delighted“.

En, næsta verkefni er Stevenage. Hver er ykkar spá?

8 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    4-0 Ekkert kjaftæði

  2. Ari S skrifar:

    2-2 og vító… við áfram.

  3. ólafur már skrifar:

    sælir það er sigur en er að spá mig vantar far á Ölver á morgun

  4. Finnur skrifar:

    Það myndi mögulega hjálpa ef þú segðir hvaðan þú vilt leggja af stað… Just saying. 🙂

  5. þorri skrifar:

    ég spái því að Martinrs stilli upp hálfgerðu varaliði og það fari bara 1-0 fyrir Everton.

  6. Eyþór Hjartarson skrifar:

    Everton vinnur 2-1

  7. þorri skrifar:

    er leikurinn síndur á ölveri strákar