Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Jelavic seldur til Hull - Everton.is

Jelavic seldur til Hull

Mynd: Everton FC.

Það var loksins staðfest í dag að félagaskipti Jelavic til Hull hefðu gengið í gegn. Söluverðið var ekki staðfest en hann skrifar undir 3ja og hálfs árs samning þar. Þetta hefur verið skrifað í skýin nokkuð lengi en tók nokkuð lengri tíma að ganga frá félagaskiptunum en menn áttu von á.

Jelavic átti frábæra innkomu seinni hluta tímabils þegar hann kom til okkar í janúarglugganum árið 2012, skoraði 9 mörk í 13 deildarleikjum (11 mörk í 16 leikjum ef allar keppnir eru meðtaldar) og allt sem hann snerti virtist enda í netinu. Hann spilaði heilt tímabil þar á eftir (37 deildarleiki) en skoraði aðeins 7 mörk og sýndi greinilega ekki nóg á æfingum og í leikjum á þessu tímabili til að vera fyrsti valkostur Martinez í sókninni. Hann bað því um sölu til að fá að fara til Hull með það fyrir augum að fá að spila reglulega til að eiga sem besta möguleika fyrir heimsmeistaramótið sem framundan er.

Við þökkum Jelavic kærlega fyrir allar minningarnar og framlag hans á þessum síðustu tveimur árum og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni (í öllum leikjum nema gegn Everton, að sjálfsögðu).

Möguleikarnir í sóknarleiknum jukust eitthvað með tilkomu Aiden McGeady en það gefur Martinez allavega kost á að stilla Mirallas uppi í framlínunni. Það breytir því þó ekki að það þarf mann í staðinn og Martinez hefur staðfest að hann sé að leita að sóknarmanni nú þegar Jelavic er farinn. Væntanlega losnaði við söluna einhver peningaupphæð, þó ekki sé vitað hversu mikið það er en þeir hjá Bluekipper þykjast vita að söluverðið hefði verið 6.5M punda (7.5M ef Hull halda sér uppi í Úrvalsdeildinni). Engin leið er þó að segja til um hvort það sé rétt.

Aiden McGeady fær treyju númer 7, sem Jelavic hafði áður.

29 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Við komum út úr síðasta glugga í góðum plús eftir söluna á Fellaini og Anichebe, svo erum við búnir að selja Jelavic. Svo að budget á milli 15-20m pund ætti að vera raunhæft sem hægt er að nota núna eða næsta sumar í leikmannakaup. Það væri áhættusamt að fá framherja lánaðan, þar sem það er ekki gott að reiða sig of mikið á lánsmenn. Mín von er að við fáum alvöru striker sem getur skorað mörk og að hann sé keyptur en ekki fenginn að láni.
    Michy Batshuayi hjá Standard Liege hefur verið mikið orðaður við okkur síðustu daga, hann er 20 ára framherji og hefur skorað 16 mörk í 32 leikjum á þessari leiktíð, þar af 14 mörk í 21 deildarleik. Þetta gæti verið framtíðarleikmaður en spurning hvort hann sé tilbúinn í úrvalsdeildina strax.

  2. Finnur skrifar:

    Jelavic sendi frá sér orðsendingu þar sem hann þakkaði kærlega fyrir sig fyrir allan stuðninginn sem hann hefur fengið frá stuðningsmönnum Everton, gegnum þykkt og þunnt. Sjá:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2014/01/16/jela-s-open-letter

  3. Halli skrifar:

    Það hefur allan tíman litið út fyrir að þessi sala og einnig á Heitinga færu í gegn í jan en ég hefði viljað sjá að menn væru klárir með back up í framherjann eins og staðan er núna. Ef Lukaku fær rautt í næsta leik ætlum við þá að spila á Vellios á móti liverpool? Ég veit að Mirallas hefur og getur mjög vel spilað þarna en þetta er rosalega þunn sóknarlína að mínu mati.

  4. Diddi skrifar:

    það er allavega fullyrt hér og á nokkrum öðrum vefsíðum, við skulum bara vona það 🙂
    http://efcfeelinblue.com/reports-martinez-swoops-for-traore/

  5. Diddi skrifar:

    ég ætla að vera svo djarfur að spá því að Rooney komi til baka til EVERTON í sumar, manutd missir af meistaradeildarsæti en hans elskaði klúbbur nær því markmiði og í kjölfarið kaupir Martinez hann til baka. Hversu sætt væri það nú, maður getur allavega látið sig dreyma. Sennilega er töluvert hár stuðull á þessu ennþá hjá veðbönkum. Spurning um að láta vaða. Góða helgi félagar 🙂

  6. Diddi skrifar:

    ánægður með að liv….. tapaði ekki í dag og líka að þeir unnu ekki, það eru ekki miklar líkur á að þeir tapi tveimur leikjum í röð á heimavelli skiljiði 🙂 Nú er að duga eða drepast, kjörið tækifæri á að vera fyrir ofan þá þegar við mætum þeim á Anfield og svo verður ekki litið til baka 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Þeir eru þremur stigum á undan okkur og með mun betra markahlutfall þannig að þó við vinnum á mánudag þá verð þeir samt fyrir ofan okkur þegar við mætum þeim, því miður.

      Að mínu mati verðum við að vinna á mánudag og svo að minnsta kosti að taka stig á analfield til að eiga möguleika á 4.sætinu. Ég er viss um að við eigum ekki eftir að misstíga okkur oft það sem eftir lifir tímabils en því miður á ég ekki von á að þeir geri það heldur.

    • Finnur skrifar:

      Nei, þeir eru tveimur stigum á undan.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Það er rétt.
        Tékkaði ekki á stöðunni minnti bara að þeir væru þremur stigum á undan.

  7. Elvar Örn skrifar:

    FRÉTTIR DAGSINS, FRÉTTIR DAGSINS
    Lukaku er búinn að klippa af sér dread-lokkana og er snoðaður, svakalegt og mun auka hraða hans í framlínunni verulega:
    http://bleacherreport.com/articles/1928391-evertons-romelu-lukaku-cuts-off-his-trademark-dreadlocks?

  8. Elvar Örn skrifar:

    Ég taldi engar líkur á því að Lukaku myndi koma á permanent deal til Everton eftir leiktíðina en margir fjölmiðlar eru að gæla við áhuga Everton á að halda kappanum, ekki skrítið en mjög mjög ólíklegt:
    http://swol.co/chelsea-will-make-a-decision-on-romelu-lukaku-in-may-says-roberto-martinez/32450?

  9. Elvar Örn skrifar:

    Við verðum að toppa þetta og fá Cahill á næstu árshátíð Everton á Íslandi:
    http://www.visir.is/robbie-fowler-a-leid-til-islands/article/2014140118846

  10. Finnur skrifar:

    Huh? Fowler who?

    Anyway… Að öðru: Tek það fram að ég nefni þetta ekki til að gagnrýna Jelavic (sem ég óska alls hins besta) heldur vegna þess að sumir voru ósáttir með söluna… Það lítur út fyrir að Jelavic hafi haldið uppteknum hætti í dag í sínum fyrsta leik með Hull gegn Norwich. BBC sagði eftir leikinn: „Jelavic looked busy and dangerous throughout but spurned a wonderful chance to make an impact“. Sounds like same old same old.

    Ég sá færið sem hann fékk og þetta var týpískt svona fyrsta-snerting-eftir-fyrirgjöf-færi sem Jelavic skoraði svo mörg mörk úr á sínum fyrstu 6 mánuðum með Everton (en hann fann ekki netið í þetta skiptið).

  11. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Ég verð samt að segja að ég óska Jelavic alls hins besta og vona að hann standi sig hjá Hull.
    Gaman að sjá Liverpool missa stig í dag sem gerir Everton kleift að fara fyrir ofan þá fyrir litla Derby leikinn.

  12. Finnur skrifar:

    Ætla rétt að vona að þú sért ekki að bíða eftir STÓRA derby leiknum því Tranmere eru, sýnist mér, á leið í D deildina! Þú gætir þurft að bíða ansi lengi! 😉

  13. Diddi skrifar:

    Þessi skýjakljúfur er í læknisskoðun hjá okkur samkv. fjölmiðlum, hefur meira segja náðst á mynd þar sem hann var að versla í Tesco og ökumaður frá Everton með honum. Þessi kann að skora gegn Liverpool og er 203 cm á hæð sem gerir hann hæsta útileikmann í deildinni. Fréttum ber reyndar ekki saman um hvort hann er að koma að láni eða hefur verið keyptur, einnig var eitthvað hamstrig problem sem kom fram í læknisskoðun hjá westham, en við erum samkv. fréttum að stela honum fyrir framan nefið á þeim. Vonandi verður hann með fljótlega og raðar inn mörkunum 🙂

  14. Finnur skrifar:

    Elvar var nokkrum sekúndum á undan mér með linkinn. Var með hann í klemmuspjaldinu í símanum. 🙂

  15. Diddi skrifar:

    http://prosoccertalk.nbcsports.com/2014/01/19/report-everton-on-the-verge-of-signing-traore/? Var búinn að copy- a þennan link, gleymdi bara að paste- a hann við fréttina. Tölvugúrúið ég 🙂

  16. Diddi skrifar:

    þetta er svo sem ekkert sem kemur okkur á óvart sem fylgst höfum með liðinu okkar…. en þarf þetta virkilega að vera svona??? http://www.transferleague.co.uk/league-tables/transfer-league-table-2003-to-date.html

    • Gestur skrifar:

      þarna er líklega ástæðan fyrir því að á Goodison hefur ekki komið bikar í 19 ár

  17. Finnur skrifar:

    Ef endalaus fjárútlát eru það eina sem skiptir máli þá erum við greinilega að skíttapa. Þú verður samt að horfa á þetta í samhengi við árangurinn á vellinum og að mínu mati er þetta enn ein skrautfjöðurinn í hattinn. LANG-neðstir í eyðslu en samt í og við Champions League sæti. Sýnir bara enn og aftur að við kunnum að fara vel með peninga.

  18. Diddi skrifar:

    það er himinn og haf á milli „endalausra fjárútláta“ og Everton fjárútláta Finnur

  19. Finnur skrifar:

    My point exactly.

  20. Finnur skrifar:

    Ég hef aldrei skilið af hverju við ættum að vilja vera efstir á þessari töflu. Það er enginn heiður að því. Það er árangurinn á vellinum sem skiptir máli.

  21. Ari S skrifar:

    Diddi, hann fékk rautt spjald í dag. Kaupum hann. Örugglega fínn leikmaður. 🙂