Everton voru rétt í þessu að ganga frá lánsamningi við Anthony Gardner sem er 27 ára gamall varnarmaður frá Tottenham. Gardner sem hefur átt mikið við meiðsli að stríða síðustu ár og til að mynda einungis spilað 4 leiki með Tottenham í vetur. Hann mun án efa koma í stað Stubbs sem var einmitt að fara til Derby fyrr í dag, þar sem Gardner er einmitt varnarmaður líkt og Stubbsarinn. Gardner á einn landsleik að baki með Englandi og var það í marsmánuði árið 2004 á móti Svíum.
Í mínum huga er Moyes einungis að hugsa um Garnder sem varaskeifu og kemur hann hálfpartinn í sama far og Stubbs var, semsagt á eftir Lescott, Yobo og Jagielka í goggaröðinni i miðvarðarstöðunni.
Einnig voru Everton að selja Anderson de Silva til Barnsley. Þessi brasilíski miðjumaður hefur átt í miklum erfiðleikum að komast í lið Everton og hefur til að mynda verið 3 mánuði af þessu tímabili á láni hjá Barnsley. Barnsley mönnum leist svo vel á kauða að þeir vildu endilega kaupa hann. Hann á eflaust eftir að styrkja þá, en hann virðist ekki hafa getuna í að spila á þeim standard sem Moyes vill sjá í liðinu.
Núna er klukkan orðin meira en 00:00 og ekkert meira sé ég í fréttum um kaup og sölu hjá Everton í þessum glugga. Everton eru búnir að kaupa Dan Goslin og fá Fernandes og Gardner að láni og selja McFadden, Silva og Stubbs og lánuðu eða seldu Bjarna. Svo það eru 3 inn og 4 út.
Svo er gaman að segja frá því að Pienaar er að koma til baka til Everton eftir að Suður Afríka datt úr Afríku keppninni. En svo var ég að lesa að hann sé eithvað meiddur og sá ég einhverstaðar að hann væri frá í 3 vikur, en sjúkraþjálfararnir hjá Suður Afríku sögðu þetta einungis smá hnjask svo maður vonar það besta. Hann mun líklegast ekki ná Blackburn leiknum en verður með á móti Reading svo lengi sem hann er ekki meiddur . Svo vonum við bara að Yobo og Yakubu fari líka að koma sem fyrst, en Yobo er kominn með hörku samkeppni um miðvarðarstöðuna eftir að Jagielka er búinn að vera eins og klettur í vörninni undanfarið með Lescott og hafa þeir tveir staðið sig mjög vel í fjarveru Yobo, svo það verður fróðlegt að sjá hvað Moyes gerir þegar Yobo kemur aftur. Segir þetta ekki bara mikið um hvað Everton eru komnir langt uppávið síðustu ár ef Yobo er ekki lengur öruggur í liðinu?
Comments are closed.