Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
William Ralph ‘Dixie’ Dean - Everton.is

William Ralph ‘Dixie’ Dean

dean

Í dag hefði Dixie Dean orðið 101 árs gamall. Hann fæddist 1907 og dó 1980. Hann byrjaði feril sinn hjá Tranmere Rovers. Þar munaði minnstu að hann léti lífið í leik þegar að mótherji hans braut illilega og viljandi á honum. Eftir að hann kom til liðs við Everton þá lenti hann í slysi og braut á sér höfuðkúbuna. Þessi harði nagli lifði þetta allt saman af og skoraði 379 mörk í 437 leikjum. Þar af náði hann 37 þrennum í leik. Hann skoraði 349 mörk fyrir Everton. Leikferill Dixie spannaði 15 ár eða frá 1924 til 1939. Á tímabilinu 1927/28 skoarði Dean 60 mörk í 39 leikjum. Þetta er enn met í efstu deild á Englandi.

Dean fór frá Everton til Notts County, síðan til írsks liðs Sligo Rovers áður en hann kom aftur til Englands til að spila fyrir Ashton United. Dean spilaði 16 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði í þeim 18 mörk. Hann er talinn af aðdáendum Everton besti leikmaður fyrr og síðar.

Comments are closed.