Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Arsenal - Everton.is

Everton vs. Arsenal

Mynd: Everton FC.

Á morgun kl. 19:45 mætir Everton liði Arsenal á heimavelli. Arsenal var síðasta liðið til ná sigri gegn Everton á Goodison (í mars á síðasta tímabili), en Arsenal byrjuðu þann leik af svo miklum krafti að maður velti fyrir sér hvort Everton liðið hefði verið vakið af værum blundi í búningsklefanum fimm mínútum fyrir leik. Eina mark Arsenal kom á 8. mínútu en Everton liðið tók sig svo á og náði að jafna með marki sem endursýning sýndi að var ranglega dæmt af vegna rangstöðu, en línuverðirnir í þeim leik áttu arfaslakan dag og gáfu Arsenal fimm rangstöður í röð sem áttu ekki rétt á sér. Arsenal menn sem horfðu á leikinn með okkur sögðust eftir leikinn þeim finnast stálheppnir að fara með öll þrjú stigin og maður var sammála því. Þetta var þó spark í rassinn fyrir okkar menn og næstu fjórir leikir (síðustu fjórir heimaleikir síðasta tímabils) enduðu með sigri Everton, með samanlegri markatölu 13-1. Árangurinn á heimavelli á þessu tímabili hefur líka verið ágætur, þrír sigra, þrjú jafntefli og ekkert tap en aðeins Man City á toppnum er taplaust heima.

En árangur Arsenal á Goodison Park hefur verið mjög góður undanfarin ár: Fjórir sigrar og eitt jafntefli en þeir hafa haft ákveðið tangarhald á Everton í gegnum tíðina því Everton hefur ekki unnið Arsenal í síðustu 10 tilraunum. Arsenal hafa þó orðið fyrir mikilli blóðtöku undanfarin ár, misst góða leikmenn fyrir síðustu tvö tímabil og ekki náð að styrkja sig til jafns við það. Vonandi verður því viðsnúningur á gengi Everton gegn Arsenal á morgun. Þeir hafa aðeins unnið tvo af síðustu sjö útileikjum á tímabilinu, gegn Liverpool og West Ham og þrisvar ekki náð að skora á útivelli. Núverandi stigafjöldi hjá þeim er sá versti síðan Wenger tók við og ekki hafa þeir Van Persie til að töfra fram mark úr engu eins og svo oft áður. Everton aftur á móti hefur ekki tapað nema tveimur leikjum af síðustu 20 og er með betra lið en síðast þegar þeir mættu Arsenal þannig að þetta verður spennandi leikur. Nú fer í hönd erfitt tímabil í deildinni þar sem væntanlega kemur í ljós hvort Everton verður með í baráttu efstu liða eins og glæsilegur árangur sýndi í upphafi tímabils eða hvort þetta sé að dala hjá okkar mönnum. Greining Executioner’s Bong á leiknum er hér.

Moyes var sposkur á fréttafundi og vildi ekkert gefa upp með stöðu á meiðslum en sagði að uppstillingin yrði svipuð og svo er Fellaini laus úr banni. Maður á eiginlega erfitt með að stilla upp miðjunni þessa dagana. Oviedo og Naismith stóðu sig mjög vel í síðasta leik og sá síðarnefndi var að skora sitt þriðja mark í 5 leikjum. Sumir hafa bent á að Pienaar virki pínulítið stirðari en oft áður — maður spyr sig hvort honum verði hliðrað til fyrir Fellaini (og Oviedo fái áfram vinstri kantinn) til að halda Pienaar ferskum? Ég á þó síður von á því en gaman að því hvað samkeppnin er orðin hörð á miðjunni þar sem Pienaar, Naismith, Oviedo og Mirallas eru oft að bítast um tvær stöður á vellinum — og Fellaini er náttúrulega sjálfvalinn. Ætla að skjóta á eftirfarandi uppstillingingu: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Hibbert (vona að hann sé loks orðinn heill). Osman og Hitzelsperger á miðjunni. Pienaar vinstra megin, Naismith hægra megin, Jelavic frammi með Fellaini sér til aðstoðar. Hjá Arsenal eru Abou Diaby og Andre Santos frá og Tomas Rosicky ólíklegur til að ná leiknum.

Koma svo bláir. Þrjú stig!

2 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Bæði lið búin að gera 4 jafntebli í síðustu 6 leikjum en nú kemur það hjá okkar mönnum höldum hreinu og vinnum 1-0 Jelavic

  2. Teddi skrifar:

    Þetta er alveg gefið, 1-1.
    MÓVember, mánuður jafnteflanna.

    Mertesacker með sjálfsmark og Arteta úr víti.