
Mynd: Everton FC.
Í kvöld var komið 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar með leik Everton við Brentford á þeirra heimavelli.
Ritari náði því miður ekki þessum leik, vegna anna, og leit að varamanni til að skrifa skýrsluna bar ekki árangur. Þetta verður því hálf snubbót skýrsla.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Harrison, Alcaraz, Lindström, Beto.
Varamenn: Virginia, Begovic, Patterson, Keane, Young, Chermiti, Heath, Iroegbunam, Sherif.
Brentford menn komust yfir með marki frá Wissa, djúpt í uppbótartíma fyrri hálfleiks, en varnarmaður okkar ungi, Jake O’Brien, jafnaði metin með skallamarki á 77. mínútu. Þetta var sjöundu leikur Everton í röð án taps í deild, sem verður að teljast ágætis árangur.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (6); O’Brien (7), Tarkowski (6), Branthwaite (6), Mykolenko (7); Garner (6), Gueye (6); Lindstrom (6), Alcaraz (6), Harrison (6); Beto (5). Varamenn: Young (6), Iroegbunam (6).
Maður leiksins (að mati Sky) var Mark Flekken, markvörður Brentford, sem segir ákveðna sögu, en Beto ku hafa fengið þrjú dauðafæri til að gera út um leikinn, en markvörður Brentford sá við honum.
Skrítin fyrri hálfleikur. Beto hefði átt að fara hægra megin ĺ fyrra færinu. Seinna var vel varið, hefði getað vippað enn hann er kannski ekki með tæknina. Markið var sofanda háttur, menn komnir inn í hálfleik. Lindström slakur. Veit ekki alveg hverju maður á von á í seinni. Hræddur um að Brentford liggi til baka og komi í skyndisóknir sem er eitthvað sem hentar þeim.
Hörmulegt að sjá hvernig Beto fór með færin. Ef færin eru ekki nýtt betur en þetta þá má víst þakka fyrir stigið.
Já þetta var frekar fúlt að að hann skyldi ekki skora en samt hann var góður að koma ser í færin… Ef það er hægt að hugga sig við það. Hefur skorað í 4 leikjum í röð… þetta hefði orðið sá fimmti…!
Frábært að sjá til Jake O’Brien, maður leiksins í kvöld!
ég sá bara seinni hálfleikinn…