Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
West Brom – Everton 0-0 - Everton.is

West Brom – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Martina, Williams, Holgate, Keane, Kenny, Schneiderlin, Davies, Gylfi, Bolasie, Calvert-Lewin. Varamenn: Robles, Jagielka, Ramirez, Lennon, Niasse, Lookman, Baningame.

Mjög gaman að sjá Bolasie í liðinu aftur eftir langa fjarveru.

Alan Pardew, stjóri West Brom, stillti upp í 4-4-2 gegn Everton sem spilaði með þrjá miðverði til að glíma við hættuna af háum fyrirgjöfum West Brom. Uppstillingin á skjánum sýndi 3-4-3 hjá Everton en leikaðferðin líklega meira í ætt við 3-4-2-1

West Brom með fyrsta færið, á 5. mínútu, eftir fyrirgjöf utan af kanti vinstra megin. Sóknarmaður þeirra rangstæður, en náði ekki (sem betur fer — því dómarinn sá ekki rangstæðuna) að stýra boltanum í netið. Var einn á móti Pickford fyrirgjöfin endaði ósnert aftur fyrir endamörk.

West Brom fengu svo flott skallafæri á 18. mínútu, aftur eftir fyrirgjöf frá vinstri, en skallinn upp við mark fór rétt yfir slána. Besta (löglega) færið í fyrri hálfleik.

Fyrsta skot sem rataði á mark kom svo rétt undir lok fyrri hálfleiks — langskot frá Brunt sem Pickford var ekki í miklum vandræðum með.

Ekki mikið annað að frétta í fyrri hálfleik — staðan 0-0.

Óbreyttur mannskapur í seinni hálfleik hjá báðum liðum.

Lítið að gerast þangað til á 61. mínútu þegar Lennon og Niasse var skipt inn á fyrir Bolasie og Calvert-Lewin. Like for like, eins og það heitir.

Dawson hjá West Brom var stálheppinn að sleppa við rautt spjald á 69. mínútu þegar hann gaf Gylfa olnbogaskot í andlitið eftir að hafa fengið gult fyrir *nákvæmlega* sömu sakir örfáum mínútum áður. Benni Baningime var svo skipt inn á fyrir Tom Davies.

Niasse komst inn fyrir vörn West Brom á 88. mínútu en Foster varði skotið með hælnum. Boltinn aftur til Niasse sem reyndi að skjóta yfir Forster en varið.

Og þar við sat. 0-0 niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Keane (7), Williams (7), Holgate (7), Kenny (7), Davies (6), Schneiderlin (6), Martina (6), Bolaise (6), Sigurdsson (6), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Lennon (5), Niasse (5). West Brom menn fengu 6 á línuna, fyrir utan Gibbs sem fékk 7. Maður leiksins: Jordan Pickford.

33 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Hef vonda tilfinningu fyrir þessum leik vonandi bara kjaftæði í mér.

  2. Orri skrifar:

    Sælir félagar.Ég hef fulla trú á mínum mönnum í dag ekki stór sigur en sigur engu að síður.

  3. RobertE skrifar:

    Bolasie í byrjunarliðinu, virkilega jákvætt, 0-2 fyrir Everton

  4. Diddi skrifar:

    Ekki oft sem maður sér réttfættan mann svona gjörsamlega einfættan eins og Martina er. Fáránlegt að geta nánast ekkert notað vinstri fótinn nema rétt að tylla í hann. Hann er eiginlega lélegasti leikmaður sem ég hef lengi séð klæðast fallegu treyjunni okkar. Þetta getur ekki versnað nema að Barry setji eitt á okkur 🙂

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta eru nú ljótu leiðindin en þannig eru leikir gegn WBA oft. Samt drullulélegt að eiga bara eina skitna marktilraun í fyrri hálfleik og ekki einu sinni á rammann. Vonandi lagast þetta í seinni hálfleik.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta endar 1-0 fyrir WBA

  7. Gunnþór skrifar:

    Erum komnir aftur um 10 ár í fótbolta sammála Didda vini mínum martina er skélfilegur.

  8. þorri skrifar:

    kæru félagar var að horfa á leikinn mitt mat ekki góður og ekki skemmtilegur.Bara ömurlegur leikur að okkar hálfu

  9. Jón Ingi skrifar:

    Mikið skelfilega er þetta orðin leiðinlegur fótbolti sem liðið spilar.

  10. Orri skrifar:

    Ég hélt að þetta væri á réttri leið hjá okkur en svo er greinilega ekki.Við voru mjög slappir í þessum leik en west Brom átti missa mann af velli á 75 mín ég er ekki bjartsýn á næstu 2 leiki í deildini ef við ekki spilum betur.

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég er hundfúll með þennan leik og spilamennsku Everton í dag.
    Miðað við þennan leik þá er Allardyce að breyta liðinu í kick and run lið þar sem sóknarleikur virðist bannaður.
    Ég get engan veginn skilið hvers vegna við vorum með fimm manna vörn allan leikinn. Mér finnst að það hefði alveg mátt fórna einum varnarmanni fyrir td Lookman, því WBA var ekki beinlínis að skapa mikið og það sárvantaði einhvern eins og hann til að láta eitthvað gerast.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Ég er þér hjartanlega sammála ef ekki er sótt þá verður ekki skorað sem þýðir að leikir vinnast ekki.Hann verður að breyta einhverju fyrir næsta leik hætta að eiblína svona á varnarleikinn og reyna bæta í sóknarleikinn.

  12. Gunnþór skrifar:

    Þurfum bara meiri gæði inná vellinum. Erum að verjast ágætlega en alltof mikið á kostnað fòtboltans.

    • Orri skrifar:

      Sæll Gunnþór.Það er málið enda er liðið ekki að spila fallegan fotbolta ég hef ekki mikla trú á að Sammi breyti því með fullri virðingu fyrir honum.

  13. Diddi skrifar:

    það hlýtur að vera svekkjandi fyrir Lookman að sjá Bolasie fara beint í byrjunarliðið í þessum leik. Líkt og að nýbónaður Ferrari bíði á hliðarlínunni og hlakki til að taka þátt í kappakstri en sjá síðan ryðgaðan Skóda (með fullri virðingu) dreginn inn á brautina til að taka stöðuna. Já, já Bolasie þarf að fá leiktíma en þetta er ekki rétta aðferðin að mínu mati. Svei þér Allardyce. Að fara á völl WBA með það eitt fyrir augum að reyna að ná stigi það vinnur þig ekki í áliti hjá mér því miður 🙂

  14. Georg skrifar:

    Held að allir geta verið sammála um að það vantaði allt bit í sóknarleikinn hjá okkar mönnum í þessum leik. Það er hinsvegar erfitt að kvarta yfir varnarleiknum eftir að Big Sam tók við.

    Mikilvægi Rooney í þessu liði varðandi sóknarleikinn hefur sýnt sig vel í síðustu tveimur leikjum. Hann bindur saman vörn og sókn hjá liðinu, er mikið að fá boltann og leitar með boltann fram á við. Mjög slæmt á þessum tímapunkti að missa hann í þessi veikindi. Hann verður vonandi klár í næsta leik sem er á laugardag. Hverjir sögðu aftur að hann væri búinn? Að mínu mati orðinn einn okkar mikilvægasti leikmaður.

    Sammála mönnum að Lookman mætti fá meiri séns, hann átti frábæran leik í evrópudeildinni og skoraði 2 mörk og hefur fengið lítinn séns eftir það.

    Ég fagna því að fá Bolasie aftur inn, hann er augljóstlega ekki orðinn 100% match fit en hann á eftir að vaxa með hverjum leiknum.

    Við þurfum sárlega að fara fá nýjan framherja. DCL er efnilegur en hjá liði sem ætlar sér stóra hluti þá þurfum við að fá meiri reynslu og gæði í framlínuna. Svo er spurning með Henry Onyekuru hvort það sé eitthvað option að fá hann í janúar, ég hef ekki kynnt mér það nógu vel hvort það sé möguleiki. Væri flott að fá Onyekuru og þá annan framherja í viðbót.

    Við erum núna jafnir Leicester í 8. sæti og höfum ekki tapað í síðustu 8 leikjum í öllum keppnum. Svo við skulum ekki missa okkur í svartýninni þrátt fyrir slaka sóknartilburði í þessum leik. Tölfræði síðustu 8 leikja: 5 sigrar, 3 jafntefli, 0 töp. Markatala: 14-2.

    3 stig í næsta leik væri vel þegið.

    • Orri skrifar:

      Sæll Georg.Ég held að menn séu ekki að missa sig í svarsýni eru menn ekki bara að tala um blákaldan veruleikan við verðum líka að þora að tala um það sem ekki er vel gert.

    • Diddi skrifar:

      Henry Onyekuru verður frá í einhverja mánuði vegna meiðsla http://www.allnigeriasoccer.com/read_news.php?nid=25953

      • Georg skrifar:

        Diddi ég var einmitt að lesa þetta núna. Þá er það ekki option. Ekki góðar fréttir, er mögulega frá næstu 6 mánuði. Ekki beint gott fyrir unga leikmann að meiðast svona. En óháð þessu þá þurfum við sáran að fá topp framherja.

        • Diddi skrifar:

          sammála Georg en við þurftum að fá hann sl. haust 🙂

          • Georg skrifar:

            Þar getum við verið sammála Diddi. Stærstu mistök sumargluggans voru að ná ekki framherjanum í stað Lukaku.

  15. Ari G skrifar:

    Höfum nóg af leikmönnum sem geta bætt sóknarleikinn en þeir eru ekki notaðir. Hvar er Lookman, Mirallas, Klaassen allt fljótir og skemmtilegir leikmenn. Það breytist ekkert nema það verði breytt um leikskipulag en þetta hefur lagast mikið við komu Sam með varnarleikinn. Núna eru Everton ekki lengur í fallhættu í bili svo Sam getur tekið sjensa. Það er vonlaust að keppa við 6 bestu liðin með svona spilamennsku. 15 stig i 7 leikjum er fínn árangur en það dugar ekki fyrir topp 6 því miður. Héld að Everto fari ekki ofar en sæti 7 í vor nema eitthvað breytist strax.

  16. Diddi skrifar:

    https://royalbluemersey.sbnation.com/2017/12/28/16824252/everton-transfer-fee-25-million-pounds-cenk-tosun-besiktas-striker-rumours-news-latest Samkvæmt Wikipedia er þessi maður orðinn leikmaður Everton 🙂 Það hefur svo sem gert áður að þeir hafi verið heldur fljótir á sér og miðað við leikmannakaup okkar manna verð ég hissa ef þessi maður verður orðinn leikmaður Everton 1. jan. Miklu frekar 21. eða þaðan af síðar 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég hef svo sem ekki séð þennan leikmann oft, held reyndar að ég hafi bara séð hann spila gegn Íslandi í undankeppni EM og HM.
      Hann gerði ekkert í þeim leikjum til að heilla mig.

      • Diddi skrifar:

        hræddur um að þetta sé enn einn meðaljóninn sem við erum að fá 🙂

  17. Diddi skrifar:

    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-5217845/Everton-remove-T-shirt-using-Kop-image-online-store.html markaðsdeild klúbbsins okkar enn og aftur með allt í skrúfunni. Hvað ætli svona aumingjaskapur sé búinn að kosta okkur í gegnum tíðina.

  18. Elvar Örn skrifar:

    Cenk Tosun var að skrifa eftirfarandi á Twitter:

    Kopites are gobshites.

    Velkominn til Everton Tosun 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Var reyndar sett á facebook (sem mynd af twitter) og ekki staðfest á official account, er að leita að þessu. Amk þá virðist hann vera á leiðinni til Everton, en aldrei staðfest fyrr en kemur fram á Official síðunni verð ég að segja.

  19. Gunnþór skrifar:

    Hefði viljað sjá öflugri framherja hann verður lágmark framá vor að finna sig í þessari deild.

  20. Elvar Örn skrifar:

    Slúður dagsins er meiriháttar áhugavert.

    http://www.visir.is/g/2017171228931/alfred-ordadur-vid-everton

  21. Diddi skrifar:

    glæsilegt að stilla upp 3 varnarsinnuðum miðjumönnum í útileik gegn 18. sæti Bournemouth. Þvílíkur metnaður hjá big Sam 🙂