Fyrirliðinn, Phil Neville, fer mikinn í fjölmiðlum á Bretlandseyjum þessa dagana. Hann gaf það út að leikmenn Everton þyrftu nú að spýta í lófana og hysja upp um sig brækurnar til að fara að ná viðeigandi úrslitum, sem sæma Everton. Hann gagnrýnir einna helst vörnina þar sem Everton er búið að fá á sig sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum, þar af sex á heimavelli. Hann segir jafnframt að í byrjun tímabilsins hefðu flestir haldið að vörnin væri sterkasti hlekkurinn í liði Everton, en svo virðist ekki vera. Hann sagði einnig að hann væri glaður yfir að félagsskiptaglugginn væri nú lokaður, þar sem nú væri hægt að hætta að velta fyrir sér hverja við værum að kaupa og hverja ekki og einbeita sér að leiknum. Eins og hann sagði í eigin orðum "Let’s cut the rubbish out and let’s get back winning matches."
Neville lét einnig hafa eftir sér að hann er mjög ánægður með að Louis Saha væri kominn til Everton, hann sagði að ef Yak og Saha myndu smella saman þá væri fátt sem myndi stöðva þá. Hann bætti einnig við að Saha væri góður liðsfélagi og gæti spilað með öllum. Hann sagði að hann væri einn sá vinnusamasti sóknarmaðurinn í deildinni og gæfi sig alltaf 100 % í leikinn. Hann sagði að nú væri það aðalmarkmið Everton að halda Saha í æfingu og láta hann spila.
Nú er ljóst að Stephane M´Bia skrifaði undir árs samning við Rennes, en miklar vangaveltur um hvort að Arsenal og Everton muni keppast um að ná honum í janúar glugganum. Það virðist allavegana vera nokkuð ljóst að M´Bia er ósáttur við að Rennes leyfði honum ekki að fara til Everton þegar tilboðið var á borðinu.
Að lokum við ég hvetja alla til að fara á aðalfundinn á Akureyri 27. september næstkomandi. Nú fer þetta að hrökkva í gang hjá okkar mönnum. Koma svo vera líflegir á spjallinu. Við munum gera okkar besta hér inni til að koma fréttum til ykkar. Endilega einnig sendið línu um hvaða fréttir ykkur finnst óþarfi og hvað vantar. Kær kveðja.
Comments are closed.