Mynd: Everton FC.
Nú fer að líða að bæði aðalfundi og árshátíð Everton klúbbsins en dagskráin er smám saman að koma betur í ljós. Eins og auglýst var hér og hér hefst dagurinn á Ölveri kl. 15:00 þar sem við höldum saman aðalfund. Þar verður stjórn kosin og mögulega einhverjar lagabreytingar einnig og því mjög mikilvægt að sem flestir félagsmenn mæti. Að því loknu ætlum við að horfa saman á leik Everton við nýliða Middlesbrough og fagna svo sigrinum í veislusal á Hverfisgötunni um kvöldið (húsið opnar kl. 20:00). Þar munum við skála saman og njóta hátíðarmatarins, líkt og undanfarin ár.
Stjórnin vill því biðja ykkur um að taka eina mínútu til að svara eftirfarandi könnun svo við getum áætlað mætingu. Það væri rosalega gott að heyra frá ykkur öllum — hvort sem þið haldið að þið getið mætt eða ekki. ATH: Ykkur er frjálst að boða mætingu og hætta svo við síðar.
sælir félagar þá er það Sunderland næst á mánudaginn á móti DAVID MOYES ekki amalegt að vinna gamla stjórann okkar. Það er alveg lágmark að vinna þennan leik og vera meðal 4 bestu í dag. ÁFRAM EVERTON