Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Ashley Williams keyptur - Everton.is

Ashley Williams keyptur

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti rétt í þessu um kaup á Ashley Williams frá Swansea en hann 31 árs miðvörður og fyrirliði velska landsliðsins (og fyrrum fyrirliði Swansea). Honum er væntanlega ætlað að fylla í skarð John Stones sem seldur var til Man City á dögunum. Kaupverðið fékkst ekki gefið upp en er talið vera á bilinu 9-12M punda (margar tölur verið nefndar). Williams skrifaði undir 3ja ára samning við Everton.

Williams var í liði Swansea sem vann ensku B deildina tímabilið 2010/11 og var fyrirliði þegar þeir unnu deildarbikarinn árið 2013. Hann var einnig valinn velski leikmaður ársins (2009) og var valinn í PFA lið ársins í ensku B deildinni tímabilin 2009/10 og 2010/11 (þegar þeir fóru upp).

Williams sagði eftir undirskrift samningsins: „Everton is a great club with an unbelievable manager – a world legend in football – and I believe the Club is going in the right direction. This is something I wanted to be a part of“. Og Koeman bætti við: „We wanted to bring in a strong player in the central defence position, a player who knows the Premier League and Ashley fits the bill for us very well. He is an experienced defender and the kind of player we need in the team. He is a leader. He showed this at Swansea and he has shown it for his country and he is looking forward to his new challenge here at Everton.“

Velkominn til félagsins, Ashley!

7 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Frábærar fréttir. Mikill leiðtogi þarna á ferð og að mínu mati einn af bestu miðvörðum heims í dag. Kemur með mikilvæga reynslu inn í liðið. Tel að hann eigi alveg allavega 2-3 góð ár eftir.

    Nú meiga fleiri kaup fylgja í framhaldinu

  2. Ari S skrifar:

    Frábærar fréttir 🙂

  3. Gestur skrifar:

    frábært að landa honum

  4. Robert E skrifar:

    Veit ekki hvað það er, en ég hef vonda tilfinningu fyrir þessu tímabili.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Mögnuð kaup verð ég að segja, verður gaman að sjá hvernig vörnin stendur sig í vetur eftir þessar mannabreytingar og með komu Koeman.

    Kappinn fær treyju nr. 5 skv þessu:
    http://royalbluemersey.sbnation.com/2016/8/10/12426792/ashley-williams-everton-squad-number-leaked-will-wear-number-5-john-stones-jersey

  6. Elvar Örn skrifar:

    Skv. Grand Old Team þá hefur Ashley Williams aðeins misst úr 48 mínútur alls á seinustu 8 árum í deildinni með Swansea. Þannig að ég hef ekkert svakalegar áhyggjur af því að hann er að verða 32 ára. Á pottþétt 3 fín ár eftir. Svakalega sáttur við þessi kaup. En nú vel ég meira, meira meira meira.