Mynd: Everton FC.
Everton mættu á Anfield til að leika við Liverpool í kvöld, en mættu eiginlega aldrei til leiks og töpuðu því verðskuldað. Það var vandræðagangur á vörninni fyrir leik, Jagielka og Coleman frá en framan af leit þetta þó ágætlega út en dalaði eftir því sem leið á. Miðverðir okkar áttu arfaslakan leik og botninn datt úr þessu algjörlega þegar Funes Mori var rekinn út af í byrjun seinni hálfleiks.
Uppstillingin: Robles, Baines, Funes Mori, Stones, Oviedo, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku. Varamenn: Howard, Niasse, Besic, Cleverley, Deulofeu, Osman, Pienaar.
Everton var betri aðilinn til að byrja með og meira að banka á dyrnar en leikur Liverpool batnaði þegar leið á — og þeir áttu eftir að ná yfirhöndinni um miðbik hálfleiks. Þeir áttu fyrsta dauðafærið þegar Lallana komst einn á móti Robles á upphafsmínútunum en Robles lokaði vel á hann.
Mirallas svaraði með því að sóla þrjá til fjóra Liverpool leikmenn á 11. mínútu en þegar hann komst í skotfæri utan teigs skaut hann yfir markið.
Coutinho svaraði með sama hætti stuttu síðar — með skoti yfir og Lucas átti einnig skot af löngu færi sem Robles sló frá. Stuttu síðar fékk Lallana svo frían skalla en hitti ekki markið. Þetta reyndist aðeins viðvörun því tvö skallamörk áttu eftir að líta dagsins ljós síðar í hálfleiknum — en ekki fyrr en Robles hafði þó aftur varið glæsilega, í þetta skiptið frá Firmino.
Bæði mörk Liverpool í seinni hálfleik komu á 5 mínútna kafla rétt undir lokin, í báðum tilfellum fyrirgjöf utan af kanti og Liverpool maður mættur með frían skalla. Í fyrra skiptið Origi á 43. mínútu og í seinna skiptið Sakho á 48. mínútu, rétt áður en flautað var til hálfleiks.
2-0 í hálfleik.
Besic kom inn á fyrir Barry í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks fékk Funes Mori rautt fyrir ljóta og í raun óþarfa tæklingu á Origi. Origi borinn út af á börum; leiðinlegt að sjá — vonandi ekki alvarleg meiðsli. En eftir þetta var þetta bara spurning um að takmarka skaðann. Ekki eins og Everton hafi mátt við að lenda manni undir — ekki voru þeir að standa sig nógu vel þegar jafnt var í liðunum.
Martinez skipti Cleverley inn á fyrir Barkley á 58. mínútu og Pienaar inn á fyrir Stones á 62. mínútu og eftir það vorum við með tvo miðjumenn (!!) í miðvarðarstöðunum (McCarthy og Besic).
Þetta var svo game over þegar Sturridge skoraði á 61. mínútu eftir stungu gegnum vörn Everton og Coutinho bætti við marki á 77. mínútu með flottu skoti utan teigs.
4-0 lokastaðan og líklegast lélegasti leikur sem við höfum séð Everton spila, ekki bara á tímabilinu heldur mun lengur. Þetta verður að teljast sérstakt áhyggjuefni fyrir leikinn á Wembley um næstu helgi. Veit ekki hvernig á að leysa miðvarðarstöðurnar: Mori í banni, Jagielka meiddur og Stones átti skelfilegan leik. Það er fátt um fína drætti í miðverðinum til að leysa af hjá okkur og ekki bætir úr skák að hægri bakvörður okkar (Coleman) er meiddur en Oviedo átti einnig skelfilegan dag í dag í að leysa hann af.
Væntingarnar til bikarleiksins við United minnkuðu til muna eftir þennan leik en eins gott að menn komi dýrvitlausir til leiks í næsta leik. Og þá er ég ekki að meina ‘dýrvitlausir eins og Mori’ í kvöld.
Einkunnir Sky Sports: Robles (7), Baines (5), Funes Mori (3), Stones (4), Oviedo (5), Barry (5), McCarthy (5), Barkley (5), Lennon (5), Mirallas (5), Lukaku (5). Varamenn: Besic (5), Cleverley (5), Pienaar (5).
Nokkuð sammála þessari einkunnagjöf. Robles langbestur en enginn annar í liðinu vann fyrir kaupinu sínu í kvöld. Man United næstir á Wembley á laugardaginn kl. 16:15.
eg er ekki að grinast en vill moyes aftur strax þetta er viðbjoður að horfa á
Þetta er ljótt og verður trúlega verra ????
Diddi minn? ??????og aðrir martinez aðdáendur? ????????
nu ma þetta martinez ÓGEÐ DRULLA SER I BURTU!!!!
þetta er lélegra lið heldur enn great escepe aldrei séð everton svona passion lausa
Þetta er nú framtíðar stjórinn okkar
Hver?
var aldrei í vafa um að við myndum jafna þegar bætt var við sjö mínútum
er einhver sem heldur að við vinnum united a laugardaginn með þennan kjana við stjornvoldin
Hvílík hörmung, held ég hafi aldrei séð lélegri leik hjá Everton þau þrjátíu ár sem ég hef fylgst með þeim. Þeir voru aumkunarverðir, þetta var eins og tvö lið að spila á eitt mark.
fanst eitt lið spila á 1 mark með fullt af keilum á vellinum
Flott tölfræðin í leiknum.
Martinez þú ert rekinn. Búinn að fá nóg. Þetta er ekki boðlegt lengur.
Miðað við kommentin hér að ofan þá var ég heppinn að missa af seinni hálfleik.
Miðað við kommentin hérna þá var ég heppin að leggja mig og gleyma leiknum þegar ég vaknaði og bruna upp í hesthús.
Staðan var 2-0 og fyrri hálfleikur nýbúinn þegar ég kíkti á Livescore í símanum… (43. mín og 45. mín) úff ég heppinn hugsaði ég. Það væri fróðlegt að athuga hvað við höfum fengið á okkur mörg mörk á síðustu mínutum fyrri hálfleiks og í lok leiks. Ætli leikmennirnir kunni ekki á klukku? Eða sofna þeir bara á síðustu mínútunum? Ég missti af öllum leiknum en statistikin er hræðileg sem og umsagnir frá leiknum.
En nú er það bara næsti leikur, við verðum að vinna hann og ekkert annað.
Það eru farnar að renna á mig tvær grímur með suma, segi ekki meir fyrr en eftir næsta leik.
Áfram Everton!
Hæ, ég hef ákveðið að koma með einn glaðning fyrir neikvæða klúbbinn…
Glaðningurinn er svona:
Ef að Sunderland vinnur alla sína leiki, Norwich vinnur alla sína og Everton tapar öllum. Ásamt því að Crystal Palace, Swansea City, West Bromwich Albion, Bournemouth og Watford vinnur einn leik hvert lið…. ÞÁ……. fellur Everton!
Við eigum einmitt að leika við Sunderland og Norwich City í tveimur síðustu leikjum.
NEEEIIIIIIII!!! Og ég sem hélt að við værum safe.
Djöfull var þetta ánægjulegt!
kæru félagar ég var að horfa á þennan leik.Fyrstu 20 mín vorum að alveg ágætir en eftir það þá var bara eitt lið á vellinum.Og það voru livepool menn.Að mínu dómi voru þeir mjög góðir.Markmaðurinn okkar hann sá um að þeir unnu okkur ekki stæra.Hann var sá einni sem var með lífsmark. Hjá okkur,Þetta var lélegasti keikurinn hjá okkar mönum í vetur. og er sammála burtu með martínes og bara strax
3 sigrar i deild siðan um áramót, þegar eg vaknaði i morgun var eg mjog spenntur að lesa fotboltafrettir þvi von min umm martinez rekinn staðfest er griðalega há von og get ekki hætt að kikja a toffeeweb i þeirri von
Manuel Pellegrini er að fara að taka við Everton í sumar, þið heyrðuð það fyrst hér.
Hvaða leikmenn verða í miðvarðar stöðum í FA bikarnum næstu helgi?
Jagielka er meiddur, Funes Mori í banni, Stones meiddur (veit ekki hve alvarlega), Browning meiddur, Gareth Barry meiddur (veit ekki hve alvarlega). Spurning með Galloway og já,,,,,Hibbert (væri meira en lítið til í að sjá hann spila hehe), Hibbert scores and we Riot (væri súrrealískt).
Það hefur enginn trú á að Everton vinni United um helgina, spurning hvort Everton nái að rífa sig upp eftir viðbjóðinn gegn Liverpool, líka spurning hvort menn hafi í alvörunni verið með hausinn á þeim leik.
Það myndi nú breyta öllu að vinna FA dolluna en djöfulli er það langsótt miðað við spilamennskuna þessa dagana. Svo er must að við íslensku Everton aðdáendurnir fáum góðan leik gegn Bournemouth um aðra helgi á ferð okkar í bítlaborgina.
Gangi ykkur vel á móti Man Utd. Þetta er ekki kaldhæðni, ég virkilega vill sjá ykkar sigur þar.
Varðandi leikinn. Ég held að leikmenn og þjálfarar hafi verið komnir með hugan að undanúrslitum bikarsins, Þið einhvernveginn voruð ekki gíraðir upp í þennan nágrana slag eins og oft áður.
Gummi (Liverpool fan)
Takk Gummi 🙂