Mynd: Everton FC.
Fyrir leik fengum við fréttir af því að félagaskipti á ungliðanum Matty Foulds frá Bury hefðu formlega gengið í gegn þar sem félagaskiptaglugginn er opinn en hann er örvfættur miðvörður sem var þegar farinn að æfa með liðinu.
Uppstillingin fyrir Tottenham leikinn: Howard, Baines, Mori, Stones, Coleman, Barry, Cleverley, Lennon, Kone, Barkley, Lukaku.
Leikurinn byrjaði rólega, Tottenham menn ívið sterkari og lítið um færi hjá Everton sem varla komust fram yfir miðju á löngum köflum.
Tottenham áttu fínt færi á 3. mínútu eftir fyrirgjöf frá hægri kanti frá bakverði þeirra en Coleman náði að hreinsa áður en Delli Alli þrumaði inn.
Kane átti stuttu síðar skot utan af velli sem fór í fjærstöng og aftur fyrir endamörk nærstangarmegin. Þar skall aldeilis hurð nærri hælum og Davies hjá þeim átti einnig skot í slá á 30. mínútu eftir horn.
En í millitíðinni skoruðu Everton. Það var ekkert að gerast þangað til á 22. mínútu þegar Baines vann boltann af harðfylgi við miðju, sendi stutt á Cleverley sem leit upp og sendi strax inn í teig á Lukaku sem skallaði til baka á Lennon, fyrrum Tottenham manninn. Og sá tók boltann á kassann inni í teig og aldeilis smellhitti hann í hliðarnetið. 1-0 fyrir Everton, þvert gegn gangi leiksins. Tottenham með 6 tilraunir að marki en enga á rammann (þar sem skot í tréverkið telja ekki). Everton með eina tilraun og hún gaf mark.
Fyrsta skot Tottenham á markið var að löngu færi utan af velli stuttu síðar en beint á Howard. Sú tölfræði gaf hins vegar alls ekki rétta mynd af leiknum fram að því.
Rétt fyrir lok hálfleiks jöfnuðu Tottenham. Líkt og í marki Everton var ekkert að gerast í undirbúningnum þangað til löng sending kom fram á fremsta mann, Delli Alli, sem tók hann frábærlega á kassann og þrumaði inn. 1-1. Og stuttu síðar flautaði dómarinn fyrri hálfleik af.
Engin breyting á liðunum í hálfleik en mikið betra að sjá til Everton í seinni hálfleik en í þeim fyrri, sérstaklega eftir skiptinguna eftir um klukkutíma leik.
Tottenham menn fengu reyndar dauðafæri upp við mark Everton á 50. mínútu þegar Kane komst einn upp að marki með Stones á eftir sér og algjör landsliðstækling frá Stones kom í veg fyrir skotið sem hefði örugglega gefið þeim mark.
Tvöföld skipting hjá Everton á 59. mínútu: Deulofeu og Besic inn á fyrir Kone og Lennon. Deulofeu fór á hægri kant, og Cleverley á þann vinstri og þetta lífgaði mikið upp á leik Everton.
Deulofeu átti til dæmis sína trademark sendi utan af kanti á 65. mínútu með Lukaku á fjærstöng en boltinn rétt yfir hausinn á honum í algjöru dauðafæri. Höfum oft séð hann skora úr svoleiðis færi.
Besic átti glæsilegt skot á 77. mínútu utan teigs sem leit úr fyrir að gera tilkall til marks tímabilsins en Lloris varði meistaralega alveg við slána og sló boltann yfir í horn. Þar hefði staðan átt að vera 2-1 og Mori hefði líka getað skorað með skalla úr horninu en boltinn sleikti utanverða stöngina.
Leikurinn var opinn og skemmtilegur allan seinni hálfleikinn og það jókst bara undir lokin en þá opnaðist leikurinn enn meira. Boltinn barst markanna á milli og bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin. Lukaku og Barkley fengu til dæmis báðir fín skotfæri í blálokin en Lukaku skaut yfir og skot Barkley var blokkerað.
Lokaniðurstaðan því 1-1 og geta bæði lið líklega vel við unað.
Einkunnir Sky Sports: Howard (6), Coleman (6), Baines (7), Stones (7), Funes Mori (7), Cleverley (6), Barry (7), Lennon (7), Kone (6), Barkley (6), Lukaku (7). Delli Alli hjá Tottenham maður leiks með 8 en annars mjög svipaðar einkunnir.
Skrítinn uppstilling, það á greinilega ekki að spila til sigurs í dag
Lennon verður í banastuði gegn sínum gömu félögum. Þetta er greinilega sigurlið hjá Everton.
ha ha ha hah a 1-0
🙂
Við þurfum að skora 3 í viðbót til að eiga möguleika á sigri.
Nei skora 1 og fá ekki á okkur mark þá vinnum við.
Haha hvaðan kom þetta, frábært hjá Lennon
Og ekki mikið síðra hjá Lukaku
við erum að gera allt með hálfum huga á meðan Tottenham eru ákveðnir og aggressífir í öllu sem þeir gera.
Tottenham miklu betri í fyrri hálfleik, pressa allt á meðan við leyfum þeim að vera á boltanum og gerum varla neitt til að trufla þá. Hörmuleg frammistaða í fyrri hálfleik og ekki okkur að þakka að við erum ekki 2 mörkum undir í leikhléi 🙂
Virðist vera áhugaleysi í Everton, menn eru bara ekki að nenna þessu
Þessi varnarvinna er alveg til skammar
Við erum eins og stráklingar á móti fullorðnum karlmönnum.Er þetta ekki örugglega á goodison.Þeir með yfir 60% með boltann.
sé ég tár á hvarmi strákar?
Já og það mörg,vona að þú sért ekki skellihlæjandi yfir svona spilamensku gamli minn.
Nei nei ég er nú sammála ykkur þetta er lélegt og ég er hræddur um að við töpum þessu 1-5
Kone má ekki fá boltann, þá erum við í vandræðum.
Já einmitt, þá fá hinir innkast.
Flott skot hjá Besic, hefði verið flott að sjá þennann inni…. áfram EVERTON!
Cleverly út Mirallas inn. Go for it!!
ef við hebbbbðum spilað eins og karlmenn í fyrri eins og við gerðum í seinni þá hebbbbbbðum við unnið þetta 🙂
Sammála,allt annað lið.
Djöfulli flott innkoma hjá Besic, algjörlega frábær og Dellifú kom líka með ógnun
Flottar 30 mínútur eftir að Besic kom inná. Hann er greinilega kominn í gang og átti frábæran leik í 30 mín. Það er það jákvæða sem ég tek úr þessum leik.
Kær kveðja, Ari.
sammála Ari S um Besic, hann var hrikalega öflugur bæði í að brjóta upp spilið hjá þeim og líka í sendingum
Eruð þið að grínast með breytinguna á liðinnu við þessar tvær skiptingar,þetta varð allt annað Everton lið sem allt í einu birtist þarna allt í einu.
Grautfúlt!!!
Ég neita að trúa því að einhver sé ánægður með þessi úrslit, við áttum að vinna þetta.
Ég held að það sé enginn að fara að reyna að segja þér það Ingvar minn 🙂
Miklu betra hjá Everton í seinni hálfleik, en ansi var jólatörnin rýr hjá okkur
Auðvitað hefði verið gaman að fá þrjú stig í dag,en maður gleymir ömurlegum fyrri hálfleik bara fyrir svona 30 mín í seinni hluta síðari hálfleiks Besic kom hrikalega vel inní þetta og spánverjinn líka,og maður spyr sig hvernig geta tveir leikmenn breytt einum leik svona svaðalega eða segir þetta eitthvað um hina tvo sem fóru útaf.
Nei, þetta segir ekki rassgat um þá sem fóru útaf. Þessir tveir Bešić og Deulofeu voru frábærir, við skulum ekki taka það af þeim með ofurdjúpum pælæingum.
Kannski segir þetta meira um snild Martinez að skipta þeim inn á á hárréttum tíma leiksins?
Það getur hver sem er grísast á að gera eitthvað af viti stundum. Meira að segja Martinez. Ég myndi ekki kalla það snilld og býst ekki við að hann álpist til að gera neitt þessu líkt aftur í bráð.
Gunnþór var að spyrja..hvernig geta tveir menn breytt svona einu liði…. það sem ég kom með í kkjölfarið var bæði álit mitt og hugleiðing…
Hvað var það sem skipti skipti sköpum á 60. mínútu og breytti gangi leiksins hjá okkar mönnum???
A) Brottfar Kone og Lennon af vellinum
B)Innkoma Deulofeu og Bešić
C)Ákvörðun Martinez að gera þessa skiptingu…
Það væri gaman að fá ykkar álit á þessu og velja til gamans gert eitt af þessum þremur atriðum. Var þetta grís hjá Martinez? Er Martinez ekki hluti af liðinu? Er hann bara vitleysingur/gaur sem tekur ákvarðanir sem að stundum heppnast og stundum ekki? Martinez kaflinn er sérstaklega til þín Ingvar 🙂
Kær kveðja, Ari.
Ari þetta er A,B,C
Já auðvitað er þetta ABC en hvað finnst þér vera ofar en annað?
svona vegna þess að þú sjálfur spurðir um þetta 🙂 🙂 🙂
„Gunnþór segir:
03/01/2016 kl. 18:05
Auðvitað hefði verið gaman að fá þrjú stig í dag,en maður gleymir ömurlegum fyrri hálfleik bara fyrir svona 30 mín í seinni hluta síðari hálfleiks Besic kom hrikalega vel inní þetta og spánverjinn líka,og maður spyr sig hvernig geta tveir leikmenn breytt einum leik svona svaðalega eða segir þetta eitthvað um hina tvo sem fóru útaf.“
Vill selja Kone strax en halda í Naismith. Já Besic var stórkostlegur. Fyrri hálfleikur var hörmung en seinna hálfleikur flottur sérstaklega síðustu 15 mín. Megum teljast heppnir að ná jafntefli eftir hræðilegan fyrri hálfleik. Vonandi kemur Besic inn fyrir Barry og Mirallas fyrir Kone Og Spánverjinn fyrir Lennon. Bíð spenntur eftir Jagielka og MaCarthy þá lagast allt og sigrarnir koma þá á færibandi.,
Nafni eina ástæðan fyrir því að við erum að selja Naismith (held ég sko) er að tilboðið sem við fengum í hann er of gott til þess að hafna því. Það mun enginn gera tilboð í Kone vegna þess að því þorir enginn held ég. Hann færi frítt ef að hann færi. Það er alveg eins gott að hafa hann áfram. Það er blóðtaka að hafa ekki Pienaar því að við höfum verið máttlausir á vinstri kantinum eftir að hann meiddist… allavega máttlausir miðað við það þegar hann og Baines voru saman á vinstri… Ég vil halda Naismith, sammála því.
Svakalega kaflaskiptur leikur.
Tottenham miklu betri í fyrrihálfleik en Everton náði samt forystunni, það er mjög sjaldséð.
Komum mikið ákveðnari inn í síðari hálfleik og í raun urðum við sterkari eftir því sem leið á leikinn.
Flottar innkomur hjá Deulofeu og Besic og líklega besti leikur Besic sem ég hef séð. Hefði samt sem áður enn og aftur viljað sjá Mirallas koma inná og þá t.d. fyrir Cleverley sem stóð sig annars vel en Mirallas miklu meiri kantari en Cleverley.
Kone enn og aftur slappur og kominn tími til að sjá Mirallas fá fleiri sénsa.
Óheppnir að stela hreinlega ekki sigrinum í lokin, en enn eitt jafnteflið staðreynd.
Drullumst til að komast í úrslitaleikinn í deildarbikarnum.
Svakalegt prógramm hjá okkur núna í Janúar og kominn tími á sigur hjá okkur.
Segi A) bara til að vera með.
A) Brottför Kone og Lennon af vellinum.
Verð illa svikinn ef Besic byrjar ekki á miðvikudag
PS.
Er von á 2016 dagatali?
> Er von á 2016 dagatali?
Dagatalið fyrir 2015 var gefið út á afmælisári klúbbsins hér heima og var sent á alla félagsmenn, óháð greiðslu. Það eru engin plön að gefa út nýtt fyrir þetta ár — þú verður bara að hengja það gamla aftur upp og fletta upp á janúar. 😉
Döðlur og ananas. (krakkablótsyrði)
Skil það samt vel því þetta kostar sitt. http://evertondirect.evertonfc.com/stores/everton/en/product/everton-2016-personalised-calendar/125033
Það er heilhveiti gaman að þessu, en jú þetta kostar sitt. 🙂
🙂
Michael Ball minntist á það í Liverpool Echo að þessi aukni kraftur í seinni hálfleik hafi komið með Besic og smitað út frá sér.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/michael-ball-besic-roused-everton-10685995
Góðan daginn félaga og gleðilegt ár og verði nýja árið enn betra hjá okkar mönnum. Sem ég held að verði.ÁFRAM EVERTON.svo allir með við erum flottir og glaðir