Brighton – Everton 0-0 (í hálfleik)

Mynd: Everton FC.

24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst með nokkrum leikjum, þar á meðal viðureign Brighton og Everton á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Everton liðið er í 10. sæti fyrir leikinn og hafa ekki tapað leik í síðustu þremur í röð — eru með 5 stig af 9 mögulegum. Brighton, sem eru tveimur sætum neðar, eru hins vegar sigurlausir í síðustu þremur, með tvö stig af 9 mögulegum. Með sigri gæti Everton komist í 7. sætið, og þar með upp fyrir Liverpool. Það er þó auðveldara um að tala en í að komast, því að Brighton hafa aðeins tapað einum á heimavelli á leiktíðinni en það var gegn Aston Villa.

Uppstillingin: Pickford, Keane, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Ndiaye, Dewsbury-Hall, Armstrong, Barry.

Varamenn: Travers, Coleman, Patterson, Iroegbunam, Alcaraz, Röhl, McNeil, Dibling, Beto.

Hvorugur af vinstri bakvörðum Everton (Mykolenko og Aznou) eru í hóp í dag og ekki víst hvernig brugðist verður við því. Það eru þrír miðverðir í byrjunarliðinu, en mögulegt líka að O’Brien og Garner verði notaðir í bakvarðarstöðunum í fjögurra manna varnarlínu. Það verður fróðlegt að sjá líka hvar Armstrong spilar en það verður líklega á kantinum þar sem Dewsbury-Hall verður líklega í holunni. Barry leiðir línuna í dag. Iroegbunam er jafnframt á bekknum, en hann hefur verið frá um skeið.

Lítið að gerast fyrsta korterið en svo fóru Brighton menn að færa sig upp á skaftið. Fengu skallafæri á 15. mínútu eftir horn en Welbeck, nálægt marki, skallaði framhjá vinstra megin. Mitoma komst svo einn á móti Pickford efitr laglegt spil í gegnum vörnina, en setti boltann framhjá marki hægra megin.

En eftir það lítið að gerast báðum megin. Everton greinilega að reyna að loka vel á Brighton, ekki að láta lokka sig út úr stöðum og gera þá (og áhorfendur) frústreraða. Eitt mark gæti verið nóg til að vinna þetta.

0-0 í hálfleik.

Restin af leikskýrslu kemur síðar. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!

1 athugasemd

  1. Ari S skrifar:

    Þetta kallast að jafna í Blálokin

Leave a Reply