
Mynd: Everton FC.
Þá er komið 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og í kvöld leikur Everton við Brentford á þeirra heimavelli. Flautað verður til leiks kl. 19:30.Ritari nær því miður ekki þessum leik en verið er að leita að varamanni til að skrifa skýrsluna. Ef þið viljið spreyta ykkur á því, hafið samband.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski (fyrirliði), O’Brien, Gana, Garner, Harrison, Alcaraz, Lindström, Beto.
Varamenn: Virginia, Begovic, Patterson, Keane, Young, Chermiti, Heath, Iroegbunam, Sherif.
Restin af leikskýrslu kemur (vonandi) síðar — sjáum til. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!
Skrítin fyrri hálfleikur. Beto hefði átt að fara hægra megin ĺ fyrra færinu. Seinna var vel varið, hefði getað vippað enn hann er kannski ekki með tæknina. Markið var sofanda háttur, menn komnir inn í hálfleik. Lindström slakur. Veit ekki alveg hverju maður á von á í seinni. Hræddur um að Brentford liggi til baka og komi í skyndisóknir sem er eitthvað sem hentar þeim.
Hörmulegt að sjá hvernig Beto fór með færin. Ef færin eru ekki nýtt betur en þetta þá má víst þakka fyrir stigið.