Mynd: Everton FC.
Nottingham Forest í dag í heimsókn á Goodison Park.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski, Young, Gana, Mangala, Ndiaye, Doucouré, Harrison, Broja.
Varamenn: Virginia, Patterson, O’Brien, Keane, Armstrong, Chermiti, Lindström, Calvert-Lewin, Beto.
Ritari missti af fyrsta hálftímanum eða svo af leiknum (bílavandamál), Chris Wood hafði þá komið Nottingham Forest yfir í leiknum.
Ekki mikið að frétta það sem eftir lifði leiks — Broja átti fínt skot sem sigldi framhjá fjærstöng og Forest menn áttu mjög gott færi rétt undir lok fyrri hálfleiks, en settu boltann einnig framhjá stöng.
0-1 í hálfleik. Tölfræðin sýndi að aðeins eitt skot hefði ratað á rammann — sem gaf markið sem Chris Wood skoraði. Everton meira með boltann (58 vs 42).
Ein breyting í hálfleik: Lindström inn á fyrir Harrison.
En það hafði ekki tilætluð áhrif því Forest menn bættu við marki. Komust inn í sendingu á Mykolenko, sem virtist ekki átta sig á því að boltinn væri á leiðinni til hans og þeir komust því í skyndisókn sem endaði með marki frá Gibbs-White. 0-2 fyrir Forest.
Pickford kom Everton til bjargar stuttu síðar með því að verja þrjú skot með stuttu millibili í sömu sókn.
Calvert-Lewin og Patterson inn á fyrir Gueye og Young á 68. mínútu. Beto svo inn á fyrir Broja á 75. mínútu.
Sókn Everton þyngdist með hverri mínútunni sem leið en það vantaði allt bit upp við mark, sama hver átti í hlut.
Calvert-Lewin fékk tvö ákjósanleg skallafæri (á 80. og 82. mínútu), en í báðum tilfellum náði hann ekki góðum skalla.
Beto sýndi honum hvernig átti að ná skalla að marki, á 87. mínútu. Flottur skalli, en markvörður náði að verja í horn.
Forest komust í skyndisókn á 90. mínútu með Mangala fremstan og varnarmenn Everton á harðahlaupum á eftir honum. Náði að komast einn á móti Pickford sem varði glæsilega. Frákastið til Forest manns, en aftur varði Pickford glæsilega.
Fleiri urðu færin ekki og niðurstaðan því 0-2 sigur Forest, sem voru betri á öllum sviðum í dag og sýndu af hverju þeir áttu skilið að komast upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar.
Einkunnir Sky Sports ekki komnar, uppfæri síðar.
Djöfulsins andskotans skita er þetta.
Everton getur paufast og puðað fram í janúar og mun samt ekki skora. Þetta endar 0-2, eða 0-3 fyrir forest.
Og meðan ég man, Harrison er algjört drasl og Doucoure má ekki fá tíma til að hugsa um hvað hann eigi að gera þegar hann fær boltann, hann tekur alltaf ranga ákvörðun.
ég sá í morgun að dyche sagðist hafa tekið Harrison á eintal vegna þess að hann missti þokkalega sénsa í lokin á Chelskí og shitty leikjunum, taldi sig hafa verið að tala í hann sjálfstraust sem hann vantaði pínulítið af. Man management af bestu gerð og tekur hann svo útaf í hálfleik í næsta leik, væntanlega að auka aðeins meira sjálfstraustið!!!! Það var líka áhugavert þegar Pickford tók síðustu aukaspyrnuna í Chelskí leiknum þá heyrðum við dyche hrópa á hann og benda honum að senda hann útí hornið í stað þess að senda hann inní pakkann og reyna að vinna. Pickford reifst við hann en sendi svo boltann útí horn þar sem hann fór útaf……svona talandi um að auka sjálfstraust í liðinu ha ha
Everton eru alveg drullu-lélegir
Þrír skitnir sigrar í 18 leikjum er gjörsamlega óásættanlegt, Dyche verður að fara og það strax ef ekki á illa að fara.
Það er greinilegt að liðið æfir hreinlega ekki sóknarleik, því menn standa bara og horfa á þann sem er með boltann í staðinn fyrir að hreyfa sig og amk reyna að búa til stöður sem hægt er að skapa eitthvað úr.
Mér fannst sóknarleikurinn lagast þegar Patterson kom inn á, hann var duglegur að bjóða sig í hlaup og átti amk tvær hættulegar fyrirgjafir. Lindstrøm var líka sprækur og er miklu betri leikmaður en Harrison getur nokkurn tíma látið sig dreyma um að verða, án þess þó að vera eitthvað sérstakur.
Broja líst mér ágætlega á og Ndiaye var líklega okkar besti maður í dag.
Ég veit að það eru ekki miklar líkur á að Everton versli mikið í janúar en við verðum að fá einhvern betri en Mykolenko, einhvern fljótann hægri kantmann og miðjumann.
Næsti leikur er úti gegn Bournemouth þar sem Everton fær aldrei neitt og ef Dyche verður ennþá stjóri þegar þar að kemur, þá er það ekki að fara að breytast.
Nott. Forest er bara með einn besta stjóra í deildinni. Þarf ekki nein fræg nöfn til að vinna leiki. Bara gott lið sem er verðskuldað í 2. sæti Notthinham Forest.
Eiríkur minn þú ert ekki einn um þær áhyggjur við erum bara með alla dæluna ì skrúfuni.
Er að horfa á Ispiss og Chelski. Þar eru framfarir og menn sem vita hvar markið er hjá Ispiss liðinu eitthvað sem Everton leikmenn skortir sárlega. Eins verð ég að segja að það kemur sorglega lítið út úr föstum leikatriðum hjá okkur.Ég hef orðið miklar áhyggjur af getuleysi liðsins að skora mörk.
var að lesa að dyche er tilbúinn að leyfa Jake O’Brien að fara í janúarglugganum! Er ekki allt í lagi? Er einhver glóra á bak við kaupin á honum í upphafi? Liðið öskraði á skapandi leikmann en samt eyddum við hellingspeningum í miðvörð sem dyche virðist aldrei hafa viljað. Það er ekki eitt heldur allt sem er í rugli hjá þessum andskotans hálfvitum sem stjórna þessum klúbbi og já, ég veit að Brandtwait sala var yfirvofandi sl. haust en það breytir ekki þessari mynd
Gleðilegt ár kæru félagar.
Mín spá er að Dyche verði rekinn eftir 3-0 tap fyrir Bourmouth um næstu helgi. Ef ekk i blasir fall við því miður.