Mynd: Everton FC.
Everton mætti Chelsea í dag á Goodison Park í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og þar var á ferðinni stórt verkefni. Þeir höfðu verið í bullandi formi í titilbaráttunni með 8 sigra í röð, þar af 5 í ensku úrvalsdeidlinni. Þeir höfðu ekki tapað leik síðan í október og náð að skora í öllum leikjum á tímabilinu í úrvalsdeidinni, að upphafsleiknum undanskildum en það kom í hlut Everton að stöðva sigurgöngu þeirra.
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski, Young, Gana, Mangala, Ndiaye, Doucouré, Harrison, Calvert-Lewin.
Varamenn: Virginia, Patterson, Coleman, O’Brien, Keane, Armstrong, Lindström, Chermiti, Beto.
Erfiðar aðstæður í Liverpool. Rigning á köflum og hávaðarok á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum erfitt fyrir í löngum sendingum og að taka aukaspyrnur, því boltinn átti það til að rúlla í burtu áður en hægt var að taka aukaspyrnuna.
Fyrsta færið Chelsea megin eftir þrjár mínútur — skot af nokkuð löngu færi frá Cole Palmer, en vel framhjá. Engin hætta. Neto með skot innan teigs hægra megin stuttu síðar, en skotið lágt og máttlaust og beint á Pickford. Engin hætta.
Fyrsta skot á mark frá Everton kom úr aukaspyrnu frá Young, utan teigs á 17. mínútu, hátt upp við vinstri samskeytin en Sanchez í marki Chelsea var búinn að lesa það og greip boltann.
Fyrsta dauðafæri kom á 25. mínútu. Það hófst með klafsi á vinstri kanti (frá Everton séð) en endaði óvænt hjá Chelsea manni sem brunaði upp kantinn og sendi á Cole Palmer, sem kom á hlaupinu inn í teig hægra megin. Palmer náði frábærri sendingu á Jackson, sem kom boltanum á markið af mjög stuttu færi, en Pickford varði glæsilega. Færið var það gott að þar hefði staðan líklega átt að vera 0-1.
Chelsea menn fengu svo horn sem þeir tóku á 31. mínútu. Hár bolti fyrir mark, sem sigldi framhjá öllum — þangað til hann barst til Chelsea manns sem skallaði í utanverða stöng og út aftur. En hættan var ekki liðin hjá, því þeir náðu lausa boltanum og Pickford þurfti að koma hratt út á móti sóknarmanni Chelsea til að stoppa skot, sem hann og gerði.
Everton komst í frábæra skyndisókn upp vinstri kantinn, eftir smá töfrabrögð frá Ndiaye sem fann Doucouré með geggjaðri sendingu. Sóknin endaði með flottu skoti á mark við D-ið — lágt, fast skot, alveg út við stöng vinstra megin sem Sanchez þurfti að hafa sig allan við að verja.
0-0 í hálfleik.
Engar breytingar á liðunum í hálfleik, en betra að sjá til Everton í seinni hálfleik, meiri ákefð og meiri ógnun.
Everton fékk algjört dauðafæri á 49. mínútu þegar Ndiaye komst upp vinstri kant og náði hárri fyrirgjöf fyrir mark. Fann þar Harrison á fjærstöng sem var einn á móti markverði en Sanchez kom hratt út á móti honum og náði að bjarga Chelsea. Besta færi leiksins og þar hefði Everton átt að vera komið yfir.
Á 54. mínútu hefði Everton svo getað fengið vítaspyrnu þegar Tarkowski var felldur inni í teig. Ekkert dæmt. Þulurinn benti á að varnarmaðurinn hefði farið í lappirnar á Tarkowski og fellt hann þannig óviljandi, en að dómarinn hefði dæmt aukaspyrnu á nákvæmlega það sama út á kanti, örskömmu áður.
Chelsea með skot á mark af löngu færi á 61. mínútu en engin hætta. Þeir leituðu í sífellu að almennilegu færi, en ég bara man ekki eftir almennilegu færi hjá þeim síðasta hálftímann og þeir urðu sífellt meira frústrerariðir.
Þreföld skipting hjá Everton á 74. mínútu, þegar Coleman, Lindström og Beto komu inn á fyrir Young, Harrison og Calvert-Lewin.
Everton komst svo aftur í dauðafæri á 76. mínútu þegar Lindström komst upp hægri kant og náði lágri sendingu fyrir mark. Miðaði á Beto en Sanchez í markinu náði að slá boltann út í teig áður en Beto gat skotið. Boltinn barst hins vegar til Ndiaye, sem reyndi skot nálægt marki en Disasi, varnarmaður Chelsea, náði að bjarga þeim með því að skriðtækla fyrir skotið á síðustu stundu. Chelsea menn heppnir þar!
Mangala með næsta skot Everton á mark — af löngu færi á 86. mínútu en Sanchez varði vel.
Þetta reyndist það síðasta markverða í leiknum og Everton fékk því stig út úr leiknum. Fín varnarframmistaða, og haldið hreinu gegn liði sem er búið að skora flest mörk á tímabilinu. Everton skapaði jafnframt fín tækifæri til að klára leikinn, það hófst þó ekki í dag.
Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.
Ég ætla að vera á undan Ingvari. Spái 1-0 sigri, Harrison Armstrong skorar á 90+
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér.
Því mkður bara aðra tölunja eins og þú síðast… en ég var nokkuð ánægður með mína menn í dag.. liðið var samheldið og góð barátta… Mangala er að koma sterkur inn í liðið finnst mér.
Nú væri rétt að gera breytingar á liðinu áður enn við lentum undir.
Gott stig og við fengum færi í seinni til að skora.
Ég á nú eiginlega ekki til orð, ná jafntefli við Chelsea er flott eftir jafnteflið við Arsenal. En því miður virðist engin geta skorað sem gengur náttúrlega ekki.
Hæ ég ætla þakka fyrir frábæra jólagjöf frá Everton kluppnum. Frábær seinni hálfleikur hjá Everton. Frábær barátta..