Everton – Crystal Palace 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton tekur á móti Crystal Palace á heimavelli í kvöld, en stjóri þeirra, Roy Hodgson, sagði af sér fyrr í dag til að „hjálpa klúbbnum að útfæra plön sín um stjóraskipti“. Nýr stjóri þeirra er Oliver Glasner sem mun væntanlega stýra þeim í leiknum í kvöld og ekki laust við að maður hefði óskað sér að Palace menn hefðu kannski beðið í svona eins og einn leik með að skipta, enda þeir tapað 10 af síðustu 16 leikjum sínum.

Hjá Palace eru þeir Eze og Olise, tveir af þeirra bestu mönnum, frá, og tvö minni nöfn einnig (Jesurun Rak-Sakyi og Marc Guehi). Hjá okkar mönnum er Ben Godfrey búinn að jafna sig og Doucouré er mættur aftur eftir meiðsli, sem er ótrúlega kærkomin sjón. Hann fer beint í byrjunarliðið en athygli vekur að Ashley Young er í byrjunarliðinu á kostnað Harrison, sem maður átti von á að sjá á hægri kanti.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Branthwaite, Tarkowski, Godfrey, Gana, Garner, McNeil, Young, Doucouré, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Lonergan, Keane, Patterson, Onana, Harrison, Dobbin, Chermito, Beto.

Líklega 4-4-1-1 með Doucouré í holunni fyrir aftan Calvert-Lewin.

Everton var svolítið lengi af stað en náðu betri tökum á leiknum eftir því sem leið á. Palace menn áttu fyrsta skot á rammann, af nokkuð löngu færi á 12. mínútu, en skotið beint á Pickford sem var ekki í neinum vandræðum. Engin hætta. Þetta var eina skottilraun Palace fyrsta… svona rúman hálftíma. Doucouré svaraði á 15. mínútu með skoti rétt framhjá stöng eftir að varamaður hafði óvænt sent á hann rétt utan teigs.

Everton með undirtökin en svolítið mikið að reyna langa bolta fram á Calvert-Lewin, sem Palace menn höndluðu ágætlega. Á 22. mínútu komst McNeil upp vinstri kant og var snöggur að senda fyrir, beint á pönnuna á Calvert-Lewin, sem skallaði rétt framhjá samskeytum vinstra megin.

Besta færi Palace kom á um 38. mínútu eftir horn og skalla frá þeim á mark, með viðkomu í Godfrey. Young hins vegar vel staðsettur við stöng til að hreinsa frá.

0-0 í hálfleik.

Eftir um klukkutíma leik lifnaði yfir leiknum og Everton setti þunga pressu á mark Palace. Tarkowski átti skalla á rammann eftir fast leikatriði, þrátt fyrir að varnarmaður hengi í honum, en skallaboltinn var blokkeraður. En sóknin var ekki búin, því Gana átti skot á mark utarlega í teig hægra megin, sem breytti stefnu af varnarmanni og fór þaðan til Doucouré, sem lúrði á fjærstöng vinstra megin. Boltinn barst hins vegar svo óvænt til hans að hann rétt náði að bregðast við með því að stýra boltanum á mark, en því miður í sveig upp á við. Enginn kraftur í þeirri tilraun og allt of mikill tími fyrir þá að bregðast við.

Harrison kom inn á fyrir Young, strax í kjölfarið, og Onana inn á fyrir Gueye sömuleiðis. En skiptingin var varla búin þegar Palace menn skoruðu mark þvert gegn gangi leiksins á 66. mínútu. Jordan effing Ayew með skot af löngu færi í hliðarnetið upp úr algjörlega engu. 0-1 fyrir Palace.

Beto kom svo inn á fyrir Doucouré á 72. mínútu.

Á 80. mínútu sendi McNeil frábæran bolta utan af kanti, beint á pönnuna á Calvert-Lewin sem skallaði rétt framhjá. Á 83. mínútu skallaði svo Calvert-Lewin boltann fyrir Garner sem kom aðvífandi inni í teig en skotið frá honum var varið í horn. Það skipti þó engu, því Onana skoraði með frábærum skalla úr horninu. Loksins komið mark frá Everton og staðan orðin 1-1! Allt vitlaust á pöllunum.

Síðasta færi leiksins kom á 87. mínútu þegar Tarkowski fékk dauðafæri upp við mark, eftir fyrirgjöf (úr aukaspyrnu) en hann skallaði yfir markið. Hann trúði varla eigin augum yfir dauðafærinu sem hann fékk og mun líklega ekki sofa vel í nótt.

Því þetta reyndist síðasta færi leiksins og jafntefli niðurstaðan. 

Einkunnir Sky Sports voru ekki birtar, einhverra hluta vegna.

13 Athugasemdir

  1. Kiddi skrifar:

    Mikilvægur leikur í kvöld, sakna Harrison en auðvitað veit Dyche betur

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er dauðafæri fyrir Everton að koma sér úr fallsæti, Palace vantar sína bestu menn á meðan Everton er að fá sína bestu til baka…..og það er veldur mér áhyggjum.
    Það er nefnilega svo týpískt Everton að skíta upp á bak þegar svona stendur á og Everton búið að vinna Palace tvisvar á tímabilinu og mér
    finnst ólíklegt að við vinnum þá þrisvar á sama tímabilinu, vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur hjá mér en ég hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að okkar menn klúðri þessu, spái 1-3.

  3. Eirikur skrifar:

    Er ekki kominn tími á að við fáum víti🤔

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Við munum ekki fá víti nema að það sé öruggt að það verði bara sárabótamark ef við skorum þá úr því á annað borð.

  4. Eirikur skrifar:

    Djöfull erum við slakir.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Game over!! Alltaf þessi helvítis Ayew.

  6. Gestur skrifar:

    Burtu með Sean, hann fær ekkert út úr liðinu lengur

    • Orri skrifar:

      Hann hefur ekkert gert með liðið síðan hann kom.

      • Ari S skrifar:

        Hvaða hvaða Orri minn (og Gestur minn líka haha), við erum í 12 sæti.

        Mér finnst Sean Dyche vera búinn að gera fráááábæra hluti miðað við mannskap og stöðu félagsins þegar hann tók við og hana nú!

        Góða helgi og áfram Everton!

  7. Helgi Hlynur skrifar:

    Byrjið þið nú ekki á söngnum um að reka sjórann, þó þetta hafi verið lélegur leikur. Everton hefur fengið 30 stig til þessa og það er frábær árangur miðað við hópinn sem hann er með. Við erum ekki með virkandi framherja og auk þess erum við búnir að vera verulega óheppnir í mörgum leikjum, sérstaklega framan af tímabilinu reyndar. Ég taldi eingar líkur á því fyrir tímabilið að við héngum uppi og ég tel meiri líkur til þess núna þrátt fyrir að það sé búið að draga 10 stig af okkur.

    • Orri skrifar:

      Sæll sveitungi.Ég er ekki að segja það eigi reka Sean en hann verður að breyta um leikkerfi því kerfið hjá honum er bara ekki virka því miður.

  8. ArIG skrifar:

    Ég vill alls ekki reka stjórann. Vandamálið með Everton er að skora mörk ekki vantar baráttuna í liðinu. Veit ekki hvað er að ske með Calvert Lewin óheppni eða vantar sjálfstraust. Decource loksins kominn aftur og hann skapar færin fyrir okkur. Héld að Everton eigi eftir að rísa upp og fara vonandi að vinna nokkra leiki. Everton sköpuðu nokkur færi í leiknum og áttu alltaf að vinna þennan leik.

  9. Eirikur skrifar:

    Verð að viðurkenna að leikskipulag og hverjir spiluðu olli mér vonbrigðum. Þetta var vængbrotið lið hjá Palace og við þurftum 3 stig.