Mynd: Everton FC.
Frank Lampard gerir aftur 11 breytingar á liðinu milli leikja, enda voru þeir ekki margir á jaðri liðsins sem stóðust áheyrnarprófið þegar þeir fengu tækifæri í deildarbikarnum gegn Bournemouth á dögunum. Eiginlega ekki neinn, ef maður á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er því hefðbundin uppstilling í dag:
Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Coady, Tarkowski, Patterson, Gana, Onana, Iwobi, McNeil, Gray, Maupay.
Varamenn: Begovic, Keane, Mina, Coleman, Davies, Doucouré, Gordon, Cannon, Mills.
Everton mun meira með boltann frá upphafi fyrri hálfleiks, um 75% um tíma, en náðu ekki að nýta sér það að neinu leyti og áttu, lungað úr fyrri hálfleik, ekkert skot að marki. Maupay fékk reyndar færi í upphafi, gerði vel að ná að snúa sér inni í teig og skjóta en boltinn rétt framhjá samskeytunum hægra megin.
En Bournemouth menn nýttu sín færi vel og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili, á 18. og 25. mínútu. Það fyrra kom eftir fast langskot utan teigs sem Pickford varði til hliðar (til vinstri við sig) en þar var mættur Bournemouth maður sem renndi boltanum framhjá Pickford.
Seinna markið var hins vegar algjör dómaraskandall. Tarkowski og leikmaður Bournemouth lentu í samstuði eftir skallabolta inni í teig Everton og Tarkowski lá í valnum á eftir, augljóslega með höfuðmeiðsli. Pickford og nokkrir varnarmenn hrópuðu á dómarann að stoppa leikinn, sem hann á að gera skv. reglum leiksins en gerði samt ekki. Honum fannst greinilega ekkert að því að leikmaður lægi í grasinu og héldi um höfuðið ekki meira en metra frá marklínu og væri því fyrir þvögunni. Svo kom náttúrulega hár bolti inn á akkúrat svæðið þar sem leikmaðurinn lá og Bournemouth maður hoppaði yfir Tarkowski til að skalla í markið. Óskiljanleg ákvörðun hjá Craig Pawson dómara að stoppa ekki leikinn. 2-0 fyrir Bournemouth. Svo kom náttúrulega í ljós að markaskorarinn hafði skallað í höfuðið á Mykolenko þegar hann skoraði, þannig að Mykolenko þurfti að fara út af fyrir Coleman. Týpískt.
Allur vindur úr Everton við þetta og ekkert að frétta í framlínu Everton. Áttu bara tvö skot á mark, bæði voru utan teigs. Það fyrra laust skot frá Iwobi beint á markvörð. Það seinna fast skot frá Patterson sem var blokkerað af varnarmanni.
Staðan 2-0 í hálfleik.
Everton sýndist manni ætla að byrja seinni hálfleik af krafti og snúa þessu við. En það entist í heila eina sókn sem endaði ekki einu sinni með skoti. Bournemouth menn mun beinskeyttari í sínum aðgerðum og náðu tveimur hættulegum skotum á mark í kjölfarið, en vörn Everton hélt, þó ekki mætti miklu muna.
Everton virkuðu líklegastir til að skora úr föstum leikatriðum og fengu tvö þannig færi um miðbik seinni hálfleiks, það fyrra eftir horn en Tarkowski skallaði boltann rétt yfir. Það seinna skot frá Patterson utan teigs eftir að varnarmenn Bournemouth hreinsuðu út úr teig (eftir aukaspyrnu) en skotið frá Patterson rétt framhjá skeytunum.
Þriðja mark Bournemouth kom svo á 70. mínútu. Há sending inn í teig og enginn að dekka, þannig að sóknarmaður þeirra fékk frían skalla framhjá Pickford. Game over.
Þreföld skipting hjá Lampard: Gordon, Cannon og Doucouré inn á fyrir McNeil, Maypay og Onana á 74. mínútu. Cannon reyndist af þessum einna líflegastur, en hann þarna í sínum fyrsta leik í Úrvalsdeildinni og komst í færi strax á 75. mínútu. Það var skallafæri eftir háa sendingu frá hægri og hann laumaði sér milli tveggja varnarmanna og náði skalla á mark, en ekki nógu góðum skalla, því miður.
Bournemouth sigldu svo sigrinum í höfn.
Ég missti af síðustu andartökunum en skilst að það hafi soðið upp úr eftir leik. Eitthvað fór þar á milli áhorfenda og leikmanna Everton þar sem áhorfendur létu óánægju sína sterklega í ljós.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Patterson (4), Mykolenko (5), Tarkowski (6), Coady (5), Onana (6), Gueye (5), Iwobi (5), McNeil (5), Gray (5), Maupay (4). Varamenn: Gordon (6), Doucouré (5), Coleman (6), Cannon (6).
Djöfulsins fíflalæti eru þetta!
Ég missti af fyrri hálfleik, hvað gerðist?
Við hljótum að vera með aumasta lið í deildinni. Ótrúlega aum barátta í þessu liði. Og hvernig skildi planið vera að skora mörk? Því líkt aula lið. Sorry held bara að Lampard sé ekki með þetta. Skil ekki game planið leik eftir leik. Að enginn skildi fá gult spjald eftir annað markið sem að við fengum á okkur er dæmi um hvað öllum er drullu sama í þessu liði.
65 mínútur og enginn að hita upp einu sinni því líkt þrot.
Ég missti af fyrri hálfleik og byrjaði að horfa í þeim síðari. Voðalega eru menn daufir á vellinum. Tarkowsi með skalla og Patterson með þrumuskot eru bestu „momentin“ hingað til.
Koma svo áfram Everton!!!
Hvað skeði missti af leiknum var í afmæli? Héld að þetta sé búið hjá Lampart. HM sennilega bjargar honum að vera ekki rekinn núna. Ótrúlegt að fá 3 mörk gegn liði í botnbaráttu. Ég er eiginlega aftur í sjokki vilja menn hér halda Lampart áfram? Núna þarf Everton að hugsa sinn gang kannski fær Frank Lampart janúarmánuð til að snúa gengi Everton við en mín skoðun er að þetta sé búið hjá Lampart. Allavega ætla ég að vera hlutlaus með gefa Lampart sjens í janúar en mín vegna má hann fara núna.
Fallsætið blasir við okkur, verður óskemmtilegt að fylgjast með framhaldinu eftir hátíðar ef ekki verður breyting á. Það virðist bara hafa verið til ð lengja í hengingarólinni að bjarga sér frá falli í fyrra. En kannski er það ekki alltaf lausn að skifta út þjálfaranum, en andinn í hópnum virðist ekki vera upp á marga fiska því miður.
sælir félagar ég sá nú bara seinni hálfleik af þessum leik
ég held að því miður sé ekkert mikill gróði í því að reka lampard
við erum búnir að reyna það ansi oft nuna síðustu ár og hvað hefur það skilað
við verðum bara verri i hvert skipti
við þurfum stöðuleika en ég er ekkert rosalega bjartsynn
Sælir, ég held að Lampard hafi það ekki sem til þarf, hann kemst langt á að vera þekktur sem leikmaður eins og Gerrard en þegar kemur að stjórnun og taktík virðist allt fara í skrúfuna. Lampard er ekki nema stötti stjórinn síðan árið 2016 að Sam undanskildum og ekki allir reknir. Aston Villa voru flottir og náðu í flottan stjóra með reynslu, það ætti Everton líka að gera. Lampard burt sem fyrst.
Sæll, Gestur, það er búið að bera Frank Lampard saman við Steven Gerrard í mööörg ár. Bæði sem leikmenn og núna nýlega sem stjórar. Ég er svona næstum því sammála þér en ég vil gefa honum séns… segjum heimsmeistarakeppnin, Janúarglugginn og Febrúar Mars, ekki meir.
kær kveðja, Ari.