Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – West Ham 1-0 - Everton.is

Everton – West Ham 1-0

Mynd: Everton FC.

Sjöundi leikur Everton í Úrvalsdeildinni á tímabilinu er gegn lærisveinum David Moyes hjá West Ham. Leikurinn er á heimavelli Everton, Goodison Park, og verður flautað til leiks kl. 13:15 að íslenskum tíma. Doucouré og Calvert-Lewin eru sagðir hafa náð að jafna sig af meiðslum sínum, en aðeins sá fyrrnefndi er í hóp (á bekknum). Pickford er hins vegar meiddur og Begovic því í markinu, en Jakupovic, nýi varamarkvörður Everton, sem kom á neyðarláni til liðs við okkar menn, er á bekknum. Það kemur til vegna meiðsla tveggja markvarða liðsins, en fyrir utan Pickford er Andy Lonergan einnig meiddur.

Uppstillingin: Begovic, Mykolenko, Tarkowski, Coady, Patterson, Gana, Onana, Iwobi, Gordon, Gray, Maupay.

Varamenn: Jakupovic, Vinagre, Keane, Coleman, Doucouré, Davies, McNeil, Rondon, Garner.

Engin dauðafæri í fyrri hálfleik. Eitthvað um hálffæri en Everton sterkari fyrsta kaflann og náðu að setja góða pressu á vörn West Ham. West Ham menn rökuðu reyndar inn hornspyrnum, líklega nálægt tveggja stafa tölu eftir um 25 mínútur en uppskáru lítið úr því annað en lausan skalla á mark. Það, og annar hættulaus skalli frá Zouma reyndust einu tilraunir sem rötuðu á rammann í fyrri hálfleik. Gray sérstaklega líflegur fyrir Everton í fyrri hálfleik.

0-0 í hálfleik. 

Tvö hálffæri hjá báðum liðum í upphafi síðari hálfleiks, en ekkert kom úr því. Örskömmu síðar átti Gray skot á mark innan teigs vinstra megin, en varið. 

Lítið að gerast svo, þangað til á 52. mínútu að skoraði Maupay fyrsta mark sitt fyrir Everton. Lúrði við D-ið á vítateignum og fékk sendingu. Fyrsta snertingin frábær, lagði boltann fyrir sig og var fljótur að hugsa, náði skoti á mark, áður en varnarmenn áttuðu sig almennilega á hættunni, og þrumaði inn. 1-0 fyrir Everton!

Það lifnaði nokkuð yfir leiknum við markið og Everton liðið var stálheppið að fá ekki á sig mark á 74. mínútu þegar West Ham menn náðu skoti í innanverða stöng og út. Ótrúlegt að þeir skyldu ekki hafa skorað þar…

Gordon var svo skipt út af fyrir McNeil á 75. mínútu og Gray sömuleiðis, út af fyrir Doucouré á 82. mínútu.

West Ham menn náðu skyndisókn á 84. mínútu sem endaði með skoti frá Cornet, vinstra megin inni í teig, en Begovic varði vel í horn.

Á 88. mínútu komust West Ham menn nálægt því að skora þegar hár bolti kom yfir miðverðina og Coady náði ekki að skalla. Cornet í dauðafæri upp við mark en Patterson náði að pota í boltann og eyða hættunni. 

Maupay var svo skipt út af fyrir Rondon á 89. mínútu og hlaut mikið lófatak fyrir frammistöðu sína.

West Ham menn urðu meira og meira pirraðir yfir því að ekkert gekk að jafna en Everton vörnin hélt vel og landaði sigrinum. 

1-0 fyrir Everton lokastaðan!

Einkunnir Sky Sports: Begovic (6), Patterson (7), Tarkowski (7), Coady (6), Mykolenko (6), Gueye (7), Onana (6), Gordon (6), Iwobi (8), Gray (8), Maupay (7). Varamenn: McNeil (6), Doucoure (6).

Gray var maður leiksins að mati Sky Sports.

Landsleikjahlé framundan. Næsti leikur Everton gegn Southampton á útivelli þann 1. október.

6 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta verður erfitt en hefst vonandi.

    • Ari S skrifar:

      Já vonandi hefst þetta. Mér þykir það hafa góð áhrif á liðið að hafa Gana Gueye þarna eins og við var að búast. Everton virðast vera orðnir betri í að verjast hornspyrnum og aukaspyrnum sem er gott. Conor Coady sem er fyrirliði í dag verið traustur og mér finnst að Everton verði að tryggja sér hann áfram eftir að láni lýkur enn hann var á dögunum valinn í enska landsliðið. Vonandi skorum við í síðari hálfleiknum. og hirðum stigin 3.

      Áfram Everton!

      • Finnur skrifar:

        Sammála. Líka með Coady en hann og Tarkowski eru að ná mjög vel saman í miðverðinum.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Allt í lagi fyrri hálfleikur að mínu mati. Everton mikið með boltann en það vantaði bara alltaf þennan fræga herslumun upp á að hlutirnir gengju upp. Það hefði nú samt verið gaman að fara inn í leikhléið með amk eina marktilraun á markið en þetta kemur vonandi í seinni hálfleik.

    • Ari S skrifar:

      Rétt hjá þér Ingvar, það er þessi herslumunur sem vantar. Liðið í heild spilaði ágætlega en það vantar þetta framávið. Maupay er betri leikmaður en ég þorði að vona eða betri en ég hélt hann væri réttara sagt. Hjálpar til sýndist mér og líkist Richarlison með það finnst mér. Verður forvitnilegt að sjá hann leika MEÐ Dominic þegar hann byrjar aftur. Fyrsti sigurinn í höfn í ágætis leik fyrir okkarmenn. Og það sem var virkilega ánægjulegt að sjá í dag er að við höfðum HEPPNINA með okkur og vörðumst vel í hornspyrnum sem er góð bæting. Þa’ er jákvætt.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það hvílir einhver bölvun á Everton.
    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-injury-nathan-patterson-breaking-25077159

    Ég hata þessi helvítis landsleikjahlé!!