Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Chelsea – Everton 1-1 - Everton.is

Chelsea – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Það er bara eitt orð sem er manni efst í huga fyrir þennan leik og það er… Úff.

Uppstillingin: Pickford, Godfrey, Keane (fyrirliði), Branthwaite, Holgate, Kenny, Gomes, Doucouré, Iwobi, Gordon, Simms.

Varamenn: Begovic, Lonergan, Coleman, Allan, Gbamin, Onayongo, Dobbin.

Það er erfitt að finna góðan tíma til að mæta liði í titilbaráttu en með fjarverulistann eins og hann er hjá Everton í augnablikinu hefði maður kannski heldur viljað mæta liði neðar á töflunni. Ég held ég hafi aldrei séð ástandið verra en það er í augnablikinu…

Vörn: Hvorki Mina né Digne eru í hóp og Coleman meiddist í síðasta leik en er samt á bekknum. Það gæti einfaldlega verið vegna manneklu því af samtals níu sætum á varamannabekk Everton eru tvö sæti auð (!!!) og þar af eru tveir á bekknum markverðir og (aðrir) tveir kjúklingar. Tveir kjúklingar eru einnig í byrjunarliði í varnarlínu Everton: þeir Branthwaite og Kenny.

Miðja: Báðir varnarsinnuðu miðjumennirnir í hópnum, Allan og Gbamin, eru á bekknum, sem vekur einnig athygli. Tom Davies er meiddur, söguna af Gylfa þekkjum við vel og Delph, Demerai Gray og Andros Townsend (sprækustu menn Everton á tímabilinu… síðustnefndu tveir þeas) eru ekki einu sinni í hópnum.

Sókn: Calvert-Lewin er enn meiddur og í síðasta leik bættist Richarlison við þann lista. Rondon skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í síðasta leik, en Everton er þekkt fyrir að refsa framherjum á jaðrinum fyrir svoleiðis lagað. Hann er ekki einu sinni í hóp. Kjúklingurinn Simms leiðir línuna. Held að þetta sé hans fyrsti byrjunarleikur með Everton. Velkominn í djúpu laugina!

Þetta verður eitthvað. Eigum við ekki að segja að það getur allt gerst í fótbolta…? En þá að leiknum…

Chelsea menn mun sterkari frá upphafi, komust tvisvar aftur fyrir vörn Everton strax á upphafsmínútunum og náðu að skapa færi en tókst ekki að nýta. Sex tilraunir hjá þeim fyrsta korterið af ýmsum sortum, lítið á rammann þó. Everton varla náð að snerta boltann inni í þeirra teig á sama tíma.

Þetta róaðist aðeins þegar leið á, Chelsea stöðugt í þungri sókn reyndar, en færin létu á sér standa. Þangað til á 35. mínútu þegar þeir náðu loks að splundra vörn Everton og Mount komst einn á móti Pickford í miðjum teig en Pickford varði meistaralega með fætinum! Algjört dauðafæri.

Everton komst í skyndisókn á 41. mínútu sem fjaraði út en Gordon náði að lokum skoti á mark. Mendy hins vegar vandanum vaxinn.

0-0 í hálfleik, sem er eiginlega afrek í sjálfu sér, miðað við „severely depleted“ mannskap, eins og þulurinn orðaði það. Mikil barátta og vinnusemi í fyrri hálfleik og Chelsea menn frústreraðir.

Svipað uppi á teningnum í síðari hálfleik, en minni ákefð í Chelsea. Fengu reyndar sæmileg færi en voru alls ekki clinical fyrir framan markið.

Dobbin kom inn á fyrir Simms á 61. mínútu. Kjúklingur í framlínuna fyrir annan kjúkling, ef maður á að vera alveg hreinskilinn.

En stíflan brast loks á 70. mínútu þegar Everton komst í skyndisókn, sem endaði með rangri ákvörðun frá Doucouré. Sleppti sendingu á Gordon í overlap-inu vinstra megin við sig og hljóp í staðinn með boltann til hægri, beint í fangið á varnarmanni Chelsea. Það þýddi skyndisókn hjá Chelsea sem endaði með marki frá Mount. Everton fáliðaðir í vörninni. Tóku sénsinn fram á við en fengu tuskuna í andlitið. Svona er þetta bara stundum.

Gbamin kom inn á fyrir Gomes strax í kjölfarið. 

En Everton náði að jafna eftir frábæra aukaspyrnu frá Gordon utan af vinstri kanti. Sendi frábæra háa sendingu inn í teig á fjærstöng og Branthwaite (!?!), af öllum mönnum, stýrði boltanum í netið í fyrstu snertingu. Hans fyrsti leikur í byrjunarliði Everton og fyrsti leikur hans á tímabilinu, skv þulum. Þvílíkur dagur fyrir ungliðann.

Þetta var eina almennilega færi Everton í öllum leiknum, ef mér skjátlast ekki.

Staðan orðin 1-1!! Game on!!! 

Pickford átti tvær geggjaðar vörslur í röð rétt fyrir 80. mínútu. Hélt okkar mönnum inni í leiknum og átti frábæran leik í kvöld – nánast gallalaus og náði oft að bjarga á ögurstundu.

Eftir því sem leikmenn þreyttust komst Everton meira inn í leikinn og náðu að skapa usla í vörn Chelsea. 

Onyango inn á fyrir Gordon rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en færin (og mörkin) urðu ekki fleiri. 

Það var liðsheildin og baráttan sem tryggði hér stig á erfiðum útivelli og árangurinn langt yfir væntingum, miðað við þann mannskap sem var til reiðu.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (9), Kenny (7), Holgate (7), Keane (8), Godfrey (7), Branthwaite (8), Doucoure (8), Gordon (8), Gomes (6), Iwobi (6), Simms (6). Varamenn: Dobbin (6), Gbamin (6), Onyango (6).

10 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    1-1 gegn Chelsea virkar á mig eins og sigur… frábær barátta hjá liðinu í kvöld. Gaman að sjá „krakkana“ fá að spreyta sig í kvöld. Frábært að fá mark frá Jarrad Branthwaite og bara frábært að ná að jafna eftir að Chelsea komst yfir…

  2. Tryggvi Már Ingvarsson skrifar:

    Þetta var skemmtilegur leikur. Eftir að hafa séð Leeds falla illa gegn City bjóst maður við því versta – en þetta var alvöru barátta. Leyfa ungu bara að koma meira inn í þetta tímabil.

  3. Gestur skrifar:

    Þetta var alvöru liðsheild og góð barátta

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var algjörlega ótrúlegt. Af hverju getur liðið ekki alltaf sýnt svona baráttuvilja, seiglu og liðsheild? Það er svo pirrandi að vita að það býr ýmislegt í þessu liði en við fáum bara stundum að sjá það.
    Pickford klárlega maður leiksins en eins fannst mér Gordon, Godfrey, Branthwaite, Doucoure og Keane öflugir. Ég ætla ekki að nefna þann sem var verstur, það er óþarfa neikvæðni eftir svona góða frammistöðu en þið megið giska á hver það var 😉
    Spurning hvort að Kenny og Gbamin fái nú fleiri tækifæri.

  5. Finnur skrifar:

    Þetta var undarlegt kvöld. Það er langt síðan maður hefur beðið eftir uppstillingu með jafn litlar væntingar — og samt orðið fyrir vonbrigðum. Og svo farið inn í leik með ennþá minni væntingar en áður, en samt horft upp á þá ná stigi. Og það á afar erfiðum útivelli. Eini tapleikurinn á tímabilinu hjá Chelsea á brúnni (ef ég er að lesa þetta rétt) er gegn City og ég held þeir hafi bara tvisvar í öllum keppnum á tímabilinu _ekki_ náð að sigra (þó stundum hafi þurft vítaspyrnukeppni).

    • Finnur skrifar:

      Þetta er auk þess ótrúlega sterkt stig, sérstaklega þegar horft er til þess að liðið er, í síðustu þriggja leikja hrinu, að ná sigri gegn Arsenal og jafntefli á brúnni gegn Chelsea, með laskað lið.

  6. Erlingur Hólm Valdimarsson skrifar:

    Eru þessi úrslit ekki bara dauðakippir hjá Everton?

  7. þorri skrifar:

    Sælir félagar sko mér fanst fyrrihálfleikur hjá okkar mönnum ekki góður bara sorý.Það er eins það hafi komið nýtt liða inná í seinnihálfleik.Það er gaman að sjá ungu strákanna að koma og taka við keflinu,þeir voru að mér fanst vera bestir í liðinu.En Erlingur hólm hvað áttu við með duðakippir hjá everton.

  8. Finnur skrifar:

    Pickford í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/59721674

  9. þorri skrifar:

    Góðan daginn félagar og gleðilegt ár jajaj nú er leikur í dag eru menn spentir er ekki bara skilyrði að vinna í dag