Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Chelsea 2-0 - Everton.is

Everton – Chelsea 2-0

Mynd: Everton FC.

Magnaður leikur í dag, þar sem Everton tók á móti Chelsea á Goodison Park. Everton hélt áfram Dr. Jeckyl og Mr Hyde-frammistöðunni sem hefur svolítið hrjáð liðið (sbr. síðasta leik gegn Newcastle). Fyrri hálfleikur í þessum leik ömurlegur að hálfu Everton en Chelsea menn náðu ekki að nýta sér það og Everton einfaldlega tók leikinn yfir í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan 2-0 sigur. Það var svolítið súrrealískt að sjá Barkley í liði andstæðinganna en áhorfendur bauluðu hressilega á hann allan leikinn, þangað til honum var skipt út af — við þó nokkurn fögnuð, enda hafði ekkert gengið upp hjá honum í leiknum. Tólf Íslendingar á okkar vegum á pöllunum, þar á meðal góðkunningjar okkar, Elvar og Goggi.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Coleman, Gomes, Gueye, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Walcott, Tosun, Schneiderlin, Davies, Lookman.

Chelsea áttu þrjú dauðafæri á fyrstu 6 mínútunum áður en okkar menn náðu að komast í takt við leikinn. Hazard komst inn fyrir vinstra megin en Pickford sá við honum. Örskömmu síðar áttu þeir skot sem breytti stefnu af varnarmanni og fór í stöng og Higuain fékk svo upplagt færi upp við mark en bjargað á línu. Ekki að sjá að Chelsea hefðu spilað á fimmtudegi fyrir leik.

Fyrsta skot Everton að marki kom ekki fyrr en á 15. mínútu, frá Calvert-Lewin, eftir að Digne hafði komist inn i sendingu Chelsea manna og sent fram á hann. Skotið þó hátt yfir og engin hætta.

Þrjú langskot á ramma fylgdu í kjölfarið, tvö frá Chelsea og eitt frá Gomes en aftur engin hætta.

Calvert-Lewin fékk svo besta færi Everton í fyrri hálfleik — upplagt skallafæri á 37. mínútu, þegar hann fékk frían skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá Gylfa en setti boltann yfir.

0-0 í hálfleik og ekki laust við að maður væri feginn, enda Chelsea menn ívið beittari. Meira með boltann og hættulegri fram á við.

Everton byrjaði hins vegar seinni hálfleik af miklum krafti, og það var eiginlega eins og annað Everton lið hefði mætt til leiks. Fyrsta færið kom strax á fyrstu mínútu þegar Calvert-Lewin sendi fyrir á Bernard sem var nálægt því að pota inn. Stuttu síðar skallaði Mina í eigin leikmann eftir hornspyrnu Everton. En allt er þegar þrennt er. Gylfi átti flotta aukaspyrnu og Calvert-Lewin náði að skalla á mark. Varið, en Richarlison skallaði frákastið beint í netið. 1-0 Everton.

Pickford átti svo frábæra vörslu á 60. mínútu, kastaði sér hratt niður og varði alveg út við stöng. Hefði verið ansi harkalegur vendipunktur á leiknum. Schneiderlin kom svo inn á fyrir Gomes á 66. mínútu.

Á 71. mínútu fékk Richarlison víti, þegar hann var sparkaður niður inn í teig. Gylfi fór á punktinn, en lét verja frá sér skot vinstra megin við markvörð. Frákastið kláraði hann hins vegar í netið. 2-0 fyrir Everton.

Bernard var svo skipt út af fyrir Walcott á 78. mínútu og það tók þann síðarnefnda varla mínútu að komast í dauðafæri eftir frábæra sendingu inn fyrir hægri bakvörð Chelsea en markvörður Chelsea varði glæsilega.

Hudson-Odoi hjá Chelsea átti flott skot stuttu síðar, en skaut of nálægt Pickford sem sló boltann yfir slána.

Davies var svo skipt inn á fyrir Gylfa á 86. mínútu.

Chelsea menn fengu eitt dauðafæri upp við mark undir lokin, sem Giroud reyndi að skalla framhjá stöppu af leikmönnum. En sá skalli blokkeraður af einhverjum leikmanni. Sá ekki hverjum, enda ekki aðalatriðið.

Það sem meira máli skiptir er að Everton unnu Chelsea í dag, með tveimur mörkum – og héldu hreinu.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (6), Keane (6), Mina (6), Digne (7), Gomes (6), Gueye (8), Richarlison (7), Sigurdsson (7), Bernard (6), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Schneiderlin (5), Walcott (5). Idrissa Gana Gueye valinn maður leiksins.

24 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Einhver ætti að segja okkar mönnum að leikurinn sé byrjaður.

  2. Diddi skrifar:

    Andre Gomes hlýtur að vera sýndur hægt í þessum leik

  3. Ari S skrifar:

    Keppnin í neikvæðu kommentum í hámarki hérna á síðunni. hámarki. Ingvar og Diddi efstir eins og er enda einu keppendurnir.

    Gylfi var að skora og koma okkarmönnum í 2-0 en svona reyndar til að gleðja suma þá brenndi hann af vítaspyrnu sem hann tók.

    Kær kveðja, Ari.

    • Finnur skrifar:

      Mér fannst þau reyndar bæði mjög fyndin. 🙂

      • Ari S skrifar:

        Já þau voru það (sérstaklega frá Ingvari) en samt pínulítið í neikvæða flokknum 😉

  4. Orri skrifar:

    Nû held ég að þetta sé komið hjá okkur.

  5. Diddi skrifar:

    Bræðurnir Elvar og Georg sóttu þessi stig á Goodison Park í dag og ég vil þakka þeim kærlega fyrir það 🙂

    • Gunnþòr skrifar:

      Sammála Didda eins og alltaf 😁

      • Elvar skrifar:

        Hehe, loksins ratar ykkur rétt orð í munn Diddi og Gunnþór. Auðvitað er þetta bara mér og Georg að þakka enda eyddum við meirihlutanum af deginum fyrir leik í að peppa leikmenn upp. Spurning hvernig við gírum liðið fyrir West Ham leikinn.

  6. Ari S skrifar:

    Segi það sama og Diddi, þetta er Elvari og Georg að þakka. Takk fyrir mig strákar 🙂

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik, einhver hefur sagt eitthvað gáfulegt í hléinu. Frábær sigur, takk Elvar og Georg. Ætli það þurfi alltaf að vera Íslendingur á vellinum til þess að við vinnum?? Hver ætlar að sækja næstu stig?😉

    • Orri skrifar:

      sæll Ingvar.ert þú ekki sjálfkjörinn í að sækja næstu 3 stig.

    • Finnur skrifar:

      Það er reyndar Íslendingur á vellinum í hverri viku. :þ … og ansi oft Íslendingar á pöllunum líka, á okkar vegum. 🙂

  8. Gunnþòr skrifar:

    Frábær 3 stig sá ekki leikinn en miðað við einkanir sem þeir voru að fá fyrir frammistöðu hafa þeir verið að standa sig vel.

  9. Georg skrifar:

    Þvílíkur seinni hálfleikur hjá liðinu. Ekki leiðinlegt að vera á vellinum í svona sigri. Við Elvar að taka börnin með okkur í fyrsta skiptið. Fengum að hitta Gylfa degi fyrir leik og hittum Coleman og Keane líka fyrir tilviljun á liðshótelinu. Börnin í skýjunum að fá að hitta þá.

    Frábær 3 stig og vonandi að liðið klári tímabilið af krafti.

  10. Elvar skrifar:

    Ég veit ekki út af hverju menn eru að gera veður út af þessu.
    Barkley er búinn að vera heimta meiri og meiri pening og að lokum var svarinu kallað og einhver skutlaði klinki til hans á meðan á leik stóð. Hélt hann myndi nú bara stinga honum í vasann í staðinn fyrir að vilja meira. By the way, þetta voru ekki við bræður, við hefðum aldrei tímt þessu í kappann.

    https://www.mbl.is/sport/enski/2019/03/19/studningsmenn_everton_til_rannsoknar/

  11. Þorri skrifar:

    Sælir félagar gott gengi á okkar mönnum

  12. Þorri skrifar:

    sælir loxins kominn inn og eru ekki allir bara glaðir