Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Huddersfield 1-1 - Everton.is

Everton – Huddersfield 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Huddersfield á heimavelli og flautað verður til leiks kl. 14:00. Leikurinn er í beinni á Ölveri.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Holgate, Coleman (fyrirliði), Davies, Schneiderlin, Calvert-Lewin, Gylfi, Walcott, Tosun.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Tyias Browning, Kenny, Dowell, Lookman, Niasse.

Ansi margir á meiðslalistanum og/eða í banni: Jagielka, Keane, Richarlison og Gana en Schneiderlin og Lookman eru heilir í þennan leik og sá fyrrnefndi í byrjunarliðinu. Sandro er farinn að láni til Real Sociedad.

Huddersfield sátu nokkuð djúpt í fyrri hálfleik, í eins konar 5-4-1 uppstillingu án bolta, leyfðu Everton að hafa boltann töluvert (59%) en beittu skyndisóknum um leið og þeir náðu boltanum.

Lítið um færi fyrsta korterið, aðeins eitt hálffæri þegar Zouma átti flott fast skot af löngu færi á 12. mínútu en rétt framhjá stönginni vinstra megin. Coleman átti skot við jaðar vítateigs nokkrum mínútum síðar, en rétt framhjá (sömu) stöng.

Nokkuð rólegt yfir leiknum þangað til á 28. mínútu þegar Everton náði flottri skyndisókn eftir frábæra sendingu Gylfa upp völlinn. Tosun komst inn í teig en þrumaði yfir úr nokkuð þröngu færi utarlega í teignum.

Huddersfield áttu sterkan kafla í kjölfarið þar sem þeir náðu að setja pressu á Everton og náðu að skora á 33. mínútu, eftir hornspyrnu. Svipað mark og við höfum séð áður eftir hornspyrnu (enda er þetta fjórða markið sem Everton fær á sig eftir hornspyrnu á tímabilinu): hár bolti fyrir mark, flikkað áfram á óvaldaðan leikmann sem skallar inn. Leikmenn Everton greinilega ekki búnir að ná tökum á svæðisvörninni.

En Everton svaraði strax með marki, rétt um mínútu síðar. Lucas Digne arkítektinn af því, sólaði mann úti á kanti og sendi flotta sendingu inn í teig, beint á Calvert-Lewin sem skallaði í netið. Þriðja mark Calvert-Lewin í vikunni og það fer að verða spurning hvort Richarlison komist aftur í liðið að loknu banni! 😉

Calvert-Lewin komst í ákjósanlegt skallafæri upp við mark á 42. mínútu, eftir sendingu utan af kanti frá Walcott, en Calvert-Lewin náði ekki að stýra boltanum á markið.

1-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur svipaður og sá fyrri, ekki mikið fyrir augað en bæði lið urðu meira og meira sloppy þegar leið á og færunum fækkaði fyrir vikið. Varð fyrir vikið meira og meira frústrerandi að horfa á leikinn eftir því sem leið á.

Lítið að gerast í upphafi seinni hálfleiks fyrstu tíu mínúturnar, þangað til Walcott var skipt út af fyrir Lookman á 55. mínútu. Walcott greinilega fengið eitthvað högg sem hann reyndi að hlaupa af sér en gat ekki.

Lookman átti stuttu síðar flotta sendingu fyrir sem bæði Gylfi og Calvert-Lewin rétt misstu af því að pota í netið. Hefðu báðir getað innsiglað sigurinn þar. Besta færi seinni hálfleiksins.

Gylfa og Digne var svo skipt út af á 75. mínútu og inn á komu Niasse og Baines.

Calvert-Lewin kom sér í ágætt skallafæri eftir horn frá Baines en skallaði nokkuð hátt yfir á 81. mínútu. Það reyndist síðasta almennilega færið í leiknum.

Jafntefli því niðurstaðan. Everton liðið enn taplaust á tímabilinu, en þetta var leikur sem Everton á að vinna og það verður ansi rýr uppskeran á tímabilinu ef menn ná ekki að tryggja sér þrjú stig gegn þessum mótherjum sem liðið er búið að mæta.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Digne (7), Coleman (6), Zouma (7), Holgate (7), Davies (5), Schneiderlin (6), Sigurdsson (5), Walcott (6), Calvert-Lewin (7), Tosun (6). Varamenn: Baines (6), Lookman (6), Niasse (6).

5 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Djöfull er að sjá þetta!!

  2. Gunnþòr skrifar:

    En eitt jafnteflið og það á heimavelli óþolandi 👹👹👹

    • Orri skrifar:

      Sæll Gunnþór.Og það á móti einu af botnliðunum þetta lofar ekki góðu.

  3. Jón Ingi skrifar:

    Óskaplega var dapurt að horfa á þetta. Þau eru orðin allt of mörg árin þar sem lítil ánægja fylgir því að horfa á leikina en vonandi fer þetta batnandi. Stöðug stjóraskipti virðast breyta litlu.

  4. RobertE skrifar:

    Everton hefði átt að klára leikinn, en jafntefli er alltaf betra en tap. Ánægjulegt að sjá Lookman spila, það vonandi lokar á þann möguleika að hann fari aftur til RB Leipzig. Er ég einn um að finnast Tom Davies hafa átt mjög lélegan leik? Annars fannst mér Digne og Zouma standa sig vel, standa vörnina vel og eru öruggir. Fannst samt glatað að sjá Gylfa fara útaf, hann stjórnaði leiknum vel og var ógnandi alltaf þegar hann fékk boltann.
    Núna tekur við landsleikjahlé og þá vonar maður auðvitað að allir verði heilir eftir leikina.