Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs Leicester - Everton.is

Everton vs Leicester

Mynd: Everton FC.

Í kvöld miðvikudaginn 31 janúar 2018 kl 19:45 fer fram leikur Everton og Leicester á Goodison Park. Janúar leikmannaskipta glugginn lokar einnig í kvöld um kl 23 sem gerir þessa tímasetningu enn áhugaverðari og er hún í raun ansi kjánaleg.

Liðsuppstilling er vanalega tilkynnt 1 klst fyrir leik en einn aðili hefur ansi oft komið með rétta liðsuppstillingu nokkrum tímum fyrir leik.

Skjótum á þá liðsuppstillingu hér:

Pickford

Coleman (love that), Keane, Jagielka, Martina (hate that)

Gana

Davies, Rooney

Walcott, Niasse, Gylfi

Þetta er þó meira liðsvalið sem spáð er heldur en eiginleg uppstilling.

Vonast maður til að ósk Riyad Mahrez um að fara á sölulista hafi áhrif á leik liðsins í kvöld og talið er að hann muni ekki spila af þeim sökum.

Fun fact er að Everton hefur unnið seinustu þrjá leiki sem liðið hefur spilað 31 janúar og ekki fengið á sig mark í þeim leikjum.  Einnig er áhugavert að í seinustu 11 miðvikudagsleikjum þá hefur Everton unnið 8 leiki, gert 2 jafntefli og einungis tapað einum leik og þar að auki hefur Everton ekki fengið mark á sig í seinustu þremur miðvikudagsleikjum.  Í seinustu 11 heimaleikjum gegn Leicester hefur Everton einungis unnið 3 leiki og gert alls 7 jafntefli og tapað einum, ansi skrítin tölfræði það.

Hvað finnst mönnum annars ef þetta er liðsval Everton?

Þetta lið var síðan staðfest á Evertonfc 1 klst fyrir leik svo þetta virðist ansi áreiðanlegt (kemur jafnan frá þessum aðila sem kallast „Everton That“ um 3-4 klst fyrir leik og eru þeir á Facebook og Twitter) en jafnan eru þeir með rétt aðallið en tilkynna ekki menn á bekknum.

En í dag eru varamenn:

Robles, Schneiderlin, Williams, Bolasie, Tosun, Calvert-Lewin og Kenny

3 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Væri frábært að sjá Coleman í kvöld. Ég spái þessu 2-1 fyrir okkur

  2. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Leikurinn er ekki í beinni á Íslandi en hægt að ná honum á netinu klárlega og TSN2 HD líklega besta stöðin sem er að sýna leikinn.
    Hægt er að horfa frítt á netinu eða kaupa áskrift til að tryggja stöðugra samband og einnig betri gæði, t.d. á ntv.mx (er sjálfur með áskrift þar).
    Þeir sem eru með android ættu að ná í Mobdro forritið (ekki á Google Play) og þá er hægt að horfa á hann þar í þokkalegum gæðum. Síðan er hann klárlega að finna beint á netinu með tilheyrandi pop-up gluggum og rugli.

  3. Elvar Örn skrifar:

    Sky sports álita sem svo að lánssamningur þar sem Mangala kemur frá Man City til Everton fram til vors sé nánast frágenginn. Hvað finnst mönnum? Ath hann á að geta spilað í vinstri bakverði einnig (er vinsri miðvörður) , kannski er það planið með þessu láni og þá ekki svo vitlaust. Svo er ekki svo langt í Funes Mori en gera má ráð fyrir að hann muni spila leik með U23 eftir 2 vikur skv Allardyce.